Draupnir - 01.05.1893, Blaðsíða 278
278
og máske mann. Nei, jeg þekki þig, þegar þjer
tekst upp, en til allrar hamingju veit jeg, að þú
meinar þetta ekki. Við skulum sjá, hvort honum
tekst ekki að koma þjer á aðra skoðun, áður langt
um líður«.
»Sjá má það«, sagði Signý, sem i þetta sinn
hafði ekkert frekara sagt, en henni sýndist. Hver
sú stúlka, sem hefði elskað síra Einar, hefði ekki
fundið honuin þetfca til lýta, en Signýelskaði hann
ekki, og þar að auki hafði hún annan mann til
samanburðar, sem ekkert bætti um fyrir síra Ein-
ari.nefnilega álfapilfcinn sinn, og varþá ekki að furða,
þó að veslings presturinn yrði ekki girnilegur. —
Mikið er, hvað ástin og andstyggðin gefca verið
blindar, hvor á sinn hátt.
fetta haust og vefcurinn, sem því fylgdi, leið ekki
eins skjótfc, að þeim fannsfc, sem við þessa sögu
koma, eins og þau höfðu búizt við, þtfí öll lifðu
þau í votiinni um betri hag, og það hefir þau áhrif
á tímann, að hann virðist líða hægara en ella. —
Hallur fcaldi dagana, þar til að hann losaðist frá
vinuu sinni á Englandi og kæmist heim; og for-
eldrar hans og Kristín töldu dagana þangað til
hann kæmi. — Gamla Guðlaug beið óþolinmóð ept-
ir því, að síra Einar ræki enda á bónorð sitt, sem
einlægt drógst. Signý gafc ekki annað en horffc
með óþreyju fram á vorið, sem hafði svo mikla
breytingu fyrir hana í för með sjer, því hún var
þá vistuð sem ráðskona hjá síra Einari, og var það
einungis fyrir fortölur fóstru hennar, en svo langfc
var frá því að hún þráði þá 3töðu, að hún þvert
á móti kveið henni mjög.