Draupnir - 01.05.1893, Síða 74
74
»Já, að hún ekki geti elskað mig, — það hefir
hún sagt mjer».
Arni mælti þú: »Á tvítugsaldrinum eru konur
opt ráðlausar í ástamálum sínum, en þegar þær eru
manni gefnar og móðurástin vaknar í brjÓ3tum
þeirra, þá hverfur harkan og einþykkjan«.
Jón sagði eins og við sjálfan sig: »Hvenær skyldi
ástin vera heitari en á því skeiði? Bn þú, Árni!
sem ert kaldur eins og marmarahella, og aldrei
hefir elskað konu, — hvernig getur þú dæmt svona?«
»Hver segir þjer, að jeg hafi aldrei elskað ?« sagði
Árni, og hægt andvarp leið af vörum hans.
»Hví kvongaðist þú þá ekki?« spurði Jón.
»Jeg hef ef til vill, eins og þú, farið á mis við
ástina«, sagði Arni. »Bn við erum nú að leggja
niður þína lífsbraut, en ekki tnína. Byrst þú elsk-
ar Sigríði, þá ertu svo ástríkur maður, auk ann-
ara ágætra yfirburða þinna, að þjer mun verða
auðvelt að )aða að þjer hvert hreint og hyggið
konuhjarta; um það er jeg sannfærður#.
»En Sigríður neítaði mjer, meðan jeg var í lágri
stöðu; sú tilfinning særir hjarta mitt, er jeg minn-
ist hennar, og mundi verða hjónadjöfull okkar, ef
við næðum að tengjast hjúskaparböndum?«
»þá er ást þín ímyndan, því þótt jeg sje eins og
þú segir, kaldur eins og marmarahella, þá ber jeg
þó svo mikið skynbragð á hreina ást, að jeg veit,
að hún fyrirgefur allt«.
»En jeg er líka stórlátur«, sagði Jón.
»það hef jeg vitað fyrir löngu, en sje stærilætinu
vel stjórnað, þá er það kostagripur. Bn ást og