Draupnir - 01.05.1893, Blaðsíða 98
98
kirkjupresturinn bjuggu í allri neðri húsaröðinni,
sem nefnd var gamla borðstofa, stórabúr og sjón-
pláss. Fram af þessari byggingu og gagnvart löngu-
göngum í norður, var stórt anddyri (karldyr) og
var þamiig innangengt, ekki einungis í alla þessa
húsaröð, heldur og nálega í flest hús staðarins,
einnig í skólann, skólaskálann og kirkjuna.
það var farið að færast nær slætti. Heimamenn
höfðu nóg að starfa. Bagnheiður 'Guðbrandsdóttir
sveif úr einurn stað í annan og settist þar, sem henni
líkaði; ýmist heyrði hún eða heyrði ekki, það sem
talað var, eptir því hvort vel eða illa lá á henni.
Veður var hið fegursta, því það var kominn 10.
júní. Sólin skein uppi yfir Vörðufelli, en létt, blá-
hvít þoka læddist, eins og svipir dauðra manna,
við rætur fjallanna, hvarf út í geiminn með and-
varanum, eða hjúfraði sig enn dýpra niður í hol-
ur og lautir, til að firra sig handtökum hans, Hvftá
leið hsegt og rólega áfram, enn þá mjög vatnslítil;
ærnar dreifðu sjer um tunguna og hestarnir um-
hverfis jóragarða. Bagnheiður stóð uppi á sjón-
plássi og horfði hugsunarlaust yfir allt, gekk svo
inn í stórabúr og reyndi að ná úr einurn af kringl-
óttu gluggunum. En er henni tókst það ekki, fór
hún inn í gömlu borðstofu og þaðan inn í svefn-
stofu jiórðar Jónssonar. |>ar var enginn inni. Lagð-
ist hún þá- upp í sæng hans og ræddi við sjálfa
sig. f>á tók hún eptir, að þar stóð skrautleg drag-
kista og var lykillinn í skránni. Hún stökk upp
á svipstundu, dró út skúffuna, fann þar hárgreiðu,
og nú fuku hárlýjur hennar í ýmsar áttir. f>á
fann hún þar spegil, skoðaði sig, hló og velti vöng-