Draupnir - 01.05.1893, Blaðsíða 171
171
um þjer, að annaðhvort hefirðu í æsku elskað mig,
eða þú hefir þá verið fláráður maður«.
»Jeg hef verið afskiptalítill af högum þínum«,
■svaraði hann.
»Afskiptalítill að sönnu«, mælti hún og hló kalt.
»Nei, þú hefir ekki verið svo afskiptalítill, þó þú
hafir farið vel með það, því ekki þarft þú að ætla,
að þú liafir dulizt fyrir mjer, þó jeg ræði fátt um.
þú hefir þráfaldlega grennslast eptir, hvað jeg segði
um vináttu okkar í æsku, já, og þú hefir notað
ósannar sögur — en vinir þínir hafa ekki allir verið
Þjer trúir— og meira að segja, þú hefir komið öðr-
um til að aumkva mig, og ætlar með því að bæta
Það, sem þú heflr brotið, viljandi eða óviljandi, en
þar eð þú hefir jafnan sjálfur varast að rjetta út
ttnnnsta fingur þinn til að gera mjer gott, svo að
aðrir dragi ekkert út af því, þá met jeg litils þess
konar meðaumkvun, og skal svo fljótt, sem jeg get,
fjarlægja mig«.
•Jegheyri, að þú kallar til mikillar skuldar«, svar-
aði Arni, »en hvernig má jeg gjalda hana?«
»Jeg kalla ekki eptir svo mildu sem þú heldur;
jeg er nú gipt kona, og þó jeg væri það ekki, mundi
Jeg ekki girnast að eiga prófessorinn. Jeg elskaði
°g elska Árua Magnússon með öllum hans göllum,
eu dæmdu sjálfurum, hvort að hann og prófessor-
mn eru ekki ólíkir menn. Nú vil jeg einungis
hreina og opinbera vináttu þína, sem endurgjald
tyrir gamlar og nýjar hrakfarir, sem jeg hef liðið
þín vegna. Viljir þú ekki veita mjer hana, þá fell
íeg rjettlaus — en skýt máli mínu til hius rjettláta
guðs á himnum*.