Draupnir - 01.05.1893, Blaðsíða 91
91
ar eina virðulega yngismeyju, Katrínu Abrahams-
dóttur, sem forþjenar heiðarlegustu handtjeringu,
þar sem hún er velborin og einkar vel að sjer um
allar kvennlegar listir, og gæti hún orðið yður
einkar þarfleg innanhúss, ef hún kýs, að ílengjast
hjá ykkur. Eins og þjer vitið, heiðursvirta matróna!
er monsieur Guðbrandur bróðir yðar ógleymanlega,
hálærða, göfuga ektaherra, sál. |>órðar biskups, og
ber yður því frændsemis vegna og áðurgefnu lof-
orði manns yðar, að bregðast skörulega undir nauð-
synjamál svo nákomið yður. Item, heiðursvirta
matróna! er monsieur Guðbrandur orðiun fjelítill;
gefst yður því kostulegt tækifæri, til að sýna á þessu
frávilta lambi drottins hjarðar miskunarverk Sam-
verjans, sem ekki blandast af neinni sjerplægni.
Befalandi yöur og yðar, ærugöfuga höfðings-ma-
tróna! varatekt drottius vors, er jeg yðar rnikils-
virðandi elskulegur vinur
Björn J>orleifsson
biskup í Hólastipti«.
Erú Guðríður lagði brjefið á borðið og sagði með
fyrirlitningarbrosi: »Lengi er Björn jporleifsson
mjer hugulsamur, — og nú í þessum einstæðings-
skap mínum«.
feir horfðu allir á hatia, því enginn skildi, hvað
hún átti við. |>á var dyrunum aptur lokið upp,
og Ólafur prestur Gíslason gekk inn. A eptir hon-
um kom maður, nokkuð við aldur, harðlegur, hvat-
eygur, með stóran lið á nefi, grátt hár, sem stóð
beint upp í loptið, ýft af stormi og ryki. Hann
horfði flóttalega umhverfis sig, og leit til jarðar,
hanu er sá amtmann Möller, sem einnig kom felmt-