Draupnir - 01.05.1893, Blaðsíða 275
275
hvorttveggja er bezt að taka, þegar það gefst; og
eins rík stúlka og Kristín er, finnst ekki á hverju
strái. f>jer að segja, góða mín, verð jeg að hafa
einhver brögð í frammi, til að fá Stínu til að bíða
eitt árið enn, án þess þó að binda mig við nokk-
urt loforð, því það þori jeg ekki«.
»Ekki vantar þig hyggnina og forsjálnina, heillin
góð«, sagði Hildur og leit hýrum augum til bónda
síns, sem tók upp tóbaksdósir sínar, klappaði á
lokið, kinkaði kolli og svaraði:
»Svo segja nú sumir, hvort sem þeir hafa rjetb
fyrir sjer eða ekki«. —----------------—------------—
Tíminn líður með ærnum hraða, og þegar árin
eru.liðin, eru þau eins og drauinur, sem mann
óljóst rekur minni til«, sagði Guðlaug gamla við
Signýju fósturdóttur sína, sern nú var nærri 19 ára
gömul, og að allra rómi efnileg og óvenjulega fög-
Ur. nSíðan við fórum úr Holtasveitinui#, sagði
Guðlaug ennfremur, »eru nú í vor, sem kemur,
fjett 4 ár, og mjer finnst það ekki nema fáeinir
dagar, og þó hefir lífið ekki alltaf leikið við mig«.
»Já, það verður furðu stutt úr tímanum, þegar
tann er liðinn«, svaraði Signý, er sat á rúmi gagn-
Vart Guðlaugu og vatt band af snældu.
»Og þá vænti jeg að þjer finnist það, þegar þú
ert komin á minn aldur. — Jjer fer að finnast tím-
*ön líða fljótt, þegar þú ert orðin konan hans síra
■Einars okkar, og jeg verð komin í hornið til ykk-
ar«.
•Konan hans síra Einars«, endurtók Signý og brá
l't. »Nú ertu að spauga fóstra«.
18*