Draupnir - 01.05.1893, Blaðsíða 92
9i!
ur á. Næst honum gekk kona, þreklega vaxin,
dökk að yfirlitum og kringluleit, með svart, hrokkið
hár, er smáliðaðist niður um andlitið, svo að hin
svörtu, tindrandi augu hennar, sem hún gaut æð-
islega í kringum sig, sáust að eins gegn um hárið.
J>að fór hrollur um þá, er inni voru, er þeir litu
hana. |>á kom næst henni önnur kona, spengi-
leg, rjóð í kinnum, með djúpa spjekoppa og blá,
tinandi augu, sem voru á takmarkalausu iði um-
hverfis í stofuuni. f>á komu inn bændur, sem ver-
ið höfðu við úttektina, heimamenn, konur og gestir
og mændu forvitnir upp yfir hópinn, og hvísluðust
á, hverjir komnir væru. Stofan var full af fóiki,
og skotthúfur karlmanuanna ljeku skollaleik við
skýlur og skaut kvennanna, því hver ræddi laun-
mál í eyru annars, og ómurinn varð eins og fjar-
lægur vatnsniður.
Amtmaður missti pennann úr hönd sjer, og blíndi
á Jón prest frá Hítarnesi, sem var í broddi fylk-
ingar, og þegar hann kom honum fyrir sig, skund-
aði hann út.
Frú Guðríður leit upp; urðu þá fyrir henni augu
Ragnheiðar og hún hnje náföl aptur á bak í stólinn.
Jón biskup snöri sjer forviða að hópnum og
sagði: »Hvað er um að vera?«
Enginn gat leyst úr því; allir spurðu á sömu
leið lágt og' hátt: »Hvað er um að vera?«.
]i>á snöri biskup sjer að Ólafi presti Gíslasyni
með sömu spurningu.
»Ekkert, það jeg veit herra! Jeg ætlaði að segja
yður frá gestakomunni, en þá elti allur skarinn
mig inn«.