Draupnir - 01.05.1893, Page 227
227
nokkrum fetum nær þeim guðdómlegu lögum og
gera úr þeim tviavar sinnum þrisvar sinnum, eða
lítið eitt meira? Ekki munu meiðyrði Odds míns.
fleiri en svo«.
Biskup hug3aði sig um: »|>að er þá það sama
og jeg fyrirgefi allt. Eyrir yðar orð skal jeg hvíla.
hjer í nótt«. Gekk hann þá rólegur til sængur«.
Sólin var farin að koma upp, og allir sváfu nema
biskup, hann lá vakandi í rúmi sínu og virti fyrir-
sjer rúmtjöldin, herbergið, og 1 einu orði allt og,
ekkert. »Að ganga nær hinum guðdómlegu lögum.
og gera tvisvar sinnum þrisvar sinnum úr sjötín
Binnum sjö sinnum, það hef jeg gert, með því aðt
hvíla undir þessu ræningjaþaki heila nótt. En
það eru syndir til, sem heyra undir guðs dóm, ea
ekki manna. Jeg vil ekki hvíla í þessu ofbeldis-
bæli lengur, nei, jeg vil ekki og skal ekki! Jeg
skal leita rjettar míns, þó ekki míns, heldur alls-
herjarrjettarins. Trampi þessi Oddur á mjer bæðí
í hjeraði og á þingi, verður öllum rjetti traðkað £
landinu, og hversu rek jeg þá skyldu mína?« Hann
klæddist í snatri, fann menn sína, Ijet taka upp-
tjöldin og var með allt sitt kominn burtu frá
Harfeyri, áður menn risu úr rekkjum. Ut af þess-
Utn fundi spannst megn óvild milli biskups og
Odds, sem varaði meðan biskup lifði og þreytti
hann œjög.
Smáatvik úr lífi biskups.
Á meðan þetta fór fram, bjó Steinn biskup
Jónsson búi sínu á Hólum með friði og spekt og
tók að gefa út guðsorðabækur, og kom ribbalda-
15*