Draupnir - 01.05.1893, Blaðsíða 268
268
»Menn segja, að það brjótist með þeim barnórar,
en það verður nií. aldrei í þeim skiluingi, hvað
okkur snertir«, sagði Hallur.
»Nei, það verður aldrei«, endurtóku þær frænd-
systurnar svo sem með einum munni, sárreiðar
dónaskap Halls.
»Jeg vissi, hvað jeg sagði Hildur mín«, sagði
nú Sæmundur við konu sína. »Jag sagði og meinti
barnórar; þau eru gömul leiksystkin, sem gera sjer
dælt hvort við annað; en livað æltar þú nú að
dvelja lengi hjá okkur, sonur góður?«
»Að eins eina viku, og svo fer jeg í landmæling-
ar, og í haust sigli jeg aptur; jeg heö nægan
starfa á vetrum við skipasmíði, og svo hefi jeg
verið að hugsa um, að dvelja nokkra vetur á
Englandi og verða þar fullnuma.
»Bkki skal mig furða, þó að hann sje á buxun-
um sínum«, tautaði Vilborg. »Komdu heim Stína,
og þess strengi jeg heit, að aldrei, hvað opt sem
hann ketnur hjer, skal jeg gera mig að því athlægi,
að koma og fagna honum«.
»Og sama segi jeg«, sagði Kristín. þær köstuðu
kveðju á heimilisfólkið og fóru af stað, þrátt fyrir
boð og bænir gömlu hjónanna.
»Mjer lízt allvel á fyrirætlun þína, sonur«, sagði
nú Sæmundur, er þær voru farnar. »Okkur þykir
að eius verst, að fá ekki að hafa þig hjá okkur«.
»|>etta er nú ort, en ekki gert, faðir minn«.
»Jú, jú, jeg skil það. En sleppum nú þessu að
BÍnni. |>ú þarft að fá þjer eiuhverja hressingu,
drengur miun; það er orðið framorðið«.
|>au slepptu talinu, Hildur gamla gekk fram að