Draupnir - 01.05.1893, Blaðsíða 197
J97
„Hvað skyldu þau heita?“
„Presta og biskupa serimoniur. Hjónabandið
nefna pápiskir eitt þeirra, og það var fyrst lögleitt
fyrir almenning 1582. Nú hafa þeir gert það að
guðs bandi, í stuttu máli, þeir ráða yfir sáluhjálp
og útskúfun allt eptir því, hvort gefur af sjer
fleiri eða færri álnir á landsvísu, og hvort hlutað-
eigendur eru vinir þeirra eða óvinir“.
,,Jeg stend hjer ekki til að þrátta við þig“,
sagði biskup með alvörusvip og þokaði sjer fjær
lögrjettunni. ,,|>á rnunum við síðar taka til óspilltra
mála“, sagði Oddur og gekk til annnara manna, og
gekk alstaðar fram með sömu frekju.
Seinna um daginn hitti hann Pál Vídalín og:
kvaðst hafa við hann mál að ræða.
,,Hvert er það?“ spurði Páll.
,,|>að er mál Ásbjarnar Jóakimssonar, sem húð-
strýktur var eptir dómi Sigurðar lögmanns Bjarnar-
sonar fyrir það, að hann víldi ekki flytja sendiboða.
landfógeta yfir fjörð, og eigið þið Árni Magnússon,
að dæma það“.
i,Nógur er tími að ræða það mál, herra vísilög-
maður“.
,,Jeg Ieyfi mjer, herra lögmaður, að kalla mig
Wra Piscal1'1.
,,Herra Piscal!“ sagði Páll og brosti hæðnislega.
»Nei, það nær engri átt, að þú sjert konunglegur
1) það varð upphaf' óvildar þeina, að Páll lögm„
Vídalitt vildi ekki kalla Odd herra Fiscal, en einungis.
berra vísilögmann.