Draupnir - 01.05.1893, Blaðsíða 293
293
ur þurlega: »Sje það svo«. Eptir það riðu þeir-
þegjandi, það sem eptir var vegarins.
Hallur sigldi, eins og til stóð, og gekk ferð kans-
vel og eins það, að hann gat fljótt fengið vinnu
viðskipasmíðar, og hana arðmeiri og betri, en hann
hafði búizt við. Leið elrki á löngu áður en hon-
um fór að græðast fje, enda hjelt hann spart á og
vann af mesta kappi. Hann fór nú að breytast
talsvert frá því, sem hann hafði áður verið, fór að
verða stiltari og aðgætnari, og breytttist mjög til
hins betra; en eitt breyttist þó aldrei, og það var
minning hinnar yudisfögru meyjar, álfamærinnar,
er hann einu sinni nefndi svo, og sem hann nú í
huga sínum skoðaði sem sina eign, jafnvel þó þau
væru engum föstum heiturn bundin. Brjef fóru
aldrei á milli þeirra, og þá sjaldan honum bárust
frjettir heiman að, var það þó aldrei eitt orð við-
víkjandi henni. Ekki var laust við kala í brjefum
þeirra feðga. Sæmundi fannst Hallur reynast illa,
og Halli fannst, að faðir sinn breytti eklri við sig,
sem honum bæri. En þá er Hallur hafði dvalið
tæp 3 ár erleudis, fjekk hann einhverju sinni brjef
frá föður sínum, og er þetta kafli úr því:
»Nú sje jeg, þó seint sje, að jeg hef hvorki breytt
rjett nje hyggilega, þáerjeg bannaði þjer að ganga
að eiga Signýju og reiddist þjer, sakirþess, aðþúvildir
ekki leita ráðahags við Kristínu frænku þína. þú
hefir alltaf verið augasteinninn minn og þess vegna.
var mjer svo aunt um framtíð þína, að jeg hugs-
aði um það nótt og dag, hvernig þjer gæti liðið
sem bezt í heiminum. En alla mína æfi hefi jeg
heyrt menn klifa á því, að auðurinn sje afl þeirra