Draupnir - 01.05.1893, Side 261
261
»Ekki var það amma mín, sem sá piltirm, held-
ur laugamma. ]pú átt að taka rjett eptir því, sem
þjer er sagt og fara rjett með; það sem leiðir frá
hinu rjetta, þó í litlu sje, er þó ekki satt«, sagði
gamla konan, sera Guðlaug hjet.
»En heldur þú fóstra, að huldufólk sje út dautt?«
»Skárri eru það nú spurningarnar. |>að kann að
vera, að einhver slæðingur sje til af því, en það
gerir manni ekkert, ef maður hvekkist ekkert til
við það«, sagði Guðlaug. »Jeg ræð þjer samt al-
varlega til þess að vera ekki með neitt óþarfa glens,
steiukast eða keskni hjerna niður í kleifunum, því
sje nokkurstaðar slæðingur af nokkru, þá er það
þar, og enginn veit, hvað manni kann að mæta;
en mundu nú eptir ánum«, sagði Guðlaug og fór
að róa sjer og prjóna, en Signý settist út við glugg-
anu til að geta haft gætur á ánum.
Jaktin lagði inn, og báti var skotið út. Meðal
þeirra, sem í land gengu, var ljóshærður, unglegur
og gervilegur maður. Hann var ekki eldri að sjá
en hjer um bil 22 ára gamall. Hann var klædd-
ur að útlendum sið, hafði hvíta bringu og hallaðl
mjög hattinum út í annan vangann. þ>essi ungi
luaður gekk í land nieð öðrum skipverjum. Skipið
var verzlunarskip.
Ungi maðurinn reikaði víðsvegar umhverfis búð-
irnar, og var auðsjeð, að kaupstaðurinn var ekki
hans aðsetursstaður.
»Hvort er sem mjer sýnist. Er monsjör Hallur
kominn aptur til íslands«, sagði erfiðismaður, sem
gekk fram hjá í þessu.
*Jú, svo er það, Eyjólfur minn«, svaraði sá sera