Draupnir - 01.05.1893, Side 95
95
þótt jeg væri nokkuð eldri. Hann var þar í kynn-
isför, er þórður minn kom austur og drukkið var
festaröl okkar. ]pað fór nú allt saman vel fram, og
um kvöldið voru ýmsir leikir og skemmtanir um
hönd hafðar«. Hún fól andlitið í höndum sjer og
hló, en þó sá biskup, að tár fjellu niður á gólfið
milli fingranna. Hún leit þá upp og hjelt áfram
talinu og sagði: »Um kvöldið, þá er menn voru
gengnir til hvíldar, var jeg einsömul á ferli; heyrði
jeg þá, að einhverjir ræddust við uppi á svefnstofu
minni og var bæði svarað og spurt í senn, og þekkti
jeg málróm þórðar míns. Hurðin sióð í hálí'a gátt,
svo jeg gekk nær og sá, að þar var euginn nema
Björn þorleifsson, er þá var tólf eða þrettán vetra
gamall og ræddi við sjálfan sig. Ljet hann sem
hann væri að bjóða í brúðarsængina í kapp við
þ>órð, og var það hvflurúm mitt, sem hann bauð í,
og jifg, brúðurin, átti að hvíla í því«. Hún fól þá
aptur andlitið í höndum sjer og hló, — hló, en
einlægt hrundu niður tárin, sem hún hjelt að bisk-
up sæi ekki. »Nú bauð Björn allar sínar jarðir í
sængina, hverja fyrir sig með nafni og kúgildum,
því hann var og er fjeglöggur maður. þórður bauð
á móti jarðir föður míns og svo sínar eigin, allar
með hundraða tölu, leigum og kúgildum. En er
þær hrukku ekki til, þá lausafje og allt sem fje-
mætt var á Hlíðarenda. |>á er þrutu jarðir f>or-
leifs prófasts, bauð hanu þær, er fjellu í sektafje
Bagnheiðar Brynjólfsdóttur. þórður bauð á móti
Skálholtsstólsjarðirnar. Nú var ei meira til, og
varð þórður hæstbjóðandi, eins og til stóð«. Nú
þagnaðí hún og þagði langa stund.