Fréttablaðið - 22.10.2009, Qupperneq 10
10 22. október 2009 FIMMTUDAGUR
ÞUNGAR BYRÐAR Ungur drengur
með þunga byrði og heimatilbúinn
gaslampa var meðal íbúa borgarinnar
Marikina á Filippseyjum sem gert
hefur verið að yfirgefa heimili sín
vegna flóðahættu meðan fellibylurinn
Lupit gengur yfir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SKIPULAGSMÁL Aðalskipulag Reykja-
víkur verður unnið í nánu samráði
við borgarbúa og áhersla lögð á
þverpólitíska sátt. Þetta er meðal
þess sem fram kom á kynningar-
fundi um endurskoðun á aðalskipu-
lagi Reykjavíkur í gær.
Júlíus Vífill Ingvarsson, for-
maður skipulagsráðs Reykjavíkur,
leggur áherslu á að aðalskipulag sé
sá grunnur sem skipulag borgar-
innar byggi á og ekki eigi að breyta
nema nauðsyn krefji. Því hafi verið
lögð áhersla á að aðalskipulagið sé
unnið í nánu samráði við borgarbúa
og um það ríki þverpólitísk sátt, en
fulltrúar úr öllum flokkum sátu í
stýrihópnum. Júlíus boðar fundaröð
í öllum hverfum Reykjavíkur, þar
sem íbúar geta reifað sín sjónarmið
um skipulagsmál í hverfinu.
Spurður um afdrif Reykjavíkur-
flugvallar segir Júlíus ekki vilja
leggja af stað með fastmótaðar
hugmyndir í þeim efnum, en ljóst
sé að létt hafi á þrýstingi í þeim
efnum þar sem hægt hafi á upp-
byggingu í borginni. Þá verði þau
nýmæli í endurskoðuðu aðalskipu-
lagi að skýr viðmið verði sett um
hæð húsa í borginni.
Að sögn Júlíusar mun undirbún-
ingsvinnan standa fram í febrú-
ar og tillaga um nýtt aðalskipulag
líta dagsins ljós í framhaldi af því.
Hann á þó ekki von á að tillagan
verði samþykkt á þessu kjörtíma-
bili en vonandi ekki síðar en næsta
sumar eða haust. Nánari upplýsing-
ar um endurskoðun aðalskipulags
Reykjavíkur má finna á nýopnuðum
vef, adalskipulag.is. - bs
Endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur fram undan:
Náið samráð við borgarbúa
DÓMSMÁL Tæplega tvítugur
karlmaður hefur verið ákærð-
ur fyrir manndráp af gáleysi og
umferðarlagabrot á Fáskrúðs-
firði.
Honum er gefið að sök að
hafa aðfaranótt laugardagsins
16. maí síðastliðinn ekið bifreið
undir áhrifum áfengis, án öku-
réttinda og of hratt miðað við
aðstæður. Hann missti stjórn
á bifreiðinni í krappri beygju
þannig að hún fór út af veginum
og síðan margar veltur. Farþegi
sem sat í aftursæti hennar hlaut
það mikla áverka að hann lést
nær samstundis. Sá sem ók
hefur játað sök. - jss
Tæplega tvítugur ákærður:
Manndráp af gá-
leysi fyrir dóm
FÉLAGSMÁL Fjögur gefa kost á sér
til embættis formanns BSRB en
kjörið fer fram á þingi bandalags-
ins í dag.
Snorri
Magnús son,
formaður
Landssam-
bands lögreglu-
manna, bættist
í hóp frambjóð-
enda á þriðju-
dagskvöldið
en áður höfðu
Arna Jakobína
Björnsdóttir,
formaður Kjalar, Árni Stefán
Jónsson, formaður SFR, og Elín
Björg Jónsdóttir, formaður FOSS,
lýst yfir framboði.
Nýr formaður tekur við af
Ögmundi Jónassyni sem gegnt
hefur embættinu frá 1988. - bþs
Þriðji dagur þings BSRB:
Nýr formaður
kjörinn í dag
SNORRI
MAGNÚSSON
FISKVEIÐAR Stóraukin eftirspurn er
eftir leigukvóta, einkum ufsa- og
ýsukvóta en útgefnar aflaheimild-
ir beggja tegundanna voru skertar
mikið við upphaf þessa fiskveiði-
árs.
Sú eftirspurn kemur fram í stór-
hækkuðu verði á leigukvóta, sem
hefur meira en þrefaldast frá sama
tíma á síðasta ári.
Þann 21. október á síðasta ári
var meðalverð á ýsukvóta um 40
krónur en í gær var verðið 150
krónur á hvert kíló. Í fyrradag
seldist aflamark á ufsa fyrir um
70 krónur hvert kíló en var um 17
krónur á sama tíma á síðasta ári.
Leyfilegur heildarafli ufsa er nú
50.000 tonn. 17.888 tonn hafa verið
flutt milli skipa óskyldra aðila, eða
rúmur þriðjungur aflaheimilda. Á
síðasta ári mátti veiða 65.000 tonn
af ufsa. Viðskipti hafa átt sér stað
með 13.680 tonn af ýsukvóta. Þar
er útgefinn kvóti 63.000 tonn.Á
síðasta ári mátti veiða 93.000 tonn
af ýsu.
Fyrstu sjö vikur fiskveiðiárs-
ins, það er frá 1. september til 20.
október, voru alls 69.395 tonn af
aflaheimildum í bolfiski, humri
og úthafsrækju flutt á milli skipa,
samkvæmt upplýsingum frá Fiski-
stofu. Það er nokkru minni kvóta-
leiga en á síðasta ári þegar rúm
81.000 tonn voru leigð milli skipa
fyrstu sjö vikur fiskveiðiársins.
Heimilt var að veiða 162.500
tonn af þorski á síðasta ári en í
ár er leyfður heildarafli 150.000
tonn. Verð á leigukvóta í þorski
hefur hækkað talsvert milli ára,
miðað við stikkprufur Fréttablaðs-
ins, teknar af vef Fiskistofu. Hinn
21. október 2008 var meðalverð
238 krónur á kíló af þorskafla-
marki. Verðið var um 260 krónur
að meðal tali í gær og hefur verið
á bilinu 250 til 270 krónur flesta
daga undan farnar sjö vikur. Meðal-
verð var yfirleitt 200-240 krónur
í upphafi fiskveiðiársins í fyrra.
Alls hafa 15.262 tonn af þorskkvóta
verið leigð milli skipa óskyldra
aðila það sem af er fiskveiðiárinu,
sem er rúmlega tíu prósent afla-
heimildanna.
Af öðrum tegundum hefur hlut-
fallslega mikið verið leigt milli
skipa af keilu, skötusel, steinbít
og löngu.
Skötuselskvótinn er nú 2.500
tonn en viðskipti hafa átt sér stað
með 1.043 tonn. Að auki skiptu
24 tonn af skötuselskvóta um
hendur í viðskiptum í gær og var
meðalverðið þar 272 krónur á kíló.
Á sama tíma á síðasta ári var leigu-
verð á skötusel um 110 krónur. Þá
hafa 3.017 tonn af 5.500 tonna
keilu kvóta skipt um hendur. Verðið
er nú um 40 krónur en var um 25
krónur á kíló á síðasta ári.
peturg@frettabladid.is
Þrefalt dýrara
að leigja ýsu-
og ufsakvóta
Alls hafa meira en 65.000 tonn af aflaheimildum á
bolfisk skipt um hendur það sem af er fiskveiðiárinu.
Búið að leigja meira en þriðjung af ufsakvótanum.
KVÓTALEIGA Aflaheimildir í ýsu og ufsa voru mikið skertar frá síðasta ári. Eftirspurn
eftir leigukvóta í þessum tegundum hefur stóraukist í kjölfarið og verðið þrefaldast.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
STJÓRNMÁL Prófkjör sjálfstæðismanna
fyrir borgarstjórnarkosningar næsta vor
verður haldið 23. janúar á næsta ári. Að
því er segir í tilkynningu frá Sjálfstæðis-
flokknum verður nokkur nýbreytni í
framkvæmd prófkjörsins. Frambjóðend-
ur séu beðnir að láta ekki kostnað fara
yfir 1,5 milljónir króna og að nýta sam-
eiginlega kynningu. Prófkjörið verði á
einum degi en ekki tveimur eins og síð-
ustu skipti.
„Sameiginleg kynning frambjóðenda
felur í sér að þeir hafa aðgang að sérstök-
um prófkjörsvef þar sem þeir geta kynnt
sig og sínar áherslur. Þá munu þeir geta
haft vinnuaðstöðu í Valhöll og boðið til
sín áhugasömum kjósendum til skrafs og
ráðagerða,“ segir í tilkynningu. - gar
Sjálfstæðismenn í Reykjavík:
Prófkjör fyrir kosningar
til borgarstjórnar í janúar
HANNA BIRNA KRISTJÁNS-
DÓTTIR Búast má við að
borgarstjóri verði meðal
frambjóðanda í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins.
JÚLÍUS VÍFILL
INGVARSSON
Hann vill að
aðalskipulag
borgarinnar
verði unnið í
nánu samstarfi
við borgarbúa.