Fréttablaðið - 22.10.2009, Síða 12
12 22. október 2009 FIMMTUDAGUR
MINNAST UPPREISNAR Joe Biden, vara-
forseti Bandaríkjanna, og yfirmaður í
pólska hernum lögðu í gær blómsveig
við minnisvarða um uppreisnina í
Varsjárgettóinu 1943. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta
og daufblinda einstaklinga úthlutar sjónhjálpartækjum
og veitir ráð um notkun þeirra. Nánari upplýsingar og
fróðleikur í síma 54 55 800 og á www.midstod.is
ÞARF AÐ
STÆKKA LETRIÐ?
Lestur er lífsgæði. Stækkunar-
gler, sterk lesgleraugu og margs
konar tækni gagnast þeim sem
vilja njóta þess áfram að lesa þó
að sjónin hafi versnað.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
S
JO
4
76
31
1
0/
09
SAMGÖNGUR Flugfélög á Norður-
löndunum þurfa 404 nýjar farþega-
flugvélar með yfir 100 sæti næstu
tuttugu árin, frá 2009 til 2028,
samkvæmt nýjustu markaðsspá
flugvélaframleiðandans Airbus.
Fulltrúar félagsins kynntu spána í
fyrsta sinn hér á landi í gær.
Þörf fyrir nýjar vélar er að
stærstum hluta til komin vegna
endurnýjunar á eldri vélum sem
verður skipt út fyrir vistvænni
flugvélar. Þá spáir Airbus áfram-
haldandi vexti í flugiðnaði, en flug-
umferð hefur til þessa tvöfaldast
á hverju fimmtán ára tímabili.
„Og sú þróun heldur áfram,“ segir
Andrew Gordon, yfirmaður mark-
aðsrannsókna hjá Airbus. Hann
bendir jafnframt á að töluverður
uppgangur hafi verið í flugiðnaði
á Norðurlöndum síðustu ár, en á
þessu ári sé flugumferð til og frá
Norðurlöndum 35 prósentum meiri
en árið 2000.
Spá Airbus nær til heimsins alls,
en samkvæmt henni mun uppgang-
ur í Asíu, þar sem hvað mestum
hagvexti er spáð, verða til þess að
breyta nokkuð goggunarröð þeirra
svæða þar sem mest er flogið. Núna
eru Bandaríkin í fyrsta sæti með
31 prósent flugumferðar, Evrópa í
öðru sæti með 28 prósent og Asía
í þriðja með 26 prósent. Árið 2028
telur Airbus hins vegar að Asía
verði komin í fyrsta sætið með 33
prósent, Evrópa haldi öðru sætinu
með 26 prósent og Bandaríkin falli
í þriðja með tuttugu prósenta hlut.
„Þótt tímar séu erfiðir um þessar
mundir störfum við í vaxtargeira,“
áréttar Thomas Schmidt-Mumm,
aðstoðarforstjóri Airbus í Norður-
og Mið-Evrópu. Hann notar tæki-
færið til funda með fulltrúum
flugfélaga hér og kveður Airbus í
reglulegu sambandi við þau, þótt
Boeing sé ráðandi í markaðshlut-
deild hér á landi.
Airbus ætlar sér væna sneið
spáðrar aukningar, en Andrew
Gordon segir stefnt á helmings-
hlutdeild. Núna er félagið með
24 prósenta markaðshlutdeild
á Norður löndum. Árið 1990 var
hlutur félagsins tvö prósent.
Í markaðsspá Airbus kemur fram
að á spátímabilinu fjölgi farþega-
flugvélum fyrir fleiri en hundrað
farþega á Norðurlöndum um meira
en fimmtíu prósent, fari úr 319 upp
í 488 vélar. Af þeim sem þegar eru í
notkun verði 235 teknar úr umferð,
75 verði nýttar annars staðar og níu
verði áfram í notkun.
Heildarmarkaðsvirði endurnýj-
unar og breytinga yfir í vistvænni
vélar sem taka yfir 100 farþega er
áætlað 38,7 milljarðar Bandaríkja-
dala, eða rúmlega 4.720 milljarðar
króna. olikr@frettabladid.is
Töluverð þörf
á endurnýjun
Næstu tuttugu ár spáir Airbus því að Norðurlönd
þurfi yfir 400 nýjar flugvélar og ætlar sér helmings-
hlut í aukningunni. Hún er vegna endurnýjunar.
SEGJA FRAMTÍÐ BJARTA Thomas Schmidt-Mumm, aðstoðarforstjóri yfir Norður- og
Mið-Evrópu, og Andrew Gordon, yfirmaður markaðsrannsókna hjá Airbus, kynntu
tuttugu ára spá Airbus um þróun í flugiðnaði, auk stöðu og horfa hjá félaginu sjálfu,
á blaðamannafundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
}
30.000
25.000
20.000
15.000
10.000
5.000
0
Flotastærð
+ 3,5 % á ári
Ársbyrjun 2009 2028
Vöxtur
Endurnýjun
Endurvinnsla
Notaðar áfram
24.097 nýjar flugvélar
-> 354 billjónir króna*
Farþegavélar >100 sæti (flutningavélar ekki meðtaldar)
*2,9 billjónir (trillion) Bandaríkjadala
14,095
10,002
3,134
880
28,111
ALÞINGI Enn er óvíst hvort frumvarp
um persónukjör verður að lögum í
tæka tíð fyrir sveitarstjórnarkosn-
ingarnar næsta vor.
Frumvarpið var lagt fram í
sumar en dagaði uppi. Það hefur
ekki verið lagt fram að nýju en er á
þingmálaskrá dómsmálaráðherra.
Siv Friðleifsdóttir Framsóknar-
flokki spurðist fyrir um málið á
þingi í gær. Vakti hún athygli á að
fram undan væru tvö prófkjör sem
væru í raun óþörf ef persónukjör
yrði leitt í lög.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Samfylkingunni sagði koma til
greina að veita þeim sveitarfélög-
um sem það kjósa sjálfdæmi um
að efna til persónukjörs. Þeirri
leið mótmælti Vigdís Hauks dóttir
Framsóknarflokki; sömu lög og
reglur þyrftu að gilda alls staðar.
Valgerður Bjarnadóttir Samfylk-
ingunni sagði nauðsynlegt að málið
kæmi fyrir þingið. „Það er fyrir
kjósendur en ekki flokka,“ sagði
hún og bætti við að í góðu lagi væri
þótt það yrði afgreitt seint, jafnvel
bara rétt fyrir jól, og allt í lagi þó
að flokkar héldu prófkjör áður því
einhvern veginn verði þeir að fá
fólk til framboðs.
Gunnar Bragi Sveinsson Fram-
sóknarflokki sagði það sína skoð-
un að best væri að fresta málinu.
Of stutt væri til kosninga og kvaðst
hann vita af áhyggjum sveitar-
stjórnarmanna af framkvæmd-
inni ef stutt væri milli samþykktar
málsins og kosninga. - bþs
Margvíslegar skoðanir uppi um möguleg afdrif frumvarps um persónukjör:
Fyrir kjósendur en ekki flokka
VALGERÐUR BJARNADÓTTIR Vill að
persónukjör verði innleitt í kosningalög-
gjöfina fyrir sveitarstjórnarkosningarnar
í vor.
ÓSLÓ, AP Fertugur Norðmaður
fæddur í Sómalíu er fyrsti Norður-
landabúinn ákærður fyrir brot á
norskum lögum um bann við fjár-
mögnun hryðjuverka frá 2002.
Maðurinn er sakaður um að
hafa látið sem nemur 4,4 millj-
ónum íslenskra króna renna til
sómölsku öfgasamtakanna al-
Shabaab. Saksóknari segir brot
mannsins hafa átt sér stað á árun-
um 2007 og 2008.
Nafn mannsins hefur ekki verið
gefið upp og gengur hann laus
fram að réttarhöldum. Verði hann
fundinn sekur gæti beðið hans
tuttugu ára fangelsi. Málið verður
tekið fyrir á næsta ári. - óká
Norðmaður fyrir rétt í Ósló:
Fjármagnaði
hryðjuverk