Fréttablaðið - 22.10.2009, Síða 22
22 22. október 2009 FIMMTUDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
Fjöldi viðskipta: 16 Velta: 140,3 milljónir
OMX ÍSLAND 6
809 -0,15%
MESTA HÆKKUN
BAKKAVÖR 15,38%
ÖSSUR 0,81%
MESTA LÆKKUN
MAREL FOOD SYS. 0,88%
FØROYA BANKI 0,35%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atlantic Petroleum 200,00
+0,00% ... Bakkavör 1,50 +15,38% ... Føroya Banki 141,00 -0,35% ...
Icelandair Group 2,20 +0,00% ... Marel Food Systems 67,60 -0,88%
... Össur 124,50 +0,81%
Gengi hlutabréfa í bandaríska hátæknifyrirtæk-
inu Apple hefur verið á mikilli siglingu síðustu
mánuði og rauf tvö hundruð dala múrinn í annað
sinn á jafnmörgum dögum í gær.
Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal segir
jákvæðar afkomutölur fyrirtækisins í skugga fjár-
málakreppunnar ýta verði hlutabréfanna upp.
Markaðsverðmæti Apple nam við opnun mark-
aða vestanhafs í gær 180 milljörðum dala, jafn-
virði 22 þúsund milljarða íslenskra króna. Það er
tæpum fjórum milljörðum dala meira en heildar-
verðmæti netleitarrisans Google. Þetta er jafn-
framt í fyrsta sinn sem Apple tekur fram úr
Google.
Gengi hlutabréfa Google rauf tvö hundruð dala
múrinn skömmu fyrir áramótin 2007 áður en
lækkaði hratt eftir það og fór lægst í rúma 78 dali
á hlut í byrjun þessa árs. Við opnun markaða í gær
hafði það hækkað um 133 prósent. - jab
STEVE JOBS Forstjóri Apple getur ekki verið annað en ánægður
með fyrirtækið sem hann stofnaði ásamt öðrum árið 1976.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Apple tekur fram úr Google
„Skuldatryggingarálagið hefur
verið að lækka víða síðustu mán-
uði. Það er í samræmi við minni
áhættufælni á mörkuðum. Álagið
á Ísland endurspeglar þróunina á
erlendum mörkuðum auk þeirra
aðgerða sem gripið var til eftir
efnahagshrunið hér í fyrra,“ segir
Ingólfur Bender, forstöðumaður
Greiningar Íslandsbanka.
Skuldatryggingarálag ríkissjóðs
hefur lækkað hratt síðustu daga,
fór úr 410 punktum á föstudag í
síðustu viku í 358 punkta í gær,
samkvæmt gögnum CMA Data-
vision yfir þau tíu lönd sem talin
eru í mestri hættu á þjóðargjald-
þroti.
Álagið fór hæst í 1.473 stig í
hruninu 10. október í fyrra.
Ingólfur bætir við að alþjóðleg
matsfyrirtæki líti það jákvæðu
augum að ná fram sátt í Icesave-
málinu og að AGS ljúki við endur-
skoðun á efnahagsáætlun Íslands.
Ísland er í fimmta sæti hjá CMA
yfir þær tíu þjóðir sem taldar eru
líklegar til að lenda í greiðsluerf-
iðleikum. CMA telur 22 prósenta
líkur á þjóðargjaldþroti hér sam-
anborið við 24 prósent fyrir viku.
- jab
Álag á ríkið lækkar
TÍU EFSTU LÖNDIN
Lönd Skuldatryggingarálagið
Venesúela 1.023
Úkraína 1.120
Argentína 1.002
Lettland 563
Ísland 358
Litháen 312
Dúbaí 291
Líbanon 279
Kasakstan 240
Rúmenía 237
Heimild: CMA Datavision
PRÚTT
SALA
Timbursala
BYKO Breid
d
Fimmtudag
, föstudag o
g laugardag
fjö
rtökum
Aumingja útlendingarnir
Engilsaxneska og tvítyngi voru lykilorð þegar
Ísland tók af fullum krafti þátt í alþjóðavæðing-
unni fyrir hrun. Þankagangurinn virðist annar í
Nýja Íslandi, því sem tók við eftir hrun. Helstu
einkenni þess að margra mati er ofuráhersla á
innlent. Þeir erlendu gestir sem sátu ráðstefnu
iðnaðarráðuneytis, Útflutningsráðs og Fjárfest-
ingarstofu á Nordica hóteli í gær fengu að finna
fyrir nýjum formerkjum. Á ráðstefnunni var
fjallað um mikilvægi beinnar erlendrar
fjárfestingar hér, og voru öll
erindi flutt á íslensku nema
erindi þremenning-
anna. Þeir höfðu því
lítið að gera milli
erinda annað en
fylgjast hljóðir með og
horfa þreyttum augum
ofan í bringu.
Ókátir kröfuhafar
Kröfuhafar gamla Kaupþings voru ekki hressir
eftir annars rólegan kynningarfund með skila-
nefnd bankans og bankastjórn nýja bankans
í fyrradag. Kröfuhafarnir munu hafa fengið
upplýsingar um stöðu bankans senda viku fyrir
fundinn til kynningar. Þeir munu hafa rekið upp
stór augu þegar þegar Finnur
Sveinbjörnsson, bankastjóri
Nýja Kaupþings, varpaði
öðrum tölum á vegg en
þeim sem fundargestir
höfðu milli handanna.
Ekki liggur
fyrir hvort
munurinn
var einhverja
milljarða í
plús eða
mínus.
Peningaskápur …
„Engin ákvörðun hefur verið tekin
um framhaldið,“ segir Jóhannes
Rúnar Jóhannsson hjá skilanefnd
Kaupþings um niðurstöðu bresks
dómstóls frá í fyrradag að fjár-
málayfirvöld hafi mátt flytja inni-
stæður af Edge-innlánsreikningum
Kaupthing Singer & Friedlander
(KSF) til ING. Í málinu var farið
yfir aðdraganda þrots íslensku
bankanna frá því Seðlabankinn
tilkynnti um kaup á 75 prósentum
í Glitni sem leiddi til þess að traust
á íslenskum fjármálafyrirtækjum
þvarr og þar til KFS fór í þrot.
Jóhannes segir markmiðið hafa
verið þær að draga ástæður flutn-
ingsins fram í kastljósið og sé það
í höfn. - jab
Gögnin komin
upp á borðið