Fréttablaðið - 22.10.2009, Síða 35
FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2009
1.
2.
4.
1. Tegund: AT 405
Stærð: 38 x 15,5R 15
Gott alhliða jeppadekk sem hentar mjög vel fyrir snjóakstur,
mjög hljóðlátt á vegum og sérhannað fyrir hálku. Dekkið er
míkróskorið og neglanlegt.
2. Tegund: Dick Cepek FC
Stærð: 44 x 18,5 15
Frábært snjóakstursdekk sem jeppamenn þekkja af reynslunni.
Hentar vel fyrir míkróskurð og neglingu.
3. Tegund: Dick Cepek FCII
Stærðir: Fáanlegt í 30–35“ stærðum og fyrir 15, 16,
17 og 18 tommu felgur.
Sterkt og gott alhliða jeppadekk með heilsársmynstri.
Hentar vel fyrir míkróskurð og neglingu.
4. Tegund: ProComp AT (All terrain)
Stærð: Fáanlegt í 30–35“ stærðum og fyrir 15, 16,
17 og 18 tommu felgur.
Sterkt og endingargott jeppdekk með heilsársmynstri.
Mjög hljóðlátt. Hentar fyrir míkróskurð.
3.
Sérhannað og -smíðað jeppa-
dekk er helsta sérstaða Arctic
Trucks á dekkjamarkaðnum,
segir Gunnar Haraldsson, verk-
efnastjóri fyrirtækisins.
„Arctic Trucks var og er í rauninni
enn fyrst og fremst fyrirtæki sem
sérhæfir sig í jeppum og jepplingum
og öllu sem viðkemur þeim, þar með
talið ferðamennsku. En við bjóðum
líka upp á dekk fyrir allar stærðir
og gerðir bíla, nema auðvitað vöru-
bíla og slíkt, og í bígerð er að bjóða
upp á dekk undir vélhjól, fjórhjól
og fleiri ökutæki,“ segir Gunnar
Haralds son, verslunar stjóri hjá
Arctic Trucks, sem hefur aðsetur
við Klettháls 3 í Reykjavík.
Gunnar segir helstu sérstöðu
fyrirtækisins varðandi dekk felast
í dekki sem er hannað af fyrirtæk-
inu og smíðað sérstaklega í Kína.
„AT 405 38-tommu dekkið hefur
fengið vægast sagt mjög góðar við-
tökur. Það er alhliða jeppadekk sem
er hannað sérstaklega fyrir íslensk-
ar aðstæður, til notkunar í snjó og
er einnig gott í hálku. Það er mikil
hugsun á bak við þetta dekk og það
er sennilega mest selda dekkið á
landinu í þessari stærð. Það kom á
markað árið 2005 og nú þegar hafa
selst nokkrar þúsundir af því.“
Þrátt fyrir að Arctic Trucks sér-
hæfi sig í jeppum segir Gunnar að
fyrirtækið sé að víkka sjóndeildar-
hring sinn töluvert. „Við tókum
nýlega við umboði fyrir Yamaha á
Íslandi og erum að flytja inn ýmsar
vörur frá þeim. Fyrir utan bílana
erum við því einnig með vélhjól,
vélsleða, báta og utanborðsmótora
til sýnis í verslunum okkar. Það
eru mörg Yamaha-tæki í notk-
un á Íslandi og við bjóðum eig-
endum þeirra upp á varahluta- og
viðgerðar þjónustu.“
Fyrir um hálfu ári hóf Arctic
Trucks að bjóða upp á svokallaðar
„self-drive“-ferðir, sem helst eru
hugsaðar fyrir ferðamenn. „Það
eru miklar ævintýraferðir þar sem
ferðamönnum gefst færi á að aka
sjálfir bílunum, en þannig læra þeir
að umgangast breytta jeppa um leið
og þeir upplifa íslenska náttúru. Í
öllum ferðum er einn bíll með leið-
sögumanni með í för, en hann vísar
veginn og leiðbeinir við aksturinn.
Þessar ferðir hafa vakið gríðarlega
athygli, en bílarnir sem við notum
í þessum ferðum eru meðal annars
sömu bílarnir og notaðir voru í leið-
angri á segulpólinn í samstarfi við
breska sjónvarpsþáttinn Top Gear,“
segir Gunnar.
Dekkjaverkstæði Arctic Trucks
er búið nýjum og fullkomnum
tækjum. „Við bjóðum upp á alla
þjónustu í kringum ökutækin.
Reynsla okkar sýnir að heppileg-
ast er að viðskiptavinir hringi og
panti sér tíma í umfelgun og slíkt.
Þannig forðumst við biðraðir upp
um allar götur,“ segir Gunnar.
Þá eru Arctic Trucks nú að taka
inn mikið af vönduðum fatnaði
fyrir vélhjóla- og vélsleðafólk sem
fyrirtækið hefur umboð fyrir.
Sérhæfa sig í stærri bílum
Bílar hafa löngum talist fagurt myndefni, ekki síst ef lagleg kona
prýðir einnig myndina. Það fer svo eftir samhenginu hvort bíllinn sýni
konuna sem hamingjusama húsmóður í anda amerískra auglýsinga
sjötta áratugarins, sem dásamlega þokkadís og kynveru nú eða bylt-
ingarsinna, sem lætur hefðbundin gildi feðraveldisins lönd og leið.
AKANDI KONUR
Akandi konur þóttu tímanna tákn. Á
þriðja áratug síðustu aldar óx kvenna-
baráttunni fiskur um hrygg og konur
þóttu ögrandi og sjálfstæðar undir stýri
og sönnun þess að konur gætu haldið
þangað sem hugur þeirra stefndi rétt
eins og karlar.
Fallegar konur og bílar tengjast órjúfan-
legum böndum. Eins og sjá má á þessu
gamla póstkorti hafa fallegar konur
og bílar löngum þótt eftirsóknarvert
myndefni, jafnvel um aldamótin 1900.
NORDIC PHOTOS/GETTY
Kynþokkinn eykst í pels og bíl. Marilyn
Monroe geislaði af kynþokka alla sína tíð
og ekki dró úr honum þegar hún klæddist
pels og var nálægt lögulegum bíl.
Fararskjótar framtíðarinnar. Iðulega er gert er ráð fyrir því
að með tímanum verði bílar minni og liprari og geti flogið. Í
rauninni virðast þeir samt bara stækka og verða eyðslufrekari.
Þrátt fyrir að Arctic Trucks sérhæfi sig í jeppum segir Gunnar Haraldsson verslunar-
stjóri að fyrirtækið sé að víkka sjóndeildarhring sinn töluvert. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR