Fréttablaðið - 22.10.2009, Síða 41

Fréttablaðið - 22.10.2009, Síða 41
FIMMTUDAGUR 22. október 2009 29 UMRÆÐAN Þurý Björk Björgvins- dóttir skrifar um fjöl- miðla Fimmtudaginn 15. október stofnaði ég hóp á Facebook sem ber nafnið Burt með slúður- fréttirnar af Vísi.is. Hef ég á stuttum tíma fengið miklar og góðar viðtökur en þegar þetta er ritað eru alls 724 meðlimir í hópnum og fjölgar þar stöðugt. Það er deginum ljósara að ég er ekki ein um þær skoðanir sem hér á eftir fara. Ég hef í nokkurn tíma verið afar ósátt við dálkinn Fólk í fréttum á Vísir.is. Fyrirsagnir á borð við „Risavaxnar mjaðmir“, „Ómálað smetti“, „Sjúskuð og sjoppuleg“, „Sæl þrátt fyrir skvap“ og „Flat- brjósta – Myndir!“ eru bara topp- urinn á ísjakanum. Ég vil taka það fram, að ég er í sjálfu ekki á móti slúðurfréttum, þær geta haft ótvírætt skemmt- anagildi. Ég nam fjölmiðlafræði í Háskóla Íslands sem aukagrein og tók m.a. fyrir í BA-ritgerð minni fyrirbæri sem vestanhafs kall- ast infotainment, eða upplýsinga- afþreying eins og ég kaus að þýða það. Í veröld sem er yfir- full af fréttum af stríði, fátækt, umhverfis mengun, fjármálakrepp- um og falli Lehman bræðra, er ein- ungis skiljanlegt að fólk sæki í létt- ara og auðmeltara efni. Það er hinsvegar mikill munur á því að birta fréttir um það hvaða Hollywood stjörnur séu að slá sér upp og því að taka konur fyrir og úthrópa þær fyrir það eitt að voga sér ómálaðar út úr húsi! Útlitskröfur blaðamanna Vísis.is eru greinilega ekkert smáræði. En þessar upphrópanakenndu furðufréttir um útlit kvenna ýta ekki aðeins undir fáranlegar staðal- myndir um að allar konur eigi að líta út eins og súpermódel. Þær eru einnig litaðar af stækri kven- fyrirlitningu og fordómum. Það er alvarlegt mál og það getur ekki talist ásættanlegt að einn stærsti vefmiðill landsins kjósi að birta í sífellu „fréttir“ af því tagi. Staðreyndin er sú að þetta eru mikið lesn- ar færslur. Því miður er ég hrædd um að mikill meirihluti lesenda þeirra sé börn og unglingar og því er ábyrgð þeirra sem þær skrifa enn meiri. En ábyrgð okkar sem lesenda er einnig umtalsverð og því verðum við að reyna að vekja fólk til umhugs- unar. Höfum hugfast að börn og unglingar eru á því tímaskeiði í sínu lífi þar sem sjálfsmyndin er í mestri mótun. Mér finnst það satt að segja afar sorglegt að fólkið á bak við þess- ar færslur skuli geta sest niður og skrifað svona um konur. Fólk sem líklega á dætur, mæður, frænkur og vinkonur, væntanlega af öllum stærðum og gerðum. Eru þetta virkilega skilaboðin sem þetta fólk vill senda stúlkum og konum í okkar samfélagi? Að konur sem fari ómálaðar út í búð, í skólann eða til vinnu, sé með „ómálað smetti“? Einn meðlimur Facebook-hóps- ins hringdi í vikunni á fréttastofu Vísis.is þar sem þau svör voru gefin að þar sem þetta væru með mest lesnu fréttum síðunnar væri lítið hægt að gera. Hins vegar er það svo að fréttir með mörgum myndum gefa alls ekki rétta mynd af fjölda flettinga. Vefmiðlar virka þannig að með hverri mynd sem þú skoðar, hvert klikk inni í frétt- inni sjálfri telst sem ein lesning. Þannig að þegar upp er staðið, frétt lesin og allar myndir skoð- aðar, telur síðan að þú hafir lesið fréttina alls 10-15 sinnum eftir því hvað myndir eru margar. Þetta er án efa skýring þess að þessar slúðurfréttir eru hvað eftir annað mest lesnu fréttirnar á Vísi.is. Og hvað með það þó þetta séu mest lesnu fréttirnar? Er Vísir.is tilbúinn til að henda siðferðislegum viðmiðum út um gluggann bara til að fá fleiri heimsóknir á síðuna sína? Væru sömu svör gefin ef birt- ast tækju þar fréttir sem væru upp- fullar af kynþáttafordómum? Er svarið „Ég meina hey, svo framar- lega sem fólk er að lesa þetta …“ virkilega boðlegt? Við getum gert það sem í okkar valdi stendur og sniðgengið þessar fréttir á sama tíma og við köllum á breytingar á ritstjórnarstefnu þessa dálks! Höfundur er stjórnmálafræðingur. Fólk í fréttum? ÞURÝ BJÖRK BJÖRGVINSDÓTTIR En þessar upphrópanakenndu furðufréttir um útlit kvenna ýta ekki aðeins undir fáranlegar staðalmyndir um að allar konur eigi að líta út eins og súpermódel. Þær eru einnig litaðar af stækri kvenfyrirlitn- ingu og fordómum. TRANS- 10 bitar Stór af frönskum 2 l pepsi 20.-27. okt. HAFNARFIRÐI KÓPAVOGI REYKJAVÍK SELFOSSI REYKJANESBÆ MOSFELLSBÆ FOSSVOGI www.kfc.is P IP A R • S ÍA • 9 0 4 6 1Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.