Fréttablaðið - 22.10.2009, Side 44

Fréttablaðið - 22.10.2009, Side 44
32 22. október 2009 FIMMTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Álfur brotnu tannanna Á fætur, Maggi! Þú ert að verða of seinn í skólann! Veistu hvað? Ég held ég sleppi bara skólan- um í dag. Ókei. Glæsi- legt! Næstum því of auðvelt! Þegar ég fæ bílpróf ætla ég ekki að keyra um á fjölskyldubílnum því hann segir um mann: „Hei, ég er leiðinlegur fjölskyldubíll!“ Og heldur ekki á þínum bíl því hann segir: „Hei! Ef ég væri bara aðeins leiðinlegri, þá væri ég reiðhjól!“ Bíllinn minn verður að sýna hver ég er í raun og veru. Jæja, þá mun hann segja: „Hei, ég er ekki til af því að for- eldrar Palla vilja ekki kaupa mig og Palli á bara fimm þúsund kall í bankanum!“ Ólafur minn. Hann veit hvenær ég er svangur - hann veit hvenær ég vil fara út að labba - hann veit hvenær ég vil láta klóra á mér magann... Hann veit allt! Krakkar...? ÉG GERÐI ÞAÐ EKKI!! Gerðirðu ekki hvað? EKKERT! ALLT! Hvað það sem þú ætlaðir að skamma mig fyrir! Og ég veit svo sannarlega ekki neitt um neinar horfnar kökur! Heldurðu að hún gruni mig um eitthvað? Meinarðu um eitthvað annað en lélegan leik? Þegar ég flutti til gömlu herraþjóðar-innar fyrir nokkrum árum var ég staðráðinn í að fylgja ekki staðal- ímyndinni af Íslendingi í Kaupmannahöfn, sem talar helst ekki við aðra en samlanda sína og leitar uppi lúðalegar Íslendinga- samkomur hvar sem þær er að finna. Nei, ég ætlaði sko að sanna tilverurétt minn meðal innfæddra. Liður í þeirri viðleitni var að fara í ódýra klippingu á Vesturbrú. Salon Vest á Gasværksvej leit ágætlega út við fyrstu sýn, ekki síst vegna þess að stofan auglýsti klippinguna á áttatíu krónur danskar, sem á gengi dags- ins í dag reiknast um það bil 72.000 krónur. Tyrknesk-ættaður hár- greiðslumeistarinn tók mér fagnandi, færði mér bolla af ilmandi góðu tei, skellti þemalaginu úr Guðföðurnum í panflautu-útsetningu á fóninn og bað mig vinsamlegast að setjast. Það var þá sem ég leit í spegilinn og upp- götvaði mér til skelfingar að á veggnum fyrir aftan okkur var risavaxin mynd af leikaranum Kevin Costner. Ef gæjanum þótti hárgreiðsla sjálfs Postman til fyrir- myndar voru góð ráð dýr. Ég svitnaði. „Hvernig klippingu má bjóða herranum?“ spurði rakarinn. Framan á tímariti sem lá á borði við hlið mér var mynd af annarri Hollywood-stjörnu, Elijah Wood úr Lord of the Rings. Í örvæntingu minni var ég kominn á fremsta hlunn með að biðja um Elijah-klippingu en guggnaði og pantaði þess í stað „standard klip“, lok- aði augunum og vonaði það besta. Klippingin sem ég fékk var mjög stand- ard. Ég gekk út af Salon Vest með lúkkið sem hefur fylgt mér meira og minna síðan; krúnurakaður gleraugnaglámur með bumbu eftir allt smørrebrød-átið. Dálítið eins og ólétt lesbía. Vestast á Vesturbrú NOKKUR ORÐ Kjartan Guðmundsson FYRIR ÍSLENDINGA SJÓFLUTNINGAR Í 95 ÁR www.eimskip.is P IPA R • S ÍA • 90951

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.