Fréttablaðið - 22.10.2009, Side 46

Fréttablaðið - 22.10.2009, Side 46
34 22. október 2009 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Í kvöld heldur kammerhópur- inn Nordic Affect tónleika í gamla lestrarsal Þjóðmenn- ingarhússins. Yfirskrift þeirra er Frá Putalandi til Parísar. Meðal viðkomustaða á tón- leikunum eru dimm húsasund Parísarborgar á 18. öld og Putaland Gúllivers. Nordic Affect-hópurinn var stofnaður árið 2005 og hefur komið fram á Íslandi, í Danmörku, Hol- landi og Englandi. Á tónleik- unum munu tveir af meðlimum hópsins, barokkfiðluleikararn- ir Halla Steinunn Stefánsdóttir og Sara DeCorso flytja dúó frá 18. öld eftir Haydn, Leclair og Telemann. Í bland við tónlistar- flutninginn verður sagt frá tón- skáldunum og tónsmíðum þeirra en þar á meðal er hin skemmti- lega Gúlliver svíta Telemanns. Til gamans má geta að helgina á eftir munu þær endurtaka tón- leikana í sjálfri París, nánar til- tekið í Dönsku kirkjunni þar í borg. Tónleikarnir í Þjóðmenn- ingarhúsinu hefjast kl.20 og eru styrktir af Tónlistarsjóði og Reykjavíkurborg. - pbb FRÁ PUTALANDI TIL PARÍSAR Nordic Affect í Þjóðmenningarhúsi TÓNLIST Halla Steinunn Stefáns dóttir fiðluleikari. MYND/ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Föstudaginn 23. október verður haldið málþing um grafík í Þjóð- minjasafni Íslands í tengslum við sýninguna Svart á hvítu – prent- listin og upplýsingabyltingin. Mál- þingið er haldið í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og stendur frá kl. 15-17. Dagskráin er unnin í sam- vinnu við Íslenska grafík og Prentara félag Íslands. Ríkharð- ur Valtingojer, Valgerður Hauks- dóttir og Gunnhildur Þórðar- dóttir flytja erindi fyrir hönd Íslenskrar grafíkur, Friðrik Frið- riksson prentráðgjafi gefur inn- sýn í breytingar í prentiðnaði og Ágústa Kristófersdóttir, sýningar- stjóri Þjóðminjasafnsins, kynnir sýninguna, Svart á hvítu – prent- listin og upplýsingabyltingin. Að lokum verður sýningin skoðuð. Á sýningunni Svart á hvítu – prentlistin og upplýsingabyltingin getur að líta gripi frá því á fyrstu dögum prentsins á Íslandi, prent- mót og bækur frá því á 16. öld og fram á miðja 19. öld. Gripirnir gefa innsýn í þá tíma þegar bækur voru settar og prentaðar án sjálf- virkni og hver bók var einstakur dýrgripur. Sýnd eru prentmót sem Þjóð- minjasafninu bárust árið 1868 og eiga uppruna sinn í fyrstu íslensku prentsmiðjunum. Sum mótin eru sýnd með bókum þar sem þau koma fyrir, en önnur eru sýnd með afþrykkum. Prentmót geyma oft myndir sem annars hafa glatast. Þannig var Landsbókasafni gefið stórt safn prentmóta sem komu úr eigu Ólafs Hvanndal. Ólafur var fyrsti prentmyndasmiðurinn sem gerði mót af ljósmyndum hér á Íslandi og skólaði upp kynslóðir prent- myndasmiða sem á eftir komu. Þingað um grafík MENNING Ríkharður Valtingojer vinnur í stein, en hann heldur fyrirlestur á þinginu. Ríkharður sýnir verk sín um þessar mundir í Sal Íslenskrar grafíkur í Grófarhúsi. MYND/ÍSLENSK GRAFÍK > Ekki missa af Í vetur ætla nemendur Tónlistar- skólans í Reykjavík að halda ferna tónleika í Norræna húsinu. Nemend- ur skólans sjá um allan flutning á tónlistinni. Á laugardag er komið að fyrstu tónleikunum en þar verður eingöngu flutt frönsk tónlist sem spannar allt frá 15. aldar kammertónlist yfir í 20. aldar einleiksverk. Fjölbreytnin ræður ríkjum í bæði hljóðfæraverkum og söngverkum. Meðal höfunda eru Claude Debussy, Francis Poulenc og Jean-Philippe Rameau. Tónleikarnir hefjast kl. 14.00. Völva er rafrænn leikhússeiður sem miðlar hinum leyndardómsfulla spádómi Völuspár með nýrri gagnvirkri tækni í sýningu sem frumsýnd verður í í Kassanum, litla sviði Þjóðleikhússins í kvöld. Völva byggir á Völuspá, endurortri af Þórarni Eld- járn. Verkið er sambræðsla leiklistar (Pálína frá Grund), tónlistar (Skúli Sverrisson), vídeó-listar (Xavier Boyaud) og framsækinnar tækni í stjórnun á hljóði og mynd (Walid Breidi). Völvan íklæðist sér- stökum hljóðkjól sem er eins konar galdratæki sýn- ingarinnar og hún stjórnar framvindu verksins með. Í tengslum við frumsýningu Þjóðleikhússins á Völvu opnar Myndlistaskóli Reykjavíkur tvöfalda sýningu í anddyri Kassans. Annars vegar er um að ræða margmiðlunar- sýningu eldri nemenda skól- ans (fornámsdeildar) og hins vegar sýningu á myndverk- um yngri nemenda (6-16 ára). Öll verkin vísa í heim Völu- spár. Hrafnar munu fljúga og greinar Asks Yggdrasils kræklast um veggina. Form- leg opnun sýningarinnar var í gær en þá var unga listafólkinu boðið á sérstaka forsýningu á Völvu. Jafnframt verða umræður eftir ákveðnar sýningar á verkinu þar sem rædd verða ákveðin atriði. Fyrstu umræðurnar verða í lok sýningar á laugardaginn kemur en þá mun Þórarinn Eldjárn ræða texta Völu- spár og glímuna sem hann stóð frammi fyrir þegar hann ákvað að enduryrkja kvæðið á nútímamáli. Völuspá telst til Eddukvæða, er geyma kvæðabálka sem lifðu í munnmælum þar til á 13. öld, er kvæðin voru skráð. Völuspá er óður um sköpun heimsins og endalok hans í Ragnarökum. Verkið hefur haft ómælanleg áhrif á íslenska, nor- ræna og þýska menningu og hefur orðið hundruðum höfunda uppspretta nýrra verka, frá myndlist, myndasögum yfir í tónlist og bókmenntir af mörgum greinum. Hugmynd og leikstjórn eru í höndum Pálínu Jóns- dóttur og Walids Breidi. Völvan er túlkuð af Pálínu Jónsdóttur og Walid Breidi sér um hljóðinnsetningu. Höfundur Völuspár er ókunnur en Þórarinn Eldjárn endurorti hana á nútímamáli. Skúli Sverrisson er höfundur tónlistar og sviðsmynd, ljósa- og vídeóinn- setning er verk Xaviers Boyaud. Búningur er hann- aður og gerður af Filippíu I. Elísdóttur og Guðrúnu Rögnu Sigurjónsdóttur. Völva hlaut þróunarstyrk úr Leikritunarsjóðnum Prologos og styrki frá franska sendiráðinu, mennta- málaráðuneytinu og Reykjavíkurborg. Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og Pálínu frá Grund. pbb@frettabladid.is VÖLUSPÁ SETT Á SVIÐ LEIKLIST Pálína Jónsdóttir í hlutverki sínu í Völvu, sem er verk samið af henni og Walid Breidl. MYND/ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ/EDDI Fleygði Óðinn yfir herinn spjóti. Hófst þá stríð í heimi fyrst. ath kl. 20 Annað rannsóknarkvöld Félags íslenskra fræða á haustmisseri 2009 verður haldið í húsi Sögu- félagsins, Fischersundi 3, í kvöld. Þar flytur Finnur Friðriksson, lektor við Háskólann á Akureyri, erindið „Maður er bara ekki Íslendingur ef maður fallbeygir ekki rétt“. Breyt- ingar á íslensku nútímamáli og við- horf málnotenda til þeirra. Heimur Isabellu hverfist um eitt og aðeins eitt: Edward Cullen! En það er jafnvel enn hættulegra að elska vampíru en hún gerði sér í hugarlund ... Sökkvið tönnunum í þessa Í efstu sætum metsölulista um allan heim amazon.com Í Hafnarfjarðarleikhúsinu „... leikararnir ná vel til áhorfenda og ekki stóð á viðbrögðum þeirra, það var hlegið dátt í salnum... sýningin er þrælfyndin á köflum...“ Þorgerður E. Sigurðardóttir, Víðsjá RÚV, 5. okt. „Þau Sveinn Geirsson og Tinna Hrafnsdóttir voru bæði mjög góð í sínum hlutverkum. Sveinn átti salinn... skemmtileg sýning“ Elísabet Brekkan, Fréttablaðið, 5. okt. Miðasala í síma 555 2222 og á midi.is Næstu sýningar: lau 24. okt kl. 20 / fös 30. okt kl. 20 / fös 6. nóv kl. 20 lau 14. nóv kl. 20 / sun 15. nóv kl. 16 (eftirmiðdagssýning) FYRIR FRAMAN ANNAÐ FÓLK eftir Kristján Þórð Hrafnsson

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.