Fréttablaðið - 22.10.2009, Side 62
50 22. október 2009 FIMMTUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
MORGUNMATURINN
LÁRÉTT 2. skrambi, 6. frá, 8. kjökur,
9. kvk. nafn, 11. 950, 12. brotthlaup,
14. fet, 16. munni, 17. frjó, 18. drulla,
20. hreyfing, 21. traðkaði.
LÓÐRÉTT 1. dans, 3. átt, 4. matgæð-
ingur, 5. angan, 7. skref, 10. rölt, 13.
hluti verkfæris, 15. ala, 16. tíðum, 19.
kyrrð.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. ansi, 6. af, 8. væl, 9. lóa,
11. lm, 12. strok, 14. skref, 16. op, 17.
fræ, 18. for, 20. ið, 21. tróð.
LÓÐRÉTT: 1. vals, 3. nv, 4. sælkeri,
5. ilm, 7. fótspor, 10. ark, 13. orf, 15.
fæða, 16. oft, 19. ró.
„Ég hugsaði að það væri lítill
möguleiki, en ég er á topp 20 list-
anum í dag. Þeir sem eru á honum
hljóta að hafa fengið alveg ógeðs-
lega mörg atkvæði,“ segir tónlistar-
maðurinn og leikkonan Halla Vil-
hjálmsdóttir.
Halla býr nú í Svíþjóð þar sem
hún vinnur að því að koma sér á
framfæri sem tónlistarmaður. Á
dögunum sendi hún lagið How í
vefkeppni Melodifestivalen, sem
er undankeppni Eurovision í Sví-
þjóð. Lagið er komið í gegnum
fyrsta niðurskurð, er þar á meðal
tuttugu vinsælustu laganna, og
í næstu viku komast fimmtíu lög
áfram. Því næst komast tíu lög
áfram og loks falla lögin úr keppni
koll af kolli þangað til eitt stendur
uppi sem sigurvegari.
Melodifestivalen er vinsælasta
sjónvarpsefni Svíþjóðar, en milljón-
ir fylgjast með keppninni á hverju
ári. Halla segir að keppnin opni
keppendum ýmsar dyr. „Það er nóg
að komast á Melodi festivalen til að
fá gigg og plötusamning,“ segir
hún. „Það er ekki séns að fá ekki
plötusamning ef maður tekur þátt í
Melodifestivalen – það er besta for-
skot sem hægt er að fá.“
Halla hefur ekki áður reynt fyrir
sér í Svíþjóð. Hún vinnur nú að því
að koma sér á framfæri og held-
ur úti Twitter- og Facebook-síðum
sem hún uppfærir á reiprennandi
sænsku.
„Hérna í Svíþjóð hef ég ekkert
forskot, engin sambönd – ekki
neitt,“ segir hún. „Þannig að ég er
á byrjunarreit að reyna að búa mér
til vinnu sem tónlistarmaður.“
Íslendingum í Svíþjóð er bent
á vefsíðuna www.hejahalla.se, en
þar er hægt að hlusta á lag Höllu
og fá allar upplýsingar um hvern-
ig á að kjósa lagið. Aðeins þeir sem
eru með sænsk símanúmer geta
kosið, en Halla hefur fundið fyrir
miklum stuðningi frá Íslendingum
í Svíþjóð og þeim sem búa heima
en eiga ættingja ytra. „Það er
hjartnæmt hvað fólk getur hjálp-
að manni,“ segir hún. „Mér finnst
Íslendingar vera ótrúlega góðir
í að styðja sína þegar kemur að
svona. Ég er að fá skilaboð frá alls
konar fólki, sem ég þekki jafnvel
ekki mikið, sem er búið hafa sam-
band við fjölskyldur sínar í Svíþjóð
og fá þær til að kjósa.“
atlifannar@frettabladid.is
HALLA VILHJÁLMSDÓTTIR: Á TOPP 20 Í LAGAKEPPNI Í SVÍÞJÓÐ
Freistar þess að komast
í úrslit Eurovision í Svíþjóð
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8
1. Kerfið heitir Windows 7.
2. Vonast er eftir 200 Kínverjum.
3. Leikarinn heitir
Christopher Lloyd.
Auðunn Blöndal, sjónvarps-
maðurinn góðkunni, hefur samið
við eina stærstu pókersíðu heims,
PokerStars.com. Og mun fram-
vegis keppa á nokkrum mótum á
vegum hennar, bæði hér heima og
erlendis. Það fyrsta í röðinni verð-
ur í Tallinn í Eistlandi en þang-
að hefur verið stefnt nokkrum af
þekktustu og sterkustu pókerspil-
urum Norður landa og Eystrasalts-
landanna.
„Ég flýg þangað á þriðjudaginn
og mótið sjálft byrjar á fimmtu-
daginn,“ segir Auðunn Blöndal
en pókeráhugi sjónvarpsmanns-
ins varð fyrst opinber þegar hann
fór út til Portúgals fyrir nokkru
á vegum Betsson ásamt félaga
sínum Agli „þykka“ Einarssyni.
Þeir kepptu jafnframt á nokkrum
mótum hér heima undir formerkj-
um fyrirtækisins og andlit þeirra
voru notuð í auglýsingaherferðum
Betsson. En nú er komið að leiðar-
lokum í því samstarfi og sjálfskip-
aður fyrirliði íslenska pókerlands-
liðsins verður skilinn eftir heima.
Auðunn er hins vegar kominn á
mála hjá sama fyrirtæki og margir
af snjöllustu pókerspilarar heims
sem mun styrkja hann til þátttöku
á nokkrum sterkum pókermótum.
Sjónvarpsmanninum hefur jafn-
framt verið boðið að taka þátt í
Evrópumeistaramótinu, EPT, á
vegum Pokerstars.com og ætlar
að sækja það ásamt stórvini sínum,
Sveppa. Í framhaldinu fá sjón-
varpsáhorfendur að sjá Auðun við
pókerborðið í fyrsta skipti en eftir
því sem Fréttablaðið kemst næst
hefur stjarna sjónvarpsmannsins
risið þó nokkuð á meðal póker-
áhugamanna hér á landi. Hann
þykir víst nokkuð lunkinn. Auð-
unn segist hins vegar ekki vera
farinn að hugleiða neitt í þá veru
að segja upp starfinu og hefja feril
sem atvinnumaður í póker. „Nei,
ég held ekki, þetta er bara áhuga-
mál og skemmtilegt sem slíkt.“
- fgg
Auddi semur við PokerStars
EKKI ATVINNUMAÐUR Auðunn Blöndal
hyggst ekki gerast atvinnumaður í póker,
þetta sé fyrst og fremst skemmtilegt
áhugamál. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
„Hvað þarf góð kynlífslýsing að
hafa til brunns að bera svo hún
teljist sómasamleg? Kynlífslýs-
ingar mega ekki vera tepruleg-
ar og óskáldlegar og alls ekki of
klámfengnar,“ segir Hallgrímur
Helgason rithöfundur. Hann mun
ásamt Jónínu Leósdóttur heim-
sækja Vatnsendaskóla á þriðju-
dagsmorgun og ræða þar við ungl-
inga um kynlífslýsingar í bókum.
Heimsóknin er hluti af átaki Rit-
höfundasambands Íslands sem
nefnist skáld í skólum.
Aðspurður viðurkennir Hall-
grímur að þau Jónína séu nokkuð
ólíklegt par. Og það má til sanns
vegar færa. Bæði eiga þau auð-
vitað farsælan feril að baki í rit-
störfum en þess utan er Jónína
auðvitað forsætisráðherrafrú
Íslendinga og Hallgrímur var í
fremstu víglínu búsáhaldabylt-
ingarinnar fyrr á þessu ári. Sem
steypti ríkisstjórn Sjálfstæðis-
flokks og Samfylkingar af stóli
og varð þess valdandi að Jóhanna
Sigurðardóttir settist í stól for-
sætisráðherra. En nóg um það.
Hallgrímur segist ekki búast
við því að umræða um kynlífs-
lýsingar eigi eftir að hneyksla
unglingana, þeir séu öllu vanir.
Það séu kannski frekar kennar-
ararnir sem verði í áhættuhópi.
Kynlífslýsingar reynast stund-
um skáldum óþægur ljár í þúfu
og það þarf að gæta sín vel á því
að fara ekki yfir strikið. Maður
þarf að vera kynþokkafullur án
þess að fara yfir klámlínuna og
hún þarf að vera sönn,“ útskýrir
Hallgrímur. Að hans mati má
því kynlífslýsingin ekki vera
of ýkt. „Það hefur oft gefið
góða raun að vera fyndinn
í kynlífslýsingum því þetta
er svo viðkvæmt efni og það
þarf mjög lítið til svo að fólk
fari að hlæja.“ - fgg
Hallgrímur og Jónína ræða um kynlífslýsingar
ÓLÍKLEGT PAR Jónína
Leósdóttir og Hall-
grímur Helgason
ræða um kynlífs-
lýsingar í bókum
við nemendur
Vatnsendaskóla á
þriðjudaginn.
„Kaffi með g-mjólk og sígaretta í
bæði forrétt og eftirrétt. Ég held
að fólk sé oft að ljúga því að það
lifi heilsusamlega og borði góð-
an morgunmat. Ég kem bara til
dyranna eins og ég er klæddur.“
Bjartmar Guðlaugsson tónlistarmaður.
SYNGUR Í SVÍÞJÓÐ Halla Vilhjálms vinnur að því að koma sér á framfæri í Svíþjóð.
FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Íslenskir tónlistarmenn
hafa nóg að gera eftir
hrun efnahagslífsins.
Tónlistaráhuga-
menn skjótast
ekki lengur á
U2-tónleika
í London
eða Kaup-
mannahöfn
eins og áður
heldur taka því
sem býðst hér á landi. Það virðist
hins vegar sífellt verða dýrara að
sækja stórtónleika hér á landi. Stutt
verðkönnun á Miði.is leiðir í ljós að
á Eagles-heiðurstónleika Eyjólfs
Kristjánssonar kostar 6.900
krónur, á afmælistónleika Kristjáns
Jóhannssonar kostar 7.900 og
dýrustu miðar á Jólagesti Björgvins
Halldórssonar kosta 9.900 krónur.
Guðni Ágústsson er heldur betur
ekki dauður úr öllum æðum þó að
minna beri á honum en
áður. Guðni var meðal
þeirra sem tóku fyrstu
skóflustunguna að nýrri
reiðhöll hestafélagsins
Sleipni. Guðni mun
sjá um fjármál þeirrar
byggingar. Þar
að auki verður
ráðherrann fyrr-
verandi kynnir
á veglegum
jólatónleikum sem haldnir verða á
Selfossi og má reikna með að fyrr-
verandi formaður Framsóknarflokks-
ins eigi eftir að kitla hláturtaugarnar.
Tíu ára afmælisdagskrá Skjás eins
í beinni útsendingu á þriðjudags-
kvöldið minnti mjög á fyrstu ár
stöðvarinnar. Í lok dagskrárinnar voru
úrslit áhorfendakönnunar gerð kunn.
Af öllum gömlu þáttunum vildu þeir
helst að Djúpa laugin sneri aftur. Á
áskriftarstöðinni væntanlegu hlýtur
nú allt að vera komið á fullt við að
redda þáttarstjórnendum
fyrir þennan klassíska
stefnumótaþátt sem
Mariko Margrét
Ragnarsdóttir stýrði
eitt sinn.
- hdm, fgg, drg
FRÉTTIR AF FÓLKI