Iðnneminn - 01.05.1989, Blaðsíða 2
2
IÐNNEMINN
Kjaramálaályktun
INSÍ
Sambandsstjórnarfundur
lönnemasambands (slands
haldin þann 4.mars mótmælir
harölega þeim veröhækkunum er
hafa átt sér stað eftir aö verð-
stöövuninni lauk 1. mars.
Sú holskefla verðhækkana er
þá dundi yfir launafólk úr öllum
áttum er til háborinnar skammar
fyrir ríkisstjórn þessa lands.
Hiö opinbera hefur gengið
fram fyrir skjöldu og leyft opin-
berum fyrirtækjum aö hækka sín-
ar gjaldskrár langt umfram það
sem eðlilegt getur talist.
Einnig má minna á að á meðan
verðstöðvunin var virtist hún ekki
eiga við hið opinbera. Ríkisstjórn-
in tók lítið mark á verðstöðvun-
inni, heldur sá til þess að kaup-
máttur launafólks minnkaði all
verulega á meðan verðstöðvunin
var og kaup var fryst.
Gengið hefur verið fellt nokkr-
um sinnum og síðan verið látið
síga og í heild hefur gengið fallið
um 30 prósent á innan við einu
ári sem að sjálfsögðu rýrir kaup-
mátt launafólks.
Það er furðulegt að þeir flokkar
er kenna sig við félagshyggju
eiga sök á flest öllum þeim verð-
hækkunum er hafa átt sér stað á
meðan laun voru fryst.
Á þessum tímamótum þarf
verkalýðshreyfingin að snúa vörn
í sókn og ná aftur þeim kaup-
mætti er tapast hefur.
Það er krafa Iðnnemasam-
bandsins að gengið verði til
samninga strax og laun verði
hækkuð all verulega því gjaldþrot
blasir við mörgum heimilum í dag
verði ekkert að gert.
Eftirtaldir aðilar stóðu að útgáfu Iðnnemans
Ritnefnd Iðnnemans: Viktoría Guðnadóttir, Margrét Halldórsdóttir, Gunnar R. Guðjónsson, Ingólfur
Þórsson og Herdís Jónsdóttir.Auglýsinga söfnun: Anna Hildur Hildibrandsdóttir.Umbrot, filmuvinna
og prentun: PrentstofaG. Benediktssonar hf. Sérstakarþakkirfá:Torfi Jónssonog nemendurá3. önn í
Bókagerðardeild IR.Forsíða er unnin af: Kristinn Þór Elíasson. Útgáfudagur: 1. maí 1989.
Iðnneminn er málgagn Iðnnemasambands íslands. Skrifstofa samtakanna er að Skólavörðustíg 19,101
Reykjavík. Símar 14410-14318 og 10988. Skrifstofan er opin alla virka daga milli kl. 13.00-17.00.