Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1989, Síða 8

Iðnneminn - 01.05.1989, Síða 8
8 IÐNNEMINN Spurt og svarað í þessum kafla munum við svara nokkrum spurningum sem iðnnemar hafa sent okkur og vonum við að svörin komi að góðum notum. 1. sp: Hver er staða starfsþjálfunarnema í verkfalli? svar: Starfsþjálfunarnemar fylgja sveinum í verkfalli. 2. sp: Hvað er sumarfrí iðnnema langt? svar: 24 dagar eða tveir dagar fyrir hvern unnin mánuð hjá starfsþjálfunarnemum. 3. sp: Hver er veikindaréttur iðnnema? svar: „í slysa- og sjúkdómstilfellum skal iðnnemi hjá meistara eða iðnfyrirtæki njóta sömu réttinda og gert er ráð fyrir í lögum sem gilda á hverjum tíma, svo og þeirra fríðinda umfram lög sem felast í kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags." (30. gr. reglugerð um iðnfræðslu) Samningsbundinn iðnnemi má vera frá vinnu vegna veikinda 6 mánuði samfellt á samningstímanum. 4. sp: Hver borgar kostnað við sveinspróf? svar: Meistari eða iðnfyrirtæki greiðir fyrir próftaka þann kostnað sem ekki greiðist af opinberu fé, svo sem efnisgjald og kaup próftaka meðan á prófi stendur þegar það á við samkvæmt samningi. Þeir sem hafa leyfi menntamálaráðuneytisins til verklegs sveins- prófs eingöngu, svo og þeir sem þreyta próf í annað og þriðja skiptið, skulu greiða prófkostnað sjálfir. (53.gr. reglugerð um iðnfræðslu)

x

Iðnneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.