Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1989, Page 11

Iðnneminn - 01.05.1989, Page 11
IÐNNEMINN 11 Leigumál Iðnneminn heyrði átal tveggja stúlkna í Iðnskólanum í Reykjavík á haustdögum. Þær sátu þar og ræddu leigumál. Þeim bar sam- an um að erfitt væri að fá leigt á sanngjörnu verði í höfuðborginni. Önnur þeirra, utan af landi hafði auglýst í Dagblaðinu eftir her- bergi eða lítilli íbúð. Og viti menn, eitt tilboð kom þó, maður hringdi, kynnti sig sem 36 ára fjölskyldu- mann. Hann kvaðst eiga litla íbúð vestur í bæ sem hann leigði ung- um stúlkum fyrir sanngjarnt verð, í staðinn fékk hann afnot af þeim einu sinni í viku eða svo þ.e.a.s. stúlkunum. Það fylgdi sögunni að stúlkan afþakkaði boðið og fékk loks húsnæði á okurprís. Iðnneminn hefur síðan þetta var, haft eyrun opin og komist að því að þetta tilboð er ekki eins- dæmi og mér er spurn: Hversu algengt er þetta? Eru margir í þeirri aðstöðu að neyðast til að taka svona tilboði? Og síðast en ekki síst: Hversu margir eru ekki eins heiðarlegir og umræddur maður var þó, sem sagði strax hvernig var. ( stað þess að bíða þar til leigjandinn er kominn og nota þá kannski lykil til þess að komast inn og áreita leigjanda sinn? Já ég bara spyr? HJ. nms- Mjólkursamsalan búfaerð kraft «ÖL. KókomjolK.

x

Iðnneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.