Iðnneminn - 01.05.1989, Blaðsíða 14
14
IÐNNEMINN
Brjótum
Viðtal við Valgerði Bjamadóttur
Jæja, Valgerður hvað er BRYT
og hvers vegna var það stofnað?
BRYT er samnorrænt verkefni og
kallast á íslensku Brjótum múr-
ana. Þetta er verkefni á vegum
Norrænu ráðherranefndarinnar
og er ætlað að auka þátttöku
kvenna í hinum hefðbundnu
karlagreinum, það er starfrækt á
öllum norðurlöndunum. Yfirleitt
hefur Norræna ráðherranefndin
bara staðið fyrir rannsóknum og
stuttum verkefnum en vegna
aukinnar umræðu um jafnréttis-
mál og mikillar sóknar kvenna inn
á vinnumarkaðinn var ákveðið að
Brjótum múrana (BRYT) yrði
fyrsta aðgerðarverkefnið og
stæði í 4 ár frá 19851-1989. Meg-
inmarkmið þessa verkefnis er að
auka fjölbreytni í starfsvali
kvenna, að fá skilning á kynskipt-
ingu vinnumarkaðarins og leiðir
til að breyta þessu. Það sem hef-
ur aðallega komið í Ijós á þessum
þremur og hálfa ári er hvað það er
erfitt að hafa áhrif á þessa þróun.
Og í þeim tilvikum sem kven-
menn sækja í karlastörf virðist
fljótlega verða til ný skipting í því
starfi. Ef tekið er dæmi frá t.d.
lögfræði sem var lengi vel hefð-
bundið karlmannsfag, en konur
hafa sótt mikið í á undanförnum
árum, þá er orðin mikil kynskipt-
ing þar þ.e.a.s. karlmennirnir
starfa mikið meira sjálfstætt, taka
að sér verkefni sem lúta að við-
skiptum, fjármálum, fyrirtækjum
ofl. Kvenmenn starfa meira hjá
því opinbera og þá í félagsmál-
um, barnavernd, taka að sér
skilnaðarmál og ýmis réttinda-
mál.
efnisfreyja BRYT á Islandi.
Brjótum múrana verkefnið hér
á Akureyri lagði fyrst megin
áherslu á náms- og starfsfræðslu
Í9. bekk grunnskóla, upphaflega
var ætlunin að koma þessu á var-
anlega sem sérstakri námsgrein,
en fyrir það fyrsta gekk mjög erf-
iðlega að ráða kennara þrátt fyrir
auglýsingar innan og utan skól-
anna, en þó hafðist að fá kennara
fyrstu tvö árin. Farið var með
krakkana á vinnustaði 3 eftirmið-
daga, 3 tíma í senn á 3 vinnustaði
og 3 sinnum á hvern vinnustað
og þeim kynnt hin margvísleg-
ustu störf, bæði hefðbundin
karla-og kvennastörf. Náttúrlega
voru þau ekki öll sátt við þetta, en
þegar upp var staðið þá vissu
þau þó nokkuð meira út á hvað
hin ýmsu störf gengu og ýmsum
hugmyndum og spurningum um
ákveðin störf var svarað. En því
miður gekk þetta bara í 2 ár sem
er í rauninni mjög leitt miðað við
hve mikil vinna og undirbúningur
var lagður í að koma þessu af
stað. í raun gekk þetta mjög vel
eins og áður sagði en varð ekki
að fastri námsgrein. En nú er í
bígerð að kanna hjá þessum
krökkum hvort þau hafi farið aðrar
leiðir í starfsvali.
Svo er það Verkmenntaskólinn
á Akureyri, VMA, sem getur stát-
að af því að vera með hæsta hlut-
fall kvenna í tæknigreinum, eða
5-10 á hverju ári, meðan aðrir iðn-
og verkmenntaskólar hafa 1-3.
En því miður virðist ekki vera
skilningur hjá stjórn VMA á því að
kynna tæknifög sérstaklega með
tilliti til kvenna, sem væri í raun
bráðsniðugt fyrir þá því það eru
allt of fáir nemar í sumum iðn-
greinum og það myndi nú breyta
að fá fjölgun um helming í suma
bekki, kannski úr 4 í 8. En því
miður hefur reynslan sýnt að ef
það er ekki vilji á að breyta innan
frá þá eru enn minni líkur á að það
takist utan frá. Helstu ástæðurnar
fyrir því að iðn- og verkmennta-
skólar ættu að reyna að höfða
meirtil kvennaerað þaðerfullt af
kvenfólki sem hefur áhuga á
tæknigreinum en vantar þessa
örlitlu hvatningu til að byrja. Einn-
ig er mjög gott fyrir þessar grein-
ar að fá kvenfólk inn, það veldur
vissri endurskoðun bæði á
kennslu og seinna meir í vinnu.
Því eins og allir vita er meðal karl-
maðurinn líkamlega sterkari en
meðal kona og sum „erfiðis-