Iðnneminn - 01.05.1989, Qupperneq 15
IÐNNEMINN
15
múrana!
verkefnisfreyju BRYT á Akureyri
vinna“ þarf í raun ekki að vera
erfið, Því það má alitaf finna leið tii
að létta hana, ekki vantar tækn-
ina. Annars var starfandi um-
ræðuhópur í VMA þ.e.a.s. nokkr-
ar stelpur í tæknigreinum sem
komu saman nokkrum sinnum á
vetri og ræddu málin. Reyndar
fóru 5 þeirra á kvennaráðstefn-
una margumræddu í Osló síð-
asta sumar og skemmtu sér stór-
vel og kynntu sínar námsgreinar
ásamt 60 öðrum stelpum frá hin-
um BRYT-hópunum.
í Danmörku og Svíþjóð hefur
verið haldið uppi óvenju miklum
áróðri til að fá kvenmenn í karla-
störf. Meðal annars er boðið upp
á stelpubekki í tækniskólum og
sérstök endurmenntunarpró-
grömm sem hafa verið mikið sótt.
Hins vegar gefast margar kvenn-
ana upp eftir að þær fá vinnu þar
sem mórallinn á vinnustað er mik-
ið erfiðari en í skólanum, sem
veldur því, að stór hluti kvennafer
í hefðbundin kvennastörf eftir
nám. Vinnan sjálf er þá ekki
vandamálið, heldur hræðsla við
niðurlægjandi athugasemdir,
pressa frá fjölskyldu sem vill ekki
að viðkomandi stundi karlavinnu,
ekki er heldur gert ráð fyrir veik-
indum barna ofl. Annars hefur
kvenkyns málurum í Danmörku
tekist að fá það inn í samninga að
um leið og þær vita að þær eru
orðnar ófrískar, fá þær leyfi á
launum þar til barnið fæðist og
venjulegt fæðingarorlof. þetta er í
raun lofsvert framtak því málarar
vinna með mikið af efnum sem
geta skaðað fóstrið.
Því miður hafa kannanir leitt í
Ijós að atvinnuleysi í tæknigrein-
um hjá kvenfólki, sem hefurfarið í
gegnum skólann á réttum tíma,
er meira en hjá körlum, en reynd-
ar er atvinnuleysi hjá kvenfólki í
hefðbundnum kvennagreinum
meira en hjá körlum innan sömu
greina.
Nú stóðuð þið fyrir könnun um
kynferðislega áreitni gagnvart
konum á vinnustað, sem olli ansi
miklu fjaðrafoki?
Já, reyndar þá varð þessi
könnun hálfgerð æsifrétt, en það
var talað við 38 konur og af þeim
höfðu 10 orðið fyrir kynferðislegri
áreitni á vinnustað. í raun er úr-
takið mjög lítið en nóg til að segja
okkur að þetta viðgengst hér eins
og annars staðar, en ekki til að
álykta að 3,8 konur af hverjum 10
verði fyrir áreitni á vinnustað.
Reyndar var þetta sett á síður
dagblaðanna sem 3. hver kona í
verksmiðjum á Akureyri hefði
orðið fyrir kynferðislegri áreitni á
vinnustað. Þannig að flestir álykt-
uðu að þessar verksmiðjur væru
SÍS-verksmiðjumar, á Akureyri,
sem er ekki alls kostar rétt, því
könnunin var gerð meðal
verksmiðjufólks á Akureyri og þar
inni voru mörg fyrirtæki. Ein nið-
urstaða könnuninnar var sú að
þetta er ekki vandamál þar sem
vinna margar konur undir verk-
stjórn kvenna, þar sem svona
framkoma er ekki látin viðgang-
ast, hins vegar virðast karlkyns-
verkstjórar ekki taka eins ákveðið
á málunum. En þetta er í raun
mjög leiðinlegt og viðkvæmt mál
sem hægt er að koma í veg fyrir
með ákveðnu aðhaldi.
Það kom reyndar fram í ís-
lensku könnuninni og víðar að
eldri konur á vinnustöðum taka
gjarnan að sér að vernda þær
yngri (sem eru þá gjarnan nýbyrj-
aðar) fyrir svona áreitni.
f sænskri könnun kom fram að
það er algengast að yfirmenn á
skrifstofum og í þjónustugreinum
beiti kynferðislegri áreitni og svo
samverkamenn í verksmiðjum.
Til marks um það hvað þetta er
viðkvæmt mál ákvað ég að at-
huga hvort væri ekki hægt að
gera eitthvað í þessu, en þá kom í
Ijós að ekki var vilji fyrir því í nor-
rænu og íslensku verkefnisstjórn-
inni, fannst þeim þetta vera alltof
viðkvæmtmál. Þessarstjórnireru
blandaðar en aðallega konur, en
vert er að taka það fram að það
voru ekki allir sammála, en meiri-
hlutinn réði.
Svo héldum við námskeið 1987
með yfirskriftinni „Konur stofna
fyrirtæki", það námskeið tókst í
alla staði mjög vel og var eigin-
legayfirfullt. Másegja að það hafi
skilað mjög góðum árangri, 6 ný
fyrirtæki voru stofnuð, þau fyrir-
tæki sem voru í rekstri þessara
kvenna tóku í raun kipp og nokkr-
ar þeirra eru enn að móta hug-
myndir sínar en bíða bara eftir