Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1989, Síða 17

Iðnneminn - 01.05.1989, Síða 17
/------------ ------------------------------------- Láfnasjéðyr Islatmskra méfnmsmarafna Nokkrar ábendingar til iönnema varöandi lokaafgreiðslu 1988-89 og umsóknir 1989-90 Lánasjóðurinn vill vekja athygli iðnnema á nokkrum atriðum varðandi lokaafgreiðslu á yfirstandandi námsári og umsóknir um námsaðstoð á því næsta. Lokaafg reiösla Námsmenn voru beðnir að skila upplýsingum um endanlegartekjur 1988 fyrir 10. febrúar s.l. Þeir sem skiluðu umbeðnum upplýsingum á tilsettum tíma fengu lokagreiðslu í síðasta lagi um miðjan apríl s.l.. Á sama tíma voru öafgreiddar umsóknir um ferðastyrki og aukalán afgreiddar. Ofreiknað lán í lokaútreikningi er heildarupphæð námsláns fyrir námsárið reiknuð út að nýju miðað við endanlegar upplýsingar um tekjur og nýjar framfærslutölur. Ef endanlegartekjur reynast mun hærri en upphaf- lega var áætlað og heildarlán lækkar þess vegna meira en sem nemur framfærslu það sem eftir er námsársins, verður að endurgreiðamismuninn.0freiknaðlánendurgreiðistá34mánuðum og fyrsti gjalddagi er 1. júni n.k. Vanskila fylgiskjöl Þeir sem hafa ekki skilað umbeðnum fylgiskjölum verða áminntir fljótlega og þeim veittur lokafrestur til 28. apríl n.k. Lán á sumarmisseri LÍN veitir í vissum tilvikum lán til náms yfir sumartímann. Þeir eiga rétt á láni sem eru við samningsbundið nám/verknám í sumar. Síðasti skiladagur umsóknar um sumarlán er 16. maf n.k. Framhaldsumsókn Eyðublað vegna umsóknar um námsaðstoð á komandi námsári var sent lánþegum um miðjan mars. Síöasti skiladagur var 31. mars. i maí verður móttaka umsóknar staðfest og helstu atriði varðandi námsaðstoð 1989-90 kynnt Grunnumsókn Þeir sem sækja um í fyrsta skipti, skipta um skóla eða námsgrein eða sækja um að loknu námshléi verða að leggja inn grunn- umsókn. Umsókn um námslán fyrir næsta skólaár skal skila fyrir 2.. maí n.k. .vegna náms á íslandi og fyrir25 maí n.k. vegna náms erlendís. Kröfur LÍN um námsárangur Þeir sem nutu aðstoðar sjóðsins á yfirstandandi námsári verða aö fullnægja kröfum LÍN um námsárangur til að fá lán næsta haust. Skípulag náms í iðnskólum, sem kröfur LÍN taka mið af, er nokkuð mismunandi. Námsmaöur veröur aö fullnægja kröfum skóla umafköstJágmarkseinkunnirogeölilegaframvinduínámi.Ef skóli setur engar reglur um eölilega framvindu á hverju árí gerir LÍN þá kröfu aö námsmaður Ijúki a.m.k. 75% af fullu námi samkvæmt skipulagi skóla á aðstoöartímanum. Þannig skal Ijúka: 1. Eins árs námi á 3 misserum hið lengsta; 2. Tveggja ára námi á 5 misserum hið lengsta; 3. Þriggja ára námi á 8 misserum hið lengsta; 4. Fjögurra ára námi á 10 misserum hið lengsta. Hámarkslán á mánuði (frá 1. mars 1989) Einstaklingur í foreldrahúsn 26.275 Einstaklingur leigu-/eigin húsn 37.535 Námsmaður 1 barn 46.919 Hjón/bæði í námi/1 barn 93.838 Hjón/annað í námi/2 börn 84.454 Einstætt foreldri/1 barn 56.303 Námsmenn munið að skrá nafn, nafnnúmer og námsland á öll skjöl sem þið sendið sjóðnum V____________________________________________________________J

x

Iðnneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.