Iðnneminn - 01.05.1989, Qupperneq 18
18
IÐNNEMINN
Samnorrænt
dagsverk 1991
Árið 1985 var svokallað NOD
(samnorrænt dagsverk) verkefni
í gangi á norðurlöndunum og
byggðist það upp á því að styrkja
menntun í Suður-Afríku. Þetta
verkefni tókst með ágætum í
flestum löndunum en hér á ís-
landi gekk dæmið ekki alveg
upp. Það fékkst ekki leyfi hjá
menntamálaráðherra þáverandi
á elleftu stundu fyrir verkefninu,
sem fólst í því að framhaldsskóla-
nemendur áttu að fá frí í einn dag,
og vinna að hinum ýmsu störfum
til styrktar menntun jafnaldra
sinna í Suður Afríku. Ýmsir þekktir
menn lögðu málefninu lið og má
þar nefna: Halldór Laxnes rithöf-
und og Desmond Tutu erkibisk-
up.
Nú standa málin þannig að
ákveðið hefur verið að ráðast í
annað verkefni þessu líkt og það
verður á degi sameinuðu þjóð-
anna 24. október 1991. Mörgum
þykir eflaust skrýtið að nú svo
löngu fyrir þennan tíma sé verið
að ákveða þetta og hitt, en þetta
er mjög stórt og viðamikið verk-
efni og mjög áríðandi að vandað
sé til verksins.
Sumarið 1988 hófst undirbún-
ingur NOD 1991. íslendingar
komu þó ekki inní dæmið fyrr en í
janúar síðastliðnum vegna þess
að bréf sem bárust í júlí 1988
komu þegar starfsmenn INSÍ og
BÍSN voru í sumarfríi.
Þau lönd sem munu taka þátt í
þessu verða að öllum líkindum:
fslendingar, Finnar, Norðmenn,
Danir, Færeyingar, Grænlend-
ingar og Svíar.
Ákveðið hefur verið að mál-
efnið sem verður unnið að í þetta
skipti verði menntun í þriðja heim-
inum, en nánar hefur það ekki
verið skilgreint í bili. í janúar síð-
astliðnum fór undirritaður ásamt
Ólafi Loftsyni fulltrúa Bandalags
íslenskra sérskólanema á fund í
Helsinki ÍFinnlandi. Þarvar okkur
kynnt málið og sagt frá því sem
fram hefði komið í málefninu. Það
hefur ekki verið ákveðið með
hvaða hætti verður safnað, en
það verður leitað til Rauða kross-
ins eða Hjálparstofnunar kirkj-
unnar um aðstoð.
Þetta er mjög áhugavert verk-
efni sem við íslendingar ættum
að sjá sóma okkar í að leggja lið
og vinna vel að.
Georg Páll Skúlason.
Upphafiö
Það byrjaði allt á því að fyrst
kólnaði jörðin,
Svo komu risaeðlurnar.
Þær voru svo stórar
og feitar,
að þær dóu og urðu að olíu.
Þá....
birtust Arabarnir,
þeir keyptu sér Bens
og turban.
Þannig hófst menningin.
SBEG