Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1989, Blaðsíða 29

Iðnneminn - 01.05.1989, Blaðsíða 29
IÐNNEMINN 29 Kjaramálahugleiðing Þegar þetta er skrifað eru samningaviðræður í gangi á milli ASÍ og VSÍ, einnig eru opinberir starfsmenn í viðræðum við fjár- málaráðuneytið. Sú hugmynd er komin upp á borðið að lágmarks- laun verði 50.000 kr. og kaup hækki um 6500 kr. á alla línuna sem þýðir að þeir lægst launuðu hækka mest hlutfallslega. Þessi hugmynd er all athyglis- verð að mínu mati og vona ég að fjármálaráðherra gleymi þessum þúsundkalli sem hann hefur boð- ið og fari að snúa sér að alvöru viðræðum og almennilegum kauphækkunum. Á hinum víg- stöðvunum hafa vinnuveitendur sagt að þeir hafi ekkert að bjóða. Það eina sem þeir segjast geta boðið sé kauplækkun. Það er ekki lengur hægt að bjóða okkur þetta kjaftæði að ekki sé hægt að hækka laun í landinu. Það er ekki hægt að hugsa eingöngu um hag fyrirtækjanna og sleppa hags- munum launafólks í landinu. Iðnnemar eru örugglega með þeim lægst launuðustu í landinu og einu verkalýðssamtökin sem ekki hafa verkfalls- né samnings- rétt. Iðnnemar ættu því að hug- leiða nú á vordögum hvort þeir ætla að búa við þetta ástand til frambúðar að vera upp á aðra komnir í samningum eða hvort menn ætla sér að gera eitthvað í málunum. Vinnuveitendur hafa nefnilega litið á iðnnema sem ódýrt vinnuafl sem hægt er að ráðskast með eftir hentugleikum og hafa iðnnemar fengið að kynnast því svo um munar á síð- ustu árum að þeir hafa lítið sem ekkert um það að segja hvernig samningar eru gerðir. Má þar nefna samningana sem gerðir voru 1986 þar sem iðnnemum var fórnað fyrir lélega kauphækkun handa þeim lægst launuðu.Ég bið menn að hugleiða þetta með verkfalls- og samningsréttinn og hafi menn einhverjar tillögur um úrbætur þá eru þeir vinsamlegast beðnir um að koma þeim á fram- færi. Eyþór Einarsson FÉLAG ÍSLENSKRA IÐNREKENDA veljum ÍSLENSKT

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.