Iðnneminn - 01.05.1989, Síða 31
IÐNNEMINN
31
Oft er þörf en nú ...
Nú hefur starf hjá FÉLAGI
NEMA í RAFIÐNAÐI legið niðri
undanfarin misseri, vil ég þar um
kenna áhugaleysi nema og
hræðslu þeirra við að koma á
fundi, þó ber að athuga að fé-
lagslegur þroski hjá unglingum á
fyrstu árunum eftir grunnskóla er
mjög bágborinn þar eð þeir hafa
litla sem enga reynslu af vinnu-
markaðnum og kjarabaráttu í
sambandi við hann.
Félag nema í rafiðnum (FNÍR)
er ekki aðeins félag til að koma
saman og ræða kjaramál, heldur
félag til að halda saman rafiðnað-
arnemum með öllum tiltækum
ráðum og hafa komið upp hug-
myndir um að leggja land undir
fót og fara í skoðunarferðir í fyrir-
tæki og virkjanir, eins um að
halda skemmtikvöld og ferðir á
vegum félagsins, ekkert hefur þó
verið ákveðið enn. Á aðalfundin-
um sem haldinn var nýlega
mættu ekki nema átta nemar, en
þeir náðu þó að setja saman
stjórn sem ætlar að freista þess
að ná saman rafiðnaðarnemum
og ætla ég að vona að það takist,
því eins og ástandið er í dag á
vinnumarkaðinum þá hefur sjald-
an eða aldrei verið eins mikil
ástæða fyrir iðnnema að standa
vörð um sinn hag.
Nokkur orð um skólann. Iðn-
skólinn í Reykjavík er sá skóli sem
ætti að vera í fararbroddi annarra
iðnskóla á landinu. En því miður
er raunin önnur, skólann vantar
tilfinnanlega fjármagn til tækja-
kaupa svo að skólinn geti boðið
upp á menntun í sama gæða-
flokki og menntaskólarnir í land-
inu. Það gefur auga leið að mun
dýrara er að reka iðn- og verk-
menntaskólaen bóknámsskóla. f
dag er það þannig að verknáms-
skólar fá sama fjármagn og
bóknámsskólar fá frá ríkinu og
Rauða
Það var kalt. Veðrinu hafði
hrakað niður á gólf. í fjarska
heyrðist möppuglamur. Og ef
betur var að gáð var hægt að sjá í
rautt myndaalbúm sem var næst-
um króknað í kaf. Það hafði strok-
ið að heiman. Það var orðið leitt á
því að verða fyrir barðinu á eilífum
gestagangi, þar sem öllum gest-
unum var AUÐVITAÐ boðið upp
á að skoða „gömlu myndirnar".
Og að heyra svo skrækróma
kvenmann segja kannski: „Nei,
ekki er þetta hann Siggi, svona
myndó í Gaggó".
Nei, nú sagði rauða myndaal-
búmið STOPP! og valt út. Út í
kuldann. Út þangað sem veðrinu
hafði hrakað niður á gólf. Út
þangað sem nú heyrðist möppu-
glamur.
SG ’89.
Sigurberg Hauksson varafor-
maður INSÍ.
kemur það mjög niður á verk-
menntanemendum.
Auk alls þessa eru kennaramál
IR í miklu ólagi, þar eð kennarar
fá ekki nægan undirbúning fyrir
veturinn vegna þess að að breyt-
ingar verða bæði á kennslu og
kennslugreinum. Það er öllum
Ijóst að kennarar ættu að fá
kennsluáætlun sem mark væri
takandi á svo að hægt sé að und-
irbúa og samræma kennslu eins
vel og kostur er því miklir mis-
brestir hafa verið á því að náms-
efni hafi verið tilbúið í upphafi
sumars.
Það er mjög mikilvægt að iðn-
og verkmenntaskólar fái meira
fjármagn svo að skólarnir geti
sinnt sínum skyldum en það er að
mennta iðnaðarmenn sem best
og sinna öllum tækninýjungum
sem koma á markaðinn eins fljótt
og kostur er.
Sigurberg Flauksson