Iðnneminn - 01.05.1989, Blaðsíða 33
IÐNNEMINN
33
Félag Iðnnema á Akureyrí
Sagan:
Stofnfundur FÍNA var haldinn
17. október 1954, að viðstöddu
nokkru fjölmenni. Félagið var
stofnað að tilhlutan INSf sem stóð
á þessum árum fyrir stofnun iðn-
nemafélaga víða um land, til að
efla félagsvitund og samheldni
iðnnema. Tilgangur FfNA, sem
annarra iðnnemafélaga er að
tryggja iðnnemum sambærileg
kaup og kjör og öðrum þjóðfé-
lagsþegnum, að sjá til þess að
fræðsla hvers nema sé fullkomin
og að námssamningarnir séu
haldnir.
Framan af var félagið geysi-
lega öflugt og alltaf hefur það
barist fyrir rétti félagsmanna
sinna. Svo fór að halla undan fæti
og seinasta stjórn félagsins var
kosin 1985. Eftir það lagðist starf-
semi félagsins útaf.
En heldur þótti mönnum það
aumt að á Akureyri og nágrenni
væri ekki hægt að halda uppi öfl-
ugu iðnnemafélagi, svo að brátt
hugðu menn á endurreisn félags-
ins. En þrátt fyrir góðan vilja gekk
það seint.
Endurreisnin:
Þaðvarsvo17. febrúar1989að
endurreisnarfundur (og aðal-
fundur) var haldinn í Verk-
menntaskólanum á Akureyri.
Þar mættu tæplega 100 manns
auk gesta. Fundurinn fór af stað
eins og lög gera ráð fyrir með
kosningu fundarstjóra og fundar-
ritara. Þá ávarpaði Flaukur Jóns-
son aðstoðarskólastjóri og yfir-
kennari iðndeild VMA fundinn.
Flann hvatti menn til að samein-
ast um sitt félag og styðja það
með ráðum og dáðum. Óskaði
hann svo félaginu velfarnaðar.
Þá steig í pontu Ingólfur Þórsson
sem talaði fyrir hönd undirbún-
ingsnefndar og lýsti aðdraganda
fundarins. Þriðji ræðumaðurinn
var Jón Baldvinsson nemi í raf-
eindavirkjun sem man tímanna
tvenna í málum iðnnema og hafði
frá mörgu að segja. Sérstaklega
varð honum tíðrætt um iðnfræðsl-
una í landinu og breytingar á lög-
um og reglugerð í því sambandi.
Þá gekk í ræðustól Gunnar Óli
Vignisson og ræddi hann um rétt-
indi iðnnema og skyldur og dró
fram dæmi um iðnnema sem
gróflega væri brotið á í starfi.
Síðasti ræðumaðurinn var
varaformaður INSÍ Sigurberg
Flauksson og talaði hann um starf
sambandsins og það sem helst
væri að gerast um þessar mund-
ir. Að því búnu svaraði hann
fyrirspurnum úr sal og leysti það
vel af hendi. Opnaði fundarstjóri
nú mælendaskrá en fáir notfærðu
sér það. Var þá gengið til kosn-
inga og voru allir þeir sem stung-
ið var upp á einróma samþykktir.
Og var kosningin eftirfarandi:
Formaður: Guðmundur Geirsson
Aðrir í stjórn: Jón Ægir Jóhanns-
son
Helgi Ófeigsson
Birgir Björnsson
Helgi Guðbrandsson
Varamenn: Gunnar Óli Vignisson
Anna Kristveig Arnarsdóttir
Eftir að hafa rætt lítillega við
nýkjörinn formann FÍNA varð ég
þess áskynja að þar fer maður
fullur áhuga á að starfa vel fyrir
Iðnnemahreyfinguna og tals-
verður áhugi er fyrir virku starfi
félagsins.
Að lokum vill Iðnneminn óska
nýjasta félagi INSÍ velfarnaðar í
starfi og langra Iffdaga.
Ingólfur Þórsson