Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1989, Page 39

Iðnneminn - 01.05.1989, Page 39
IÐNNEMINN 39 AXLABÖND Axlabönd eru til margs nothæf. Til dæmis er mjög frægt aö nota þau til að halda uppi buxum. Alls- konar buxum svo sem stuttbux- um, reiðbuxum, sérstökum hlífð- arbuxum og nú svo auðvitað er þetta visst skraut á skólabuxum. Árið 1887 var svo komið fyrir axlabandamenningunni að hún var að deyja út. Aðeins einn mað- ur var það „menningarlegur" í sér að nota hin nytsömu axlabönd. Og þessi menningarlegi maður varð oft fyrir barðinu á mörgum körlum sem þegar voru farnir að nota leðurólar í stað axlabanda. Ólarnar komu þá um mennina miðja þar sem var viss strengur fyrir ólarnar. Maðurinn mátti nánast hvergi fara án þess að tekið væri í axla- böndin, ýmist að framan eða aft- an, og þau teygð langt út og síð- an sleppt með þeim ógurlegu af- leiðingum að maðurinn skaust ýmist afturábak eða áfram, og tölum nú ekki um þær rauðu rákir sem af þessu hlutust. En hvað gat hann gert? Honum fannst þægi- legt að vera með axlabönd. Það var ekki fyrr en 53 árum seinna(1940), minningin lifði enn um axlabandamálið, að menn fóru að hugsa sinn gang. Því það að vera með leðurólar um sig miðja varð ekki til annars en að varadekkið, sem vill oft koma með árunum, dreyfðist yfir ólarn- ar. Þá var nú betra að vera með axlabönd. SG '89. MAÍSTJARNAN Ó hve létt er þitt skóhljóð og hve leingi ég beið þín, það er vorhret á glugga, napur vindur sem hvín, en ég veit eina stjörnu, eina stjörnu sem skín, og nú loks ertu komin, þú ert komin til mín. Það eru efriðir tímar, það er atvinnuþref, ég hef ekkert að bjóða, ekki ögn sem ég gef, nema von mína og líf mitt hvort ég vaki eða sef, þetta eitt sem þú gafst mér það er alt sem ég hef. En í kvöld lýkur vetri sérhvers vinnandi manns, og á morgun skín maísól, það er maísólin hans, það er maísólin okkar, okkar einíngarbands, fyrir þér ber ég fána þessa framtíðarlands. Halldór Laxness

x

Iðnneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.