Iðnneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 4
PISTILL FRÁ RITSTJÓRA
Brjánn Jónsson, ritstjóri Iðnnemans.
Iðnneminn 60 ára
Það blað, sem nú kemur fyrir sjónir
lesenda, er 60 ára afmælisútgáfa
Iðnnemans. Það er vissulega merkileg
staðreynd að samtök iðnnema hafi
gefið út málgagn í heil 60 ár. Þessari
60 ára afmælisútgáfu er ætlað að
rekja, að nokkru, sögu Iðnnemans og
er ýmislegt sem birst hefur á síðum
blaðsins, í gegnum árin, rifjað upp.
Auk þess er rætt við nokkra
fyrrverandi forystumenn samtakanna,
valinn var einn frá hverjum áratug 50
ára starfssemi Iðnnemasambandsins
og reynt að draga fram menn úr sem
flestum áttum. Rætt er við fyrsta
ritstjóra Iðnnemans, Guðjón
Guðmundsson, en hann var einn af
þeim sem komu á vísi að fyrstu
heildarsamtökum iðnnema, Mál-
fundafélagi Iðnskólans í Reykjavík,
sem ætlað var að efla félagsþáttöku
iðnnema.
Ymissa grasa kennir í blaðinu frá
nútímanum, þó svo að upprifjun á
sögunni skipi veglegan sess í þessu
blaði. Helgi Guðmundsson, trésmiður
og rithöfundur, sem nú vinnur að
skrásetningu sögu Iðnnemasambands
íslands, hefur lagt mikið efni til í
þetta blað og aðstoðað við
ritstjómina. Kann ég honum bestu
þakkir fyrir það.
Ruglað meb ártöl
Um haustið 1932 tóku nokkrir
iðnnemar í Iðnskólanum í Reykjavík,
sem þá var í Iðnaðarmanna-
félagshúsinu við Tjömina í
Reykjavík, sig saman og hófu útgáfu
Iðnnemanns. Þeir gáfu einnig út
nokkur tölublöð eftir áramótin og
skráðu þau einnig sem 1. árgang,
vísast hafa þeir ætlað sér að láta
árganginn fylgja skólaárinu.
Haustið 1933, fyrir 60 árum, tók
Málfundafélag Iðnskólans í
Reykjavík við blaðinu, þá
nýstofnuðu. Þá var útgáfan aftur
skráð sem 1. tölublað, 1. árgangur,
enda nýjir aðilar teknir við útgáfunni.
Næstu árin er svo talið út frá því. í
samræmi við það er haldið upp á 15
ára afmæli Iðnnemans árið 1948. Hlé
var gert á útgáfunni 1955, 1956 og
1957. Þegar blaðið kemur svo út aftur
1958 er það talið 24. árgangur, en
ætti að vera 26. samkvæmt síðustu
talningu. Aftur verður mglingur 1960
og enn ‘64, þegar blöðin em talin 27.
og 28. árgangur. Svo rangt er talið
árið 1983, að þá er Iðnneminn talinn
45. árgangur en ætti að vera 51.
Nú hefur verið ákveðið byrja
talningu upp á nýtt, þannig að miðað
er við að blöðin sem komu út haustið
1933 séu 1. árgangur, öll blöðin 1934
sem 2. árgangur og svo framvegis, og
því er þetta blað talið sem 3. tölublað
61. árgangs. A fyrri ámm Iðnnemans
var árgangurinn miðaður við
skólaárið, frá hausti til vors, en hin
síðustu ár hefur verið miðað við
almanaksárið, ákveðið hefur verið að
miða talninguna við það áfram.
En hvað sem þessu líður þá em á
þessu ári liðin 60 ár frá því að samtök
iðnnema hófu að gefa út Iðnnemann,
en 61 ár frá því að nokkrir nemendur
Iðnskólans í Reykjavík gáfu út 1.
tölublað 1. árgangs.
Stórútgáfa
Þessi afmælisútgáfa Iðnnemans er
sú stærsta og viðamesta sem nokkru
sinni hefur verið ráðist í, blaðið telur
120 síður sem em tvöfallt fleiri en
nokkm sinni áður, upplagið er 6000
eintök sem er 2000 eintökum meira
en mest áður. Blaðinu er dreift til
allra iðnnema, um 4500 talsins, hátt í
1000 iðnfyrirtækja, og allra skóla og
bókasafna í landinu, auk þess verður
blaðið til sölu á skrifstofu
Iðnnemasambands Islands.
Breyttar áherslur í
útgáfustarfsemi
Á næstu mánuðum munu iðnnemar
verða varir við breyttar áherslur í
útgáfustarfsemi samtakanna, sem að
nokkru leyti var bryddað upp á
síðastliðið vor. í stað þess að gefa út
tvö og í mesta lagi þrjú blöð á ári, þá
verður farið út í að gefa út minni
blöð, einskonar fréttabréf, og er stefnt
að því að gefa út sex til átta blöð, 4 til
12 síður hvert, á ári. Eða blað á eins
til tveggja mánaða fresti yfir
skólaárið, og kannski eitt blað yfir
sumarið. Ekki verður þó alfarið hætt
með tímaritsformið því 1. maí blað
Iðnnemans verður áfram veglegt og í
tímaritsformi.
Markmiðið með þessum
breytingum er að ná á betra sambandi
við félagsmenn samtakanna, flytja
þeim nýrri fréttir af starfseminni,
skýra frá starfi iðnnema allt í kringum
landið, bæði í skólum og úti í
atvinnulífinu. Jafnframt á Iðnneminn
að vera virkara baráttutæki samtak-
anna fyrir bættum hag iðnnema, vekja
athygli á réttindabrotum gegn þeim,
og skýra fyrir iðnnemum réttindi
þeirra og skyldur.
Jafnframt þessu hlutverki
Iðnnemans er mikill áhugi á því innan
Iðnnemasambands Islands að einstök
aðildarfélög sambandsins eða hópar
innan samtakanna geti gefið út
sérblöð tengd sínum iðngreinum eða
málefnum undir nafni Iðnnemans.
Aðildarfélög eða hópar sem áhuga
hefðu á að nýta sér þetta gætu þá sótt
um aðstoð til ritstjóra Iðnnemans við
útgáfuna. Þeim stendur til boða
aðgangur að tölvubúnaði samtakanna
til þessara hluta ásamt allri þekkingu
innan samtakanna á útgáfumálum,
samtökin búa einnig yfir mjög öflugri
auglýsingasöfnun og dreifikerfi. Með