Iðnneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 51
/
Iðnneminn ræðir við fyrrum forystufólk INSI
En hvað finnst þér um lokun iðngreina?
Ég er algerlega á móti allri lokun, því að það er ekkert
sem ræður að lokum nema þekking. Lokun þ.e. einokun
hefur ekkert annað í för með sér en það að menn leysa
málið bara öðruvísi. Á þennan hátt hafa heilu
atvinnugreinamar horfið. Ein atvinnugrein var næstum
orðin úrelt þar til hún breytti um taktík en það var
múrverkið. Það tekur alltaf einhvem tíma fyrir menn að
komast framhjá hlutunum en það kemur alltaf eitthvað
nýtt í staðinn fyrir það sem hverfur. Það er alveg sama
hvaða grein það er ef henni verður lokað þá kemur það
niður á greininni síðar. Þetta er mín skoðun og það þurfa
ekki allir að vera sammála mér, en fræðslan er alltaf
grundvöllurinn.
Það eru til afskaplega athyglisverðir skólar úti í heimi
sem ég hef séð og þar hafa miklar breytingar verið gerðar.
í Þýskalandi þótti mönnum í atvinnulífinu, bæði
vinnuveitendum og launþegum skólamir orðnir of
akademískir og sjálfstæðir. Þeir stofnuðu nýjan háskóla,
þar varð vandamálið að fá nemendur heim á kvöldin. Mig
dauðlangaði bara til þess að setjast á skólabekk aftur. Þar
taka þeir verkefni úr atvinnulífinu og byrja á því að kenna
öllum handverk og láta þá vinna. Meðal annars settu þeir
sér það takmark að auka nýtingu í bensínvélum um 20%
fyrir aldamót og allskonar hugleiðingar komu útúr því,
hvemig væri hægt að nýta varma. Meðal annars kom útúr
því tjakkur sem ekki þurfti annað en að pissa á þá tjakkaði
hann bílinn upp, það þurfti ekki meiri varma. Þegar ég
kom þama var búið að reka skólann í fögur ár og fyrstu
nemamir höfðu útskrifast árið á undan. Þá vom þeir búnir
að taka við 160 verkefnum frá atvinnulífinu og búnir að
skila hundrað þeirra fullþróuðum útí atvinnulífið aftur,
þama var lifandi tenging á milli. Þetta er að koma í
ýmsum skólum í kringum okkur Fyrirtæki í rekstri setja
sér kannski ákveðin markmið. Þessum markmiðum með
tilheyrandi vandamálum er safnað upp í sérstakan
tölvubanka. Skólamir hafa síðan beinan aðgang að
tölvunni og geta sótt þangað verkefni. Ef einhvem langar
að fá verkefni að kljást við, þá fær hann það og alla þá
aðstoð frá fyrirtækinu, sem hann þarf. Víðast í kringum
okkur er búið að henda pólitíkusum og embættismönnum
út úr skólakerfinu, það em bara samtök vinnuveitenda og
launþega viðkomandi svæðis sem stjórna skólunum. Síðan
hafa ríkið og sveitafélögin áheymarfulltrúa án
atkvæðisréttar bara til þess að fylgjast með hvemig er
farið með peningana. Ákvarðanavaldið er í höndum
skólanefndar eða skólastjóra og skólinn er
sjálfseignarstofnun. Hann verður að reka sig sjálfur, hann
fær ákveðna upphæð á hvern nemenda.
Markmiðssetningin í menntuninni hlýtur alltaf að koma
frá atvinnulífinu. Hér á landi hefur atvinnulífið nær ekkert
haft um það að segja hvað er kennt. Iðnfræðsluráð átti að
sjá um faglega hlutann og svo áttu aðrir að sjá um bóklega
hlutann og svo voru þeir að kljást um það hvor ætti að
hafa meira vægi. Á sama tíma lengdist aðfaranám að
ljósmóðurstarfinu í sjö ár. Þegar ég var í skóla tók
ljósmæðranámið tvö ár. í dag þarftu fyrst að verða stúdent
svo þarftu að verða hjúkrunarfræðingur. Ég er samt alls
ekkert viss um að við fáum neitt betri ljósmæður í dag. Ég
hef ekki séð skrifað í bókmenntunum jákvæðara um
nokkra starfsgrein á íslandi. Það eru svo mörg kerfi sem
ganga sjálfala í stjómkerfinu, það er kerfið sjálft sem er að
búa þetta til. Þetta hefur því miður skeð alltof mikið í
kringum bóknámsgreinamar. Verknámsgreinamar hafa
aftur á móti verið hundsaðar, í menntaskólum er jafnvel
sagt að ef þú stenst ekki próf verður þú að fara í
Iðnskólann eða á sjóinn. Iðnskólinn er bara fyrir tossana.
Omar Orn Sigurðsson
Tálknafjörður. Guðjón segist
nota tímann samhliða
trillustarfinu til að kanna
hvaða umhóta er þöif á í
kringum smábátaútgerðina.
51