Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 79

Iðnneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 79
Umhverfi Bjarnaborgar á fyrri hluta aldarinnar. Hér má sjá nágrannabýlin og stakkstœðin skammtfrá Bjarnaborg. Myndina málaði einn íbúi hússinns, Eiríkur K. Jónsson. (Ábs. Eftirtaka eftir málverki. 11.404.) Iðnaðarmannafélagsins við Tjörnina, Iðnó. Bjami var virkur félagsmaður í Iðnaðarmannafélaginu, en í það gekk hann árið 1889. Félagið hafði iðnaðarmenn úr mörgum iðngreinum innan sinna vébanda. Markmið félagsins vom öðrum þræði þjóðleg, þ.e. félagið átti að stuðla að því að efla innlenda iðnaðarmannastétt. Þeir gengust fyrir fræðslu af ýmsum toga, stofnuðu lestrarfélag og styrktarsjóð og höfðu samtök um kosningar til bæjarstjórnar svo dæmi séu nefnd. Iðnaðarmannafélagið setti á laggirnar Teikniskóla veturinn 1893. Fór kennsla fram á sunnudögum. Næsta haust var samþykkt að tillögu Bjama, að kennslu yrði fram haldið veturinn eftir. Þessi skóli í uppdráttarlist var ætlaður iðnaðarmönnum og nemum þeirra. Lærlingar Bjama bjuggu því við aðrar aðstæður í iðnmenntun sinni en Bjami sjálfur. Með þessum skóla átti að gera iðnaðarmennina hæfari til að sinna öllum þáttum verka sinna, jafnt hönnuninni sem framkvæmdinni. I framhaldi af Teikniskólanum var Iðnskólinn stofnaður. Litlar rannsóknir hafa farið fram á íslenskri byggingarsögu, og getur því verið erfitt að bera saman einstaka húsagerðarmenn fyrri tíðar og stíleinkenni þeirra. Ekki er heldur hlaupið að því, að finna hver byggði eða teiknaði mörg af timburhúsum bæjarins, einkum fyrir aldamót, því fáar teikningar em til frá þeim tíma. Sérhæfing var lítil á öldinni sem leið og sinntu smiðimir flestum þáttum byggingarinnar. Var Bjami engin undantekning í því efni. Eftir syni Bjarna er haft, að Bjarni hafi í húsum sínum gengið í öll störf. Verkskóli iðnnema sem nú á að hleypa af stokkunum í tengslum við endurbyggingu Bjarnaborgar rímar því vel við aðferðir smiðsins sem upphaflega reisti húsið. BJARNABORG REIST ÁRIÐ 1902 Bjamaborg er stærsta húsið sem Bjami Jónsson byggði og fyrsta fjölbýlishús bæjarins. í því voru 15 íbúðir. Bygging þess vakti mikla athygli árið 1902, þar sem það trónaði austast í Austurbænum. Lögðu menn oft lykkju á leið sína með ferðamenn til að sýna þeim húsið. Það var í raun samsett úr fimm húsum eða einingum, með risi og kvistum og allt bárujámsklætt. Framan á því voru svalir með skrautlegum útskurði. Þetta hús, sem er um 270 m2 að grunnfleti, hýsti tæplega 170 manns í einu, þegar húsnæðiseklan var mest í Reykjavík á heimsstyrjaldarárunum fyrri. Húsið þótti stórt á þess tíma mælikvarða. Það var tvær hæðir, kjallari og ris. Teikning Bjama var sérstök og skipulagið frábrugðið íbúðum eins og þær em nú til dags. Sameiginleg notkun var mikil fyrstu áratugina og allt rými gjörnýtt. Gengið var beint inn í íbúðimar á neðri hæðinni. Stigamir upp voru snarbrattir, og lágu beint frá útidyrunum upp í eldhúsið á efri hæðinni. Húsinu var skipt niður í nokkurs konar einingar fremur en íbúðir. Á árunum milli stríða var algengt að ein til tvær fjölskyldur byggju í hverri íbúð sem var þrjú herbergi, tvö búr og eitt eldhús. I risinu voru leigð út stök herbergi og til að komast þangað var farið upp um brattan stiga og lúgu á hverju eldhúsi á efri hæðinni. Þannig nýttist rýmið sem frekast var unnt. Það var ekki venja í þá daga að hafa salemi innandyra og byggði Bjami kamra við norðurenda hússins. Bjamaborg var byggð í útjaðri bæjarins og langt að sækja vatn. Bjami leysti þann vanda með því að grafa sérstakan brunn fyrir íbúana austan við húsið. Hann stendur enn. Hann var þó ekki mörg ár í notkun, því vatnsveitan leysti hann af hólmi árið 1909. 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.