Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 62

Iðnneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 62
HUNDRAÐ ÁRA LÖGGJÖF UM IÐNNÁM Það er ekki einasta að Iðnneminn eigi stórafmæli um þessar mundir. Á þessu ári er liðin öld frá setningu fyrstu laganna um iðnaðamám. Frumvarpið að lögunum var lagt fram á þingi 1891 að tilhlutan landshöfðingja. í það sinn náði það ekki fram að ganga en varð, með nokkrum breytingum, að lögum árið 1893. Fyrir þennan tíma höfðu engin lög gilt um þetta efni hér á landi, enda iðnaður enginn í landinu og lærðir handverks- eða iðnaðarmenn sárafáir. Danir, sem þá réðu ríkjum á íslandi, höfðu þá nýlega sett allítarlega löggjöf um iðnnám hjá sér og má ætla að hin íslenska lagasetning hafi tekið mið af þeirri löggjöf. Fróðlegt er að skoða þessi lög lítillega ekki síst þann anda sem einkennir þau, þar sem nemanum er ætlað að sýna lærimeistara sínum “trúmennsku, hlýðni og auðsveipni.” Helstu efnisatri&i laganna fró 1893 „1. gr. Ef verslunarmenn, handiðnamenn, eða aðrir atvinnurekendur taka unglinga yngri en 18 ára til að kenna þeim iðn sína, skulu þeir annast um að gjörður sé skriflegur námssamningur, og að hlutaðeigandi lögreglustjóri riti vottorð sitt á hann, að hann sé saminn samkvæmt fyrirmælum laga þessara..." Af þessari lagagrein mætti ráða að lögin taki bara til samninga við nema sem yngri eru en 18 ára. I lokagrein laganna er þó tekið fram að þau eigi líka við um þá sem eldri eru, með vissum undantekningum. Samkvæmt lögunum skal ákveða í námssamningi „hve langur samningstíminn skuli vera. Má hann aldrei vera lengri en 5 ár, að meðtöldum reynslutímanum, sem getið er um í 5. gr.“ (3. gr.). „4. gr. Það skal greinilega tekið fram í samningnum, hvort sá, sem annan tekur til kennslu, skuli láta honum í té húsnæði, fæði, klæði, þjónustu og annan aðbúnað, eða í stað þess endurgjalda honum fyrir verk hans í peningum, og ef svo er, hvemig féð skuli greiða.“ Reynslutíminn er þrír mánuðir og getur hvor um sig, meistari, eða „nemandi, sé hann þá orðinn 18 ára, ella foreldrar eða forráðamaður,“ (5.gr.) slitið samningnum án þess að tilgreina ástæðu. „6. gr. Nemandi skal sýna lærimeistara sýnum trúmennsku, hlýðni og auðsveipni, hann skal fylgja lærimeistaranum að vinnu hans, svo sem vinnukraftur hans og kunnátta leyfa.“ Vinnutími þeirra, sem yngri eru en 18 ára má ekki „fara fram úr 12 stundum á dag, að meðtöldum 2 stundum til að hvflast og matast.“ Að jafnaði má heldur ekki fá þessum sömu nemendum neina vinnu frá klukkan 9 á kvöldin til klukkan 6 á morgnana, heldur ekki á „sunnudögum og helgidögum þjóðkirkjunnar... nema brýna nauðsyn beri til.“ Lærimeistarinn „skal vaka yfir hegðun og siðferði nemanda, og eftir megni, vama því að aðrir hafi siðspillandi áhrif á hann.“ Hann skal sjá honum fyrir nauðsynlegu bóknámi, og námi í teikningum „ef slík kennsla er fáanleg á staðnum.“ (9.gr.). Hann skal kosta hann á „iðnaðarmannaskóla, ef slíkur skóli er á staðnum,“ og greiða kostnaðinn af þessu öllu, „nema öðru vísi sé ákveðið í samningnum.“ Hann má ekki setja hann til vinnu, sem er skaðleg heilsu hans eða honum um megn né heldur annarrar vinnu en þeirrar sem að náminu lýtur, „nema nauðsyn beri til, eða að það sé berlega áskilið í námssamningnum." (9.gr). Náminu skal haga þannig að nemandinn læri bæði fljótt og vel það sem iðninni tilheyrir. Hann á að geta þreytt próf að náminu loknu og á þá „heimtingu á námsbréfi, er undirskrifað sé af lærimeistara hans og prófdómendum," standist hann prófið (10.gr.). Verði nemandi, sem býr hjá lærimeistara sínum, veikur skal meistarinn „þá skyldur að sjá honum fyrir aðhjúkrun og lækningu á sinn kostnað, þangað til námstímanum er lokið,“ þó aldrei lengur en sex mánuði. Við alvarleg veikindi eða slys getur meistarinn þar að auki sagt námssamningnum upp, eftir 3 mánuði frá því að neminn varð óvinnufær. Að öðru leyti er vísað til ákvæða „í tilskipun um vinnuhjú 26. jan. 1866.“ (ll.gr.). Ef nemandinn hættir ólöglega, að mati meistarans, má flytja hann með aðstoð lögreglustjóra til meistarans aftur innan 14 daga, höfði nemandinn ekki mál á hendur meistaranum fyrir brot á samningi innan þessa tíma (13. gr-). Samningurinn rofnar af sjálfu sér ef meistarinn hættir að stunda iðn sína, gerist sekur um „afbrot er svívirðilegt er að almenningsáliti,“ ef meistarinn deyr eða verður gjaldþrota (14.gr.). Nemandinn getur slitið samningnum ef meistarinn misþyrmir honum, flytur of langt í burtu þannig að erfitt verði fyrir nemann að sækja vinnu (1 mfla - væntanlega dönsk), ef námið er að mati læknis lífshættulegt fyrir nemann og námsstúlka þarf ekki að búa hjá fráskildum meistara eða ekkjumanni (16.gr).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.