Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 15

Iðnneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 15
I HITA KREPPUNNAR skítverk, sem alls ekki koma náminu við, svo sem ketilhreinsun, moldargröft, grjótvinnu allskonar, trésmíði, málaraverk, við hreinsun o.mfl.“ Baráttuárið mikla Árið 1932 er oft nefnt BARÁTTUÁRIÐ MIKLA í sögu verkalýðssamtakanna. Það byrjaði með því að Axel Bjömsson formaður Verkalýðsfélags Keflavíkur var tekinn með valdi að næturþeli og fluttur sjóleiðina til Reykjavíkur, að undirlagi útgerðarmanna. Félagið var nýstofnað og neituðu útgerðarmenn í Keflavík að viðurkenna samningsrétt þess. Til að knýja fram samkomulag, setti félagið afgreiðslubann (verkfall) á flutningaskipið Vestra, sem væntanlegt var til Keflavíkur 19. janúar. Félagið naut stuðnings Alþýðusambandsins. Svo ákafir vom útvegsmenn í að kæfa félagið í fæðingu að þeir hikuðu ekki við að taka Axel með valdi strax nóttina eftir að afgreiðslubannið var sett á og flytja hann á brott. I maí kemur til harðra átaka í Bolungarvík, þar sem greitt er eitthvert lægsta kaup sem þekkist á landinu. Félagið var árs gamalt og hafði um langa hríð reynt að fá kaupið hækkað, án árangurs. Hannibal Valdimarsson, sem seinna varð forseti Alþýðusambandsins og ráðherra, var líka fluttur á brott með valdi frá Bolungarvík til ísafjarðar, í miðri kaupdeilu verkalýðsfélagsins þar. í júlí hefjast sögulegar vinnudeilur á Siglufirði. Síldarverksmiðjur rikisins fara fram á að kaup verkamanna verði lækkað. Verkamannafélagið Þróttur hafnar kauplækkuninni og snýst til vamar en nú er hlutverkum skipt. í þetta sinn sjá verkamenn til þess að Sveinn Benediktsson, síldarsaltandi og stjómarmaður í Sfldarverksmiðjunum, verður að hafa sig á brott ella muni verkamenn koma honum burt með valdi. Og svo gerast miklir atburðir 9. nóvember, nánast á hlaði Iðnskólans í Reykjavík: „Það em krepputímar. Fimmti hver maður í Reykjavík er atvinnulaus. Á morgun eiga 200 manns að byrja í atvinnubótavinnunni auk grjótmanna og bflstjóra. Þetta er stritvinna í tilgangslausum verkum, en menn fara til helvítis fyrir nokkra stunda vinnu. Heima em bömin mjólkurlaus og svöng. Þeir eiga yfir höfði sér að missa húsnæðið, sem þó er ekki nema kjallarahola, full af raka, eða kofaskrífli á Grímsstaðaholtinu. Lífsbaráttan er hörð og á hverjum morgni em þungbúnir verkamenn mættir niður á höfn að snapa vinnu hjá verkstjórunum. Atvinnubótavinnan byrjaði um sumarið. Þeir sem eiga fyrir stærstu fjölskyldunum að sjá fá flesta daga í viku. Einhleypingar aðeins dag og dag. Unnið er í 6 - 6'A tíma á dag og kaupið er 1,36 krónur á klukkustund. Átta til níu krónur á dag hrökkva einungis fyrir sámstu lífsnauðsynjum. Nú hefur bæjarstjómin ákveðið að á morgun skuli kaupið lækka niður í eina krónu.“ Þannig hefst bók þeirra Einars Karls Haraldssonar og Ólafs R. Einarssonar, Gúttóslagurinn 9. nóvember 1932. Gúttó stendur á bak við Alþingishúsið, steinsnar frá Iðnskólanum við Vonarstræti. Um það leyti sem iðnnemar eiga að mæta í tíma, klukkan sex, hafa alvarlegir atburðir gerst. Bæjarstjómin kom ekki fram áformum sínum um að lækka kaupið. Það urðu uppþot. Verkamenn komu í veg fyrir að bæjarstjómin gæti samþykkt launalækkunina. Þeir slógust við lögregluna, bmtu stóla og borð og gerðu úr þeim barefli. Lögregluliðið tvístraðist, margir em sárir og blóðugir. Daginn eftir byrjar atvinnubótavinnan. Kaupið er 1,36 krónur eins og áður, en það varð engin bylting eins og margir höfðu óttast, þótt segja megi að stjómkerfi bæjarins sé óvirkt og lögregluliðið yfirbugað. íslendingar em 109 þúsund talsins, þar af em tæplega helmingur taldir framfærendur. Það þýðir að á vinnumarkaði em 48 þúsund manns. Tveir þriðju em verkafólk, nánast allt erfiðisvinnufólk. í þeim hópi em sjómenn, iðnaðarmenn og auðvitað iðnnemar með sína 30 aura á tímann. Það er í þessu andrúmslofti, hita kreppunnar, sem fyrsta tölublað Iðnnemans kemur út. hágé Verkalýðsfundir og róstur tengdar þeim voru tíðar á árinu 1932. Myndin sýnir mannfjölda fyrir utan Gúttó 7. júlí það ár. Bcejarstjórn Reykjavíkur héltfundi sína í Gúttó, en húsið stóð á bak við Alþingishúsið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.