Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 53

Iðnneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 53
Skal það vera heimavistarskóli, og leggur ríkið skólanum til stað, sem vel hentar, og nauðsynleg húsakynni til að geta tekið á móti 50 nemendum árlega svo og áhöld og vélar til kennslunnar, sem vanda skal til svo sem verða má.“ Eins og segir í fyrstu grein frumvarpsins. Það er tekið til 1. umræðu í efri deild þann 27. nóvember 1945, en milliþinganefnd, sem samdi frumvarp til iðnfræðslulaga, hafði skilað af sér með bréfi til ráðherra þann 14. nóvember. Kemur hennar frumvarp til umræðu í neðri deild þann 6. desember, eða hálfri annarri viku á eftir frumvarpi Hermanns. Freistandi er að álykta sem svo að Hennanni hafi fundist nokkuð við liggja að koma sínu frumvarpi á framfæri áður en aðalfrumvarpið kæmi fram, ekki síst vegna þess að það tekur aðeins til sveitanna, en gildandi löggjöf einungis til kaupstaðanna. Frumvörpin stefna auk þess í gerólíkar áttir. Frumvarpi milliþinganefndarinnar er ætlað að setja ramma utan um iðnnám sem fari í aðalatriðum fram hjá meisturum á grundvelli námssamninga, en bókleg kennsla í iðnskólum. Hermann gerir hins vegar ráð fyrir að koma á fullkomnum verknámsskóla, þótt á takmörkuðu sviði sé. Samkvæmt frumvarpi Hermanns er námstíminn 2 ár og eiga nemendur að vera í skólanum, eða vinnu á hans vegum allan tímann. Verklegt nám húsgagnasmiða á að fara fram á verkstæðum skólans en húsasmiðanna... „jöfnunt höndum á verkstæðum skólans og við húsbyggingar, er skólinn veitir forstöðu. Skal verknám þeirra, er fram fer við húsbyggingar, vera 5-6 mánuðir ár hvert, á tímanum 14. maí til 15. desember, og skal skólinn takast á hendur byggingar, hvar sem er í sveitum og kauptúnum með minna en 300 íbúa.“ Vinna nemendanna skal vera eign skólans „en á móti veitir hann ókeypis húsnæði, kennslu, verkfæri til notkunar, fæði og tvennan vinnuklæðnað á ári og auk þess greiðslur samkvæmt venjulegum verkamannataxta, fyrir þær vinnustundir er umfram verða 3200.“ Samkvæmt frumvarpinu fá nemendur að sumu leyti takmarkaðri réttindi en aðrir iðnnemar, en að öðru leyti meiri. Þannig eiga húsasmiðir að vera færir um að standa fyrir byggingum sem eru allt að tvær hæðir, auk kjallara... „og leggja einfaldar lagnir fyrir rafmagn, vatn og hita. Skulu þeir læra að nokkru hvort tveggja trésmíði og múrsmíði, en velja um það, hvort af þessu tvennu þeir gera að aðalnámi sínu. Þeir, sem gera múrsmíði að aðalnámi, skulu læra að leggja jám í steypu, og leggja Hermann Jónsson þingmaður Strandamanna og forscetisráðherra: „En ég skal þó (til þess að hœla mér ofurlítið eins og hœstvirtur ráðherra) segja það hér, því ég býst við að fáir viti það, að ég hef þó stundað smíðar sem unglingur það mikið, að ég geri ráð fyrir að ég sé eins góður smiður og a.m.k. sumir af fagmönnunum i þeirri grein, sem hafa próf. “ vatnsleiðslur og miðstöðvar eftir teikningu, en trésmiðir skulu læra málningu og veggfóðrun.“ Með öðrum orðum: réttindin eru takmörkuð við sveitir og kauptún með færri en 300 íbúa en um leið talsvert meiri en í hefðbundnu námi, þar sem húsasmiðimir hafa að loknu tveggja ára námi réttindi í allt að sex iðngreinum. Nám húsgagna- og búsáhaldasmiða miðast við að þeir... „verði færir um að smíða helstu húsgögn og búsáhöld, sem sveitaheimili þarf.“ Inntökuskilyrði í skólann segir Hermann nokkru strangari en í skóla kaupstaðanna, nemendur eiga að vera orðnir 18 ára, hafa verið einn vetur í héraðs- eða gagnfræðaskóla og náð að minnsta kosti II. einkunn. Takmörkuð hrifning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.