Iðnneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 42
UM ARATUG HINNA
STÓRU ORÐA í
IÐNNEMANUM
Eins og annarstaðax er rakið voru greinahöfundar í
Iðnnemanum býsna hvassyrtir í fyrstu tölublöðunum,
höfðu stór orð um yfirvöldin og stjómarfarið, en einnig
um þá í hópi nemanna sem ekki vora á sama máli. Þetta
tímabil stóð stutt. Haustið 1934 er strax kominn annar
tónn í blaðið. Vissulega eru stundum skrifaðar hvassar
greinar um afleitt ástand í hinum ýmsu efnum sem varða
iðnnema, en tími hinna einföldu lausna er að baki. Enda
þótt á því séu undantekningar leita menn yfirleitt fremur
þess sem sameinar en sundrar, sameiginlegu hagsmunirnir
eru meira metnir en það sem kann að skilja menn að.
Fer nú í hönd langt tímabil, 35 - 40 ár, þar sem þessi
tónn einkennir blaðið: Iðnnemar eru að sönnu ósammála
um margt en eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta
gagnvart atvinnurekendum og skólayfirvöldum og eiga
samleið með verkalýðshreyfingunni, þ.e.a.s.
Alþýðusambandi íslands.
A þessu langa tímabili ber sárasjaldan á harðri gagnrýni
á forystumenn sambandsins. Einhvem veginn svífur yfir
vötnunum að menn séu að gera það skásta sem hægt er
miðað við allar aðstæður. A sama hátt er spjótunum afar
sjaldan beint að oddvitum Alþýðusambandsins. Efni
blaðsins er á þessum tíma oft helgað innri málum
Iðnnemasambandsins, baráttunni fyrir umbótum á
iðnfræðslunni en auk þess birtast í því sögur og ljóð,
tækniþættir, gamanmál og sitthvað fleira. Útgáfan er
augljóslega miklum erfiðleikum bundin, og sum árin
kemur blaðið alls ekki út.
Uppreisn gegn ríkjandi hefóum
Arið 1968 verður mikið félagslegt og pólitískt umrót í
Evrópu og Bandaríkjunum. Styrjöldin í Víetnam, þar sem
Bandaríkjamenn tefla fram hálfri milljón hermanna með
miklu liði heimamanna, gegn skæruliðahreyfingu og her
Norður-Víetnama, veldur vaxandi óánægju, bæði í
Bandaríkjunum og utan þeirra. Mótmælagöngur, útifundir
og róstur verða æ algengari. í hópi mótmælendanna ber
mest á námsmönnum og öðru ungu fólki.
En það er miklu fleira sem veldur óánægju námsmanna.
Þannig hefjast stúdentaóeirðir í París í byrjun maí. Þær
byrja með áflogum milli vinstri og hægri sinna í Sorbonne
háskóla en breytast í hreina uppreisn gegn
skólayfirvöldum. Stúdentar eru orðnir langþreyttir á
úreltum kennsluaðferðum og einræðislegri stjómun
skólakerfisins. Ekki líður á löngu þar til verkamenn ganga
í lið með stúdentum og krefjast breytinga á sínum kjörum
og fyrr en varir er því líkast sem Frakkland sé á barmi
borgarastyrjaldar.
I Tékkóslóvakíu kemst Alexander Dubcek til valda í
Kommúnistaflokknum og verður um leið valdamesti
maður ríkisins. Hann er boðberi nýrra hugmynda sem
miða að því að slaka á alræði flokksins og taka upp
lýðræðislegri stjómarhætti. í ágúst er tilraunin kæfð með
hervaldi Varsjárbandalagsins, þar sem her Sovétríkjanna
er í broddi fylkingar.
Hvarvetna á Vesturlöndum fer nú í hönd tímabil
gríðarlegra umskipta þar sem ungt fólk, og ekki síst
námsmenn, gerir uppreisn gegn ríkjandi hefðum. Allt svið
mannlegs lífs er undir, allt frá stjómmálum til klæðaburðar
og tónlistar.
Svikarar viö málstað verkalýðsins
Bylgjumar berast hingað og jarðvegurinn virðist góður.
Efnahagsástandið er erfitt. Sama ríkisstjómin hefur setið
að völdum allan sjöunda áratuginn. Rétt fyrir jólin lendir
andstæðingum hennar og lögreglu saman í miðborg
Reykjavíkur. Námsmenn láta til sín taka og krefjast
breytinga.
Upp úr öllu þessu umróti verður til ný hreyfing, sem nær
talsverðri fótfestu meðal námsmanna. Hún lætur ekki síst
að sér kveða í Svíþjóð og Noregi, þar sem margir íslenskir
námsmenn sitja á skólabekk. Hreyfingin er afar
athafnasöm, en erfitt er að fullyrða hve fjölmenn hún er.
Hún boðar kommúnisma og byltingu og sækir fyrirmyndir
sínar í ýmsar áttir, til Maós hins kínverska,
sovétmannanna Leníns, Stalíns og Trotskys, Che Gevara
hins argentínska byltingarmanns sem var einn af
leiðtogum byltingarinnar á Kúbu en féll í Bolívíu.
Hin unga hreyfing beindi auðvitað spjótum sínum að
ríkjandi valdhöfum, sem hún vildi með öllum ráðum losna
við. En henni var ekki síður í mun að hreinsa til í
verkalýðshreyfingunni, enda taldi hún að þar væri að finna
hina miklu svikara við málstað verkalýðsins; valdataka
verkalýðsins væri óhugsandi nema að losna fyrst við
svikarana úr eigin röðum.
Hér á landi greindist þessi nýja hreyfing fljótlega í ýmsa
hópa, sem ekki er tök á að gera grein fyrir hér. Þeir gáfu út
blöð eins og Stéttabaráttuna og Verklýðsblaðið og kenndu
sig allir við einhverja tegund róttækni sem væri hin eina
rétta. Hópamir deildu innbyrðis en verkalýðshreyfingin,
stjómmálaflokkamir og ríkisvaldið var þó sameiginlegur
skotspónn þeirra.
'á