Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 56

Iðnneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 56
FULLKOMINN VERKNÁMSSKÓLI þetta: Ég hef komið í þrjú ný hús í kaupstað í rigningum, þar sem lekið hefur inn um annan hvem glugga, - fagmennskan er ekki kominn lengra en þetta í kaupstöðunum. í fjórða húsið, byggt í kaupstað og af fagmanni, og það lekur. Og þegar átti að fara að lakka pakketið í fína salnum í bamaskólanum, ekki alls fyrir löngu, þá kom í ljós að hann var homskakkur, það kom fram á pakketinu.“ Iðnaðarnefnd tekur sér góðan tíma til að fjalla um málið, því það kemur ekki aftur til umræðu í efri deild fyrr en þann 25. mars. Þá hefur Gísli Jónsson framsögu fyrir meirihlutanum, en Páll Hermannsson, úr Norður- Múlasýslu, fyrir minnihlutanum. Er ekki að orðlengja að Gísli talar fyrir því að frumvarpið sé afgreitt með rökstuddri dagskrá, en Páll vill að það sé samþykkt. Gísli finnur frumvarpinu allt til foráttu og segir auk þess að svo sé að sjá að Þórir Baldvinsson hafi... „ekkert athugað þetta mál, honum finnst bara sjálfsagt að gleypa þetta eins og nýjan smokk, og liggur á bak við þetta furðulegt samviskuleysi, eða hirðuleysi.“ Og Gísli sér háðið í umsögn Landssambandsins, meðal annars í þessum orðum: „Hvað sem því líður, þá vildum vér benda á, að rafmagnslagnir eru svo veigamiklar og varasamar lagnir að hæpið sé fyrir ríkisvaldið að kenna „fúsk“ í því, jafnvel þótt á sveitabýlum sé.“ Hermann biður um að atkvæðagreiðslu sé frestað, málið sé svo mikilsvert að hann vilji endilega ná um það einhverju samkomulagi. Honum verður ekki að ósk sinni. Málið dagar uppi á þessu þingi. Enn er lagt í hann En Hermann er sannarlega ekki af baki dottinn þó hann hafi ekki komið frumvarpinu fram í fyrstu lotu. Hann leggur ótrauður í hann árið eftir, jafn sannfærður og áður um nauðsyn þess að snöggsjóða iðnaðarmenn fyrir dreifbýlið. Enn er haldið fram sömu rökum með og á móti og áður, nema nú bregður svo við að Landssamband iðnaðarmanna gerir ekki gys að frumvarpinu og nú skrifar meirihluti stjómarinnar undir umsögn til þingsins en ekki Helgi Hermann einn eins og árið áður. Landssambandið leggst nú gegn frumvarpinu og segist aldrei hafa litið svo á að skólanum hafi verið ætlað að fullmennta iðnaðarmenn. Sé það skilningur flutningsmanns þá mótmæli sambandið frumvarpinu í heild. Og nú koma fleiri bréf, þar á meðal frá Iðnnemasambandinu sem leggst eindregið gegn frumvarpinu. Þann 3. desember 1946 boðar stjóm INSI til fundar með stjómum iðnnemafélaganna í byggingariðnaði og húsgagnabólstmn, til að ræða fmmvarp Hermanns og taka afstöðu til þess. Fundurinn komst að þeirri niðurstöðu að frumvarpið... „brjóti algerlega í bága við núgildandi löggjöf um iðnnám og sé auk þess ósamrýmanlegt núverandi fyrirkomulagi um iðnnám. Fmmvarpið virðist okkur þannig úr garði gert, að það stuðli aðeins að því, að ríkisvaldið taki að sér framleiðslu á fúskumm í stómm stíl, en bæti í engu þá vöntun, sem sveitum landsins er á fullgildum iðnaðarmönnum í áðumefndum iðngreinum. Fundurinn skorar því á háttvirt Alþingi að fella fmmvarp þetta eins og það nú liggur fyrir.“ Segir í bréfi stjómarinnar til þingnefndar þann 4. janúar 1947. í greinargerð með svarinu kemur fram að stjóm INSÍ telji, eins og flestir aðrir andstæðingar frumvarpsins, með öllu ófært að kenna mönnum margar iðngreinar á tveimur ámm: „Hvemig iðnaðarmaður, sem hefur sexfalt meira verksvið en aðrir iðnaðarmenn og er ætlaður helmingi skemmri tími til að læra þessi sex fög en öðmm iðnaðarmönnum er ætlað að læra eitt, geti orðið jafn fær, það fáum við ekki skilið.“ Ekki dregur stjómin úr því að vandinn í sveitunum sé mikill. Það breyti á hinn bóginn engu um það að byggingar í sveitum og kauptúnum þurfi engu síður að vera vel byggðar en byggingar í kaupstöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.