Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 103

Iðnneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 103
BARIST ER FYRIR HAGSMUNUM IDNNEMA Kjaramál iðnnema, sigur í baráttu Iðnnemasambandið berst fyrir því að laun iðnnema verði ákveðinn hundraðshluti af launum sveina, gera samtökin það meðal annars í samstarfi við sveinafélögin. Samtökin beita sér einnig fyrir ýmsum öðrum réttarbótum iðnnemum til handa og hafa á því svið náð góðum árangri. Má þar til dæmis nefna sá sigur er Iðnnemasambandið vann í baráttunni um hvort að þjónanemar ættu rétt á að fá greitt vaktaálag. Sigur Iðnnemasambandsins færði sumum þjónanemum 20* 30% hærri laun en þeir voru vanir að fá. Félagsheimili i&nnema Iðnnemasamband íslands á Félagsheimili iðnnema, það er að Skólavörðustíg 19. Félagsmenn eru velkomnir í heimsókn og stendur þeim til boða afnot af félagsheimilinu til félagsstarfa sinna. Atvinnumiðlun i&nnema Iðnnemasamband íslands rekur Atvinnumiðlun iðnnema, AMIN. Með rekstri AMIN vill iðnnemasambandið auðvelda iðnnemum að fá vinnu í því fagi sem þeir eru að læra og/eða sumarvinnu. Ætlunin er að beita AMIN til að reyna að útvega iðnnemum starfsþjálfunarpláss. Er meðal annars stefnt að því ná samningum við fyrirtæki, stofnanir og samtök meistara um að nemar verði ráðnir í gegnum AMIN til starfa hjá þeim. Félagsíbúðir iðnnema Iðnnemasamband íslands og Skólafélag Iðnskólans í Reykjavík standa sameiginlega að Félagsíbúðum iðnnema. Félagsíbúðir iðnnema eiga og reka leiguhúsnæði fyrir félagsmenn samtakanna. Þar er um að ræða íbúðir og herbergi á Iðnnemasetrum.. Félagsíbúðir iðnnema leigja nú út þrjú parherbergi og fjórtán einstaklings herbergi. Leiguverð á einstaklings herbergjunum er ffá kr. 12.700,00 á mánuði upp í kr. 16.000,00 á mánuði. Hiti og leigugjald er innifalið í leigugjaldinu. Parherbergin eru leigð á kr. 18.500,00 til kr. 21.000,00 á mánuði. Herbergin eru öll á sambýlum og þar er meðal annars aðgangur að eldunaraðstöðu, snyrtingu, þvottahúsi, setustofu svo eithvað sé nefnt. Húsgögn em í öllum herbergjum. Herbergin er á Vesturgötu 17 og Ránargötu 12. Á Bergþómgötu 23 eiga Félagsíbúðir iðnnema átta íbúðir. Sjö em þegar komnar í útleigu og ein bætist við haustið 1994. íbúðimar em tveggja og þriggja herbergja. Leiguverð er frá tæpum 23.000,00 kr. á mánuði upp í 32.000,00 kr. fyrir stærstu íbúðina. Næsta haust er síðan stefnt að því að fjórtán íbúðir í Bjamaborginni við Hverfisgötu verði teknar í notkun. I dag búa 36 einstaklingar í húsnæði á vegum FIN. Næsta haust gæti þeim hæglega fjölgað um helming. Útgáfustarf l&nnemasambandsins Iðnnemasambandið stendur að öflugri útgáfustarfsemi. Málgagn samtakanna er Iðnneminn. Allir félagsmenn fá Iðnnemann sendan heim til sín. í Iðnnemanum er meðal annars fjallað um hagsmunamál iðnnema auk fjölda annara forvitnilegra mála. Iðnneminn er opinn öllum félagsmönnum Iðnnemasambandsins sem hafa hug á því að skrifa í hann. Stefht er að því að Iðnneminn komi út annan hvem mánuð í vetur. í dag eru liðin 60 ár frá því að Iðnneminn hóf göngu sína. Litli Iðnneminn er einnig gefinn út og inniheldur hann yfirleitt kaupskrá, kjarasamninga og upplýsingar um ýmis réttindamál. Iðnnemasambandið ræður yfir góðum tækjum til útgáfustarfssemi og geta iðnnemafélög og klúbbar sem hyggjast gefa eithvað út fengið til þess aðstoð hjá Iðnnemasambandinu. Erindreki Iðnnemasambandsins Fræðslustjóri Iðnnemasambandsins á framveigis að gegna hlutverki erindreka hjá samtökunum. Hlutverk hans verður meðal annars að halda sambandi við aðildarfélög Sambandsins, aðstoða þau í starfi, koma upplýsingum um starf þeirra á framfæri við stjóm Iðnnemasambandsins, aðstoða félögin við skipulagningu formannafunda auk þess að vera sérstakur fulltrúi landsbyggðafélaganna innan sambands- og framkvæmdarstjómar. Félagsmálaskóli l&nnemasambands íslands Iðnnemasamband íslands rekur Félagsmálaskóla. Markmiðið með félagsmálaskólanum er að þjálfa iðnnema í félagsstörfum og gera þá hæfari til að taka þátt í öllu félagsstarfi. Er það meðal annars gert með félagsmálanámskeiðum þar sem farið er í fundarstörf, verkaskiptingu innan félagastjóma, ræðumennsku og fleira. Aðildarfélögum Iðnnemasambandsins stendur til boða að fá til sín félagsmálanámskeið, fáist næg þáttaka. Félagsmálaskólinn hefur einnig það hlutverk að fara inn í kennslutíma hjá iðnnemum og fræða þá um réttindi og skyldur ásamt öðm því sem að iðnnámi snýr. Á þar að vera um að ræða fyrsti vísinn að kennslu í iðnfélagsfræði. Alþjóðleg afslóttarskírteini Iðnnemasamband íslands lætur félagsmönnum sínum í té ISIC skrrteini. ISIC skírteinin em alþjóðleg afsláttar- og námsmannaskýrteini og geta veitt handhöfum sínum margháttaða afslætti bæði hérlendis sem erlendis. Er þar um að ræða afslætti af farmiðum í ferðalögum bæði innanlands sem utan, skemmtanir, sýningar og söfn erlendis og afslætti í yfir þrjúhundmð fyrirtækjum hér á landi. Á afsláttarlistanum sem gildir fyrir ísland er meðal annara hluta hægt að finna hárgreiðslu- og rakarastofur, tískuvömverslanir, matsölu- og veitingastaði, bamafataverslanir, byggingavömverslanir, bókaverslanir, blóma- og gjafavömverslanir auk ýmisa sérverslanna. Einnig er veittur afsláttur á búsáhöldum, tölvum, tómstundum, dansi, heilsurækt, grænakortinu í strætó og fleira. Iðnnemafélög og klúbbar geta safnað fyrirtækjum og stofnunum á sínum heimastað inn í afsláttarbæklinginn og þannig aukið gildi skírteinisins. ISIC skírteinið geta allir félagsmenn Iðnnemasambandsins fengið. Koma þarf með passamynd 36 x 30 mm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.