Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 32

Iðnneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 32
MEÐ FRAMTÍÐINA AÐ VOPNI Nýjar og nýjar kynslóðir iðnnema halda stöðugt áfram baráttunni fyrir umbótum á löggjöf um nám þeirra. Allar götur frá því að iðnnemar mynduðu með sér félagsskap hefur áhugi á endurbótum á iðnnámskerfinu verið ríkur þáttur í starfinu. Um sama leyti og Iðnneminn hóf göngu sína, á vegum nokkurra nemenda í Iðnskólanum í Reykjavík, taka nemar að ókyrrast undir gildandi iðnnámslögum, sem voru að stofni til frá árinu 1893. Hér verða stuttlega rakin afskipti iðnnema af lagabreytingum sem náðu fram að ganga á fjórða áratugnum og að mestu leyti stuðst við frásagnir Iðnnemans. Iðnnámslagafrumvarpið í fyrsta tölublaði Iðnnemans haustið 1933 er fjallað um „iðnnámslagafrumvarpið" og segir þar meðal annars: „Veturinn 1932 boðaði S.U.K. til opinbers iðnnemafundar. Voru þar tekin til umræðu kjör iðnnema og námssamningar....kosin nefnd til að gera uppkast að frumvarpi til laga um iðnnám. Boðaði svo nefndin til opinbers iðnnemafundar 20. mars....og kom þá strax í ljós að það hafði inni að halda stórfenglegar umbætur og voru þær helstar þessar: 1. Stytting vinnutímans niður í 8 stundir á dag, þar með reiknaðar kennslustundir í iðnskólanum, sem greitt sé fyrir sem aðra vinnu. 2. Lágmark launanna er það að nemandi geti lifað sæmilega af. 3. Að meistari greiði allan kostnað af skólanáminu. 4. Hálfsmánaðar sumarfrí. 5. Trygging gegn slysum og sjúkdómum á kostnað meistara. 6. Afnám einkasamninga. í stað þeirra komi samningar milli meistara og sveinafélaga fyrir hönd nemenda. 7. Að iðnnemum sé kennd iðnin en þeir ekki notaðir sem ódýrt vinnuafl. I miðjum umræðum rís upp maður með berserksgang miklum og reynir að tvístra eftir megni samfylkingu nemenda um þetta frv., og þar næst les hann upp frv. til laga um iðnnám, sem S.U.J. hafði samið með það eitt fyrir augum að sundra samtökum nemenda um sitt eigið frumvarp....sýnilegt að frumvarpið hafði verið samið í miklum flýti...og urðu þess vegna sprengingamenn í gersamlegum minnihluta..Síðan var safnað undirskriftum á meðal nemenda, sem gekk ekki eins vel og æskilegt hefði verið, bæði vegna þess hvað tíminn var naumur og vegna áhugaleysis nemenda fyrir þessu máli. Var svo frumvarpið lagt fyrir þingið sem vitanlega gerði ekki neitt. Iðnnemar, en nú verðum við að taka frv. upp að nýju, með margfalt skarpari baráttu, ræða það meðal okkar í Málfundafélaginu, fá sveinana til að ræða það í sveinafélögunum og berjast óslitinni baráttu með okkur, þar til sigur er fenginn. „Sameinaðir stöndum vér en sundraðir föllum vér.““ Tónninn í þessum skrifum er að sjálfsögðu í anda tímans, - þeim sem ekki eru sammála því frumvarpi sem S.U.K. hefur samið gengur ekki annað til en að sundra einingu iðnnema. Á hinn bóginn er það rétt að frumvarpið felur í sér stórfellda réttarbót fyrir iðnnema, en eins og stundum bæði fyrr og síðar er það í litlum takti við möguleikana á að fá það samþykkt. Hvað sem því líður er hugur í mönnum: „Iðnnemar! hvar sem við erum staddir á landinu höfum við allir sameiginlegra hagsmuna að gæta og við getum allir verið sammála um að berjast fyrir bættri iðnnámslöggjöf....Næst þegar Alþingi kemur saman verðum við að láta rigna yfír það áskorunum frá okkur. Blöðin eru eitthvert beittasta vopnið sem við höfum, og þess vegna verðum við að berjast fyrir bættri iðnnámslöggjöf í gegnum sameiginlegt málgagn okkar, Iðnnemann, og öll önnur blöð sem vilja veita okkur lið í baráttunni...verðum að fá sveinafélögin og öll önnur verklýðsfélög til þess að veita okkur lið... Allir einlægir verklýðssinar veita okkur alla sína aðstoð í baráttunni og þá fyrst og fremst S.U.K., sem er hið eina virkilega baráttusamband verkalýðsæskunnar. Einungis á grundvelli stéttabaráttunnar undir forustu S.U.K. er okkur sigurinn vís.“ Hér eru lausnimar einfaldar og sigurinn vís, ef rétt er á málunum haldið. Vemleikinn var á hinn bóginn nokkuð annar. Tónninn í Iðnnemanum átti lrka eftir að breytast fyrr en varði. I stað ásakana um klofning og sundmngarstarfsemi kemur tónn samstöðu, það er fleira sem sameinar iðnnema en sundrar þeim, hverjum svo sem þeir fylgja að málum í pólitík, enda em lífskjör og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.