Iðnneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 48
Hvor eru þou nú?
Félagsmálaáhuginn
liggur í ættinni
Segir Guðjón Tómasson fyrrum formaður
Iðnnemasambandsins í viðtali við lÖnnemann
Hver er menntun þín og starfsferill?
Að loknu skyldunámi fór ég fyrst á sjó í tvö ár og hóf
síðan nám í rennissmíði í Vélsmiðjunni Héðni 1958 og
lauk því námi 1962. Síðan vann ég við uppbyggingu á
Síldarverksmiðjunum milli bekkja í vélskóla og áður en ég
lauk námi þar. Ég lauk 1. stigs prófi frá Vélskólanum
1965. Ég kenndi svo veturinn eftir á mótomámskeiði
Vélskólans, þá fór ég utan til náms 1966 í hagræðingar- og
skipulagstækni. Kom heim 1969 og hóf þá störf hjá
meistarafélagi jámiðnaðarmanna, sem vom samtök
vinnuveitenda í málmiðnaði á Reykjavíkursvæðinu. Þar
starfaði ég fyrst að hagræðingar- og skipulagsmálum. Fór
síðan að skipta mér meira af verðlagsákvæðum og
starfsgrundvelli fyrirtækjanna og varð framkvæmdarstjóri
meistarafélags jámiðnaðarmanna og síðan Sambands
málm- og skipasmiðja eftir að komið var á
heildarsamtökum málmiðnaðarfyrirtækja í landinu, sem
gerðist 1971. Ég var framkvæmdarstjóri þeirra samtaka,
frá þeim tíma til 1983, þá tók ég við framkvæmdarstjórn í
Skipasmíðastöðinni Dröfn í Hafnarfirði og þar var ég til
1988. Síðan keypti ég ásamt öðmm meirihluta hlutafjár í
frystihúsi og þremur bátum og starfaði við það í eitt ár, þá
seldum við okkar hlut, því okkur skorti eigið fé til að
standa undir fastgengisstefnunni. Að því loknu tók ég að
mér verkefni í lausamennsku, ráðgjafaverkefni í
fræðslumálum fyrir málmiðnaðinn. Ég var formaður
fræðslumiðstöðvar málmiðnaðarins frá stofnun og fyrstu
þrjú árin. Síðan vann ég að gerð nýrra hæfnis- og
prófkrafna til sveinsprófs í málmiðnaðargreinum, sem nú
er búið að samþykkja í ráðuneytinu, og drögum að
námsskrá sem uppfylla þær kröfur. Þessu skilaði ég inn
1991 og tók þá við rekstri verksmiðjunnar Traust sem var
framleiðslufyrirtæki fyrir vélar og tæki í matvælavinnslu
úr sjávarfangi. Ég rak það fyrirtæki þar til það fór í þrot í
aprfl á þessu ári. Núna á meðan við erum að átta okkur á
því hvort við förum aftur af stað gerðist ég fiskimaður,
trilluskipstjóri. Auðvitað notar maður tímann samhliða
þessu, til þess að sjá hvaða umbótum er hægt að koma á í
kringum þessa smábátaútgerð og kemur það væntanlega til
með að skila sér innan einhverra ára.
Hvenær varstu formaður Iðnnemasambandsins?
Það var 1961. Ég kem inn í INSI úr félagi
málmiðnaðamema, sem var á þessum tíma. Verkefnin hjá
INSÍ vora mikið tengd launum og líka endurskoðun á
fræðslu. Að vísu var mönnum ekkert alltof ágengt í
fræðslumálunum. Við gerðum fyrstu kjarasamninga sem
gerðir voru við nema. En í fræðslumálunum fannst manni
alltaf ganga mjög hægt og þetta kerfi vera mjög þungt í
vöfum.
Ég byrjaði mjög snemma að skipta mér af mig
félagsstörfum, fyrst í bamaskóla í málfundafélagi
Laugamesskóla. Síðan þegar ég hóf iðnnám þá
einhvernveginn lá það bara í ættinni að vilja koma nálægt
félagsmálum. Að vilja fá menn til að tala saman um það
sem þeir eru að gera og stefna að.
Gegnum þessi félagsstörf, ISNI þingum og fleira
eignaðist maður kunningja sem maður á og hittir. Þetta eru
mætir menn.
Öll félagsmál era þroskandi og auka manni sýn og gera
mann kannski tillitsamari við aðra og umhverfi sitt enn í
dag.
Var eitthvað í málefnum iðnnema sem varð sérstaklega
til þess að þú fórst að starfa á þeim vettvangi.
Það voru auðvitað kjaramálin. Það sem gerðist á þessum
árum var það, að þá voru hér lágmarks-kjarasamningar við
verkamenn, þ.e.a.s. hvert fyrirtæki sem tók ófaglærða
menn til vinnu, varð að greiða ákveðin lágmarkslaun og
það var okkar krafa á þessum tíma að vinnuþátturinn í
iðnnáminu væri ekki greiddur lægra en því sem svaraði
verkamannalaunum. Síðan var það breytilegt hvort menn
sáu um sína skólagöngu sjálfir og fengu þá bara laun á
meðan þeir unnu, eða að þeir fengi laun fyrir allar vikur
ársins en fengu þá eitthvað lægra útborgað hverju sinni.
Þetta var nú svona grundvallarþátturinn sem umræðan
snérist um. Þetta gerði það að verkum að flestir
málmiðnaðamemar og byggingaiðngreinanemar fóru að
læra á svokölluðu verkamannakaupi eða einhverju þar
fyrir ofan, eftir því hvemig starfskraftur þeirra nýttist í
greininni. I málmiðnaðinum tókum við aðra stefnu en
almennt var. Við vildum láta kenna meira af
48