Iðnneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 92
VERÐMÆTASÓUN
OG AFTURFÖR
Námsfyrirkomulag í rafeindavirkjun
Undanfarin ár hefur borið á því, að
sífellt fleiri nemendur í
rafeindavirkjun falla á sveinsprófi. Ef
litið er aftur til júní 1990 þá var 30%
fall, í febrúar 1991 36% fall, í júní
1991 61% fall, í febrúar 1992 21%
fall, í júní 1992 55% fall, í febrúar
1993 77% fall og nú síðast í júní
1993 52% fall.
Út frá þessum tölum, sem sýna
mjög slæma þróun, var ráðist í gerð
könnunar meðal allra þeirra sem
þreytt hafa sveinspróf í
rafeindavirkjun frá júníprófinu 1990.
Stefán A. Stefánsson stjómarmaður í
FNÍR tók að sér framkvæmdina.
Tilgangur könnunarinnar var fyrst og
fremst sá, að reyna að finna þá galla
sem leynst geta á sveinsprófinu. Því
að stökk úr 21% falli í 77% fall á
einu ári getur ekki talist eðlilegt.
Sökin getur ekki eingöngu legið í
skólakerfinu eins og sumir vilja
meina.
Leiðandi spurningar
Þær spumingar sem lagðar vom
fyrir í könnuninni vom leiðandi. Það
var gert af ásettu ráði, til þess að fá
ábendingar um þá galla sem gætu
legið í sveinsprófinu, eða þá í
kennslunni. Spumingamar fjölluðu
aðallega um sveinsprófið, því ekki
þótti nauðsynlegt að spyrja mikið út í
fyrirkomulagið í skólanum. Það var
gert í annari könnun í Iðnskólanum í
Reykjavík á haustönn 1992 á vegum
Félags nema í rafiðnum. Sú könnun
gaf mjög góða mynd af
námsfyrirkomulaginu í skólanum og
em nú þegar hafnar breytingar á því.
Tímaskortur og léleg
kennsla
Ekki er það ósk okkar sem stóðum
að könnuninni um sveinsprófin, að
sveinsprófið verði auðveldað, heldur
eingöngu ef einhverjir gallar em til
staðar, þá verði þeir lagfærðir. I
niðurstöðunum vom sérstaklega tvö
atriði sem menn bentu á. Þau voru að
menn töldu kennslu í skólanum mjög
ábótavant og að mikill tímaskortur
væri í sveinsprófinu.
Stress og tímaskortur
Það sem virðist einkenna verklega
þáttinn er stress og tímaskortur. Menn
fá tæki sem þeir kannast jafnvel
ekkert við, þurfa að læra á
teikninguna, finna bilunina og
útskýra hvemig þeir fundu hana, allt
þetta á aðeins 30 mínútum, sem ekki
getur talist eðlilegt. Svona er þetta
ekki á vinnumarkaðinum. Bent hefur
verið á, að menn gætu hugsanlega
leyst verklega þáttinn á þessum
skamma tíma, en álagið sem
tímatakmörkuninni fylgir, kemur í
veg fyrir það.
Einhæf starfsþjólfun
Meirihluti svarenda töldu að þeir
komi ekki betur undirbúnir í
sveinsprófið að starfsþjálfun lokinni,
skýringuna sögðu þeir vera of
einhæfa starfsþjálfun, á of þröngu
sviði. Þess em dæmi að iðnnemar í
starfsþjálfun hafi lítið komið nálægt
bilanaleit eða jafnvel ekkert. Þeir sem
unnu í fjölbreyttari störfum töldu að
þeir kæmu betur undirbúnir í
sveinsprófið eftir starfsþjálfunina, og
eru þeir í meirihluta þeirra sem hafa
staðist sveinspróf.
Ósamræmi milli kennslu og
sveinsprófa
í könnuninni kom einnig fram að
nemamir töldu mikið vanta upp á að
það sem prófað væri úr í
sveinsprófinu væri í samræmi við það
sem kennt er í skólanum, eða þá að
það sem kennt er í skólanum væri í
litlu samræmi við efnið á
sveinsprófinu. Það er alveg augljóst
að þama em samskiptaörðugleikar á
milli skóla og sveinsprófsnefndar, og
það er mál sem menn verða að leysa í
sameiningu. Það var einnig mikil
óánægja með einkunnargjöfina á
prófinu. Ef menn gleyma einhverju
smáatriði í dæmum eða klára ekki
alveg að finna bilun, þá er þeim
refsað helst til mikið. Einnig kom
fram sú gagnrýni að í sveinsprófinu
em notuð sjaldgæf orð í stað þeirra
sem menn nota dags daglega í starfi
sínu, og var kennt í skóla.
Mikil gagnrýni ó skólann
Svarendumir töldu að þyngd
prófsins væri yfir meðallagi (á
kvarðanum 0 til 10 gáfu þeir því
einkunina 7,5 að meðaltali). Menn
kvörtuðu þó sérstaklega yfir hinum
mikla tímaskorti, þann galla er
nauðsynlegt að leiðrétta. Mjög mikil
gagnrýni kom fram á skólann, á
kennslu, á námsgögn og á
tækjabúnað. Skiptar skoðanir vom
um hvað væri að í kennslunni. Flestir
töldu kennsluna staðnaða og úr takti
við atvinnulífið, þar var helst bent á
tölvusviðið. Einnig fannst sumum að
kenna mætti grundvallaratriðin mun
betur, í stað þess að stökkva úr einu í
annað.
Endurbætur hafnar
Því ber að fagna að komin er í gang
mikil vinna í endurbótum á
námsfyrirkomulagi í rafeindavirkjun
þar sem kennarar úr Iðnskólanum,
undir stjóm Rafiðnaðarskólans, hafa
verið að vinna að nýju og betra
námsefni og námsskrá.
Fjórskortur í verknómi
Tækjakostur skólans var mikið
gagnrýndur, það að tæki væm orðin
mjög gömul og úr sér gengin, og
einnig að sum tæki bráðvanti. Þetta er
hægt að bæta með auknu fjármagni.