Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 66

Iðnneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 66
Hvar eru þau nú? Sigurður Magnússon framkvæmd námsins og skólamir voru vanbúnir að bæta þetta upp. Baráttan fyrir tilkomu verknámsins var því helsta baráttumálið á þessum ámm. Eiginleg launabarátta var lítil, iðnnemar höfðu hvorki verkfalls né samningsrétt, en það var krafa okkar á þessum ámm að fá þau réttindi. Nemakaupið var mjög lágt, en þó misjafnt eftir greinum, t.d. var mitt vikukaup 1965 rúmar 700 kr. á viku. Þetta kaup dugði á engan hátt til framfærslu, þetta vom aðeins vasapeningar. En þó ekki væri um eiginlega verkalýðsbaráttu að ræða var mikið um það að INSI stæði í málarekstri fyrir iðnnema gegn fyrirtækjum og iðnmeisturum sem bmtu á þeim rétt. Þetta var t.d. mjög algengt undir lok áratugarins á ámnum 1968-70, en þá var mikið atvinnuleysi meðal iðnaðarmanna og bitnaði það mjög á iðnnemum. Þá beitti INSÍ sér fyrir skráningu atvinnulausra iðnnema og reyndi síðan eftir megni að fá mál þeirra leiðrétt. Félagsmálin vom málfundastarfssemi, kennsla í fundarsköpum og ræðumennsku, umræðufundir um þjóðmál og utanríkismál, ásamt margvíslegri íþrótta og skemmtanastarfsemi. Samhliða var síðan rekið nokkuð öflugt útbreiðslustarf, unnið að stofnun nýrra iðnnemafélaga og haldið uppi kynningarstarfi í iðnskólum. Eg held ég muni það rétt að iðnnemafélögin sem áttu aðild að INSÍ þau ár sem ég var formaður hafi orðið flest um 16-18. Það segir sig sjálft að það var töluvert verk fyrir forystuna að vera í góðu sambandi við stjómir svo margra félaga, sem vom með aðsetur víða um landið. Einnig var afstaða iðnnema til hinna ýmsu mála kynnt með greinaskrifum í blöð og birtingu samþykkta INSÍ í fjölmiðlum. Þáttaka 1. maí hátíðahöldum var fastur liður í starfsseminni og gengum undir fána INSÍ, en hann var einmitt útbúinn á þessum ámm. Merki samtakanna sem saumað var í fánann hafði Halldór Guðmundsson, sem síðar varð framkvæmdastjóri Auglýsingastofu GBB og Hvíta Húsins, hannað. Hvernig var fjárhagsgrundvöllur sambandsins á þessum árum? Fjárhagurinn var ætíð mjög þröngur, tekjumar byggðust fyrst og fremst á skatti sem aðildarfélögin greiddu, einstökum fjáröflunum eins og t.d. tekjum af landsmótum og skemmtunum sem haldnar vom til fjáröflunar. Eg man það ekki fyrir víst en held þó að INSI hafi einnig notið stuðnings ASÍ og einstakra verkalýðsfélaga. Eg man það hinsvegar að það var nær ómögulegt að halda fastan starfsmann og halda opinni skrifstofu eins og full þörf var á, þó voru starfsmenn stundum ráðnir tímabundið í einstök verkefni. Rekstur sambandsins og starfssemin öll byggðist fyrst og fremst á mikilli sjálfboðavinnu aðallega stjómarmanna og á forustumönnum einstakra félaga. Eg var því mjög ánægður þegar mér gafst tækifæri til þess á Alþingi 1971 eða 72 að tryggja INSÍ fastan tekjustofn í tengslum við gerð námssamninga. Eg átti þá sæti í iðnaðamefnd Alþingis og gat komið því þannig fyrir að breytingartillagan mín við lögin fór þangað til umfjöllunar. Tillagan fékk hraða afgreiðslu í nefnd og fór í gegn með naumum meirihluta. Þessi tekjustofn varð til að festa komst á allt skrifstofuhald INSI og vonandi hefur það átt sinn þátt í að bæta kjör iðnnema jafnt á sviði kjaramála sem menntunarmála. Fléttuðust stjórnmálaátök inn í starfsemi INSÍ á þessum árum? Já, Já, en slík átök sköðuðu ekki starfsemi INSÍ. Iðnnemar vora mjög samstíga í kröfum sínum í þeim málum er lutu að bættum kjörum og menntunarmálum, þótt þá greindi á í stjómmálum. Það var einkum í afstöðu til utanríkismála sem hinar ólíku stjómmálaskoðanir komu fram og var oft hart tekist á um þau á þingum samtakanna. Þau ár sem ég starfaði vom vinstrimenn fjölmennari og mótuðu mest starfsemi samtakanna. Stjómmálaágreiningur kom þó aldrei í veg fyrir að við val í stjóm INSI veldust fulltrúar hinna ýmsu stjómmálaskoðanna. Við sem veittum INSÍ fomstu gerðum okkur fulla grein fyrir gildi samstöðu og því að fulltrúar hinna ýmsu sjónarmiða ættu talsmenn innan stjómarinnar og einnig að sem flestar iðngreinar ættu þar fulltrúa. A þessum ámm voru reyndar mjög hörð stjómmálaátök í þjóðfélaginu bæði um almenn kjaramál og ekki síður utanríkismál, þetta var í lok hins svo nefnda Viðreisnaráratugs og vinstristefna í mikilli sókn og þátttaka ungs fólks í þjóðfélagsumræðu mikil. Námsmannahreyfingar vom sterkar og háværar. Það var því ofur eðlilegt að stjómmálaumræðan fléttaðist inn í 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.