Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1997, Qupperneq 2

Iðnneminn - 01.10.1997, Qupperneq 2
Iðnnemasamband íslands Skólavörðustíg 19 101 Reykjavík Sími: 5514410 Bréfsími: 551441 1 Vefsíða: www.insi.is Upplýsinga- og réttindaskrifstofa INSÍ er opin alla virka daga fró kl. 9:00 til 17:00. Forsíðumyndin er af nema í Verkmenntaskólanum ó Akureyri IÐNNEMINN 3. tbl. 65. órg. október 1997 Ritstjóri: Gréta Rún Arnadóttir Ritnefnd: Matthías Skúlason, Hjörtur Jónsson, Eyþór Frímannsson, Gréta Rún Árnadóttir og Drífa Snædal. Ábm.: Drífa Snædal Prófarkalestur: Reykvísk útgófa sf. Umbrot: Reýkvísk útgófa sf. Prentvinnsla: Hagprent-lngólfsprent Iðnneminn er gefinn út á tveggja mánaða fresti í 10.000 eintökum. iSnneminn er sendur endurgjalds- laust heim til allra iSnnema og til rúmlega 5.000 iSnfyrirtækja, meistara og stofnana. Komið þið sdir lesendurgóðir. Margt hefur gengið á við útgáfii þessa blaðs, en ritstjóraskipti ber þó hæst. Námsþorstinn togaði Elsu I’óru til Noregs, þar sem þorsta hennar verður vonandi svalað og eftir sat ég með hálf klárað blað. En með hjálp góðra manna hafðist þetta nú allt saman. tema blaðsins að þessu sinni er skólar, þ.e.a.s. verknámsskólar á landsbyggðinni. Við höfðum samband við skólastjóra skólanna og þeir sendu okkur upplýsingar eða greinar um skólann sinn. Það gekk nú heldur treglega að ná greinunum inn, en allt hafðist það nú að lokum. Þegar þemað var ákveðið fannst okkur sjálfsagt að senda öllum 10. bekkingum á landsbyggðinni blaðið til að sýna þeirn hvaða verknám skólinn í þeirra heimabyggð býður upp á. En það er nú margt fleira í blaðinu en umfjöllun um þessa skóla, t.d. má nefna viðtal við ungan gullsmíðanema á framabraut, grein um skóla í Horsens í Danmörku, greinar um komandi þing INSI, ólympíuleika ungra iðnaðarmanna o.fl., o.fl. Eg vona því að þú, iesandi góður, finnir eitthvað við þitt hæfi í blaðinu og að næsta blað innihaldi grein eftir þig og alla aðra iðnnema. Þema næsta blaðs verður verknámsskólar á höfuðborgarsvæðinu, en auðvitað megið þið skrifa um hvað sem er í blaðið ykkar. K&r kveðja, Gréta Rún Árnadóttir 2 I ð n n e m i n n

x

Iðnneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.