Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1997, Qupperneq 21

Iðnneminn - 01.10.1997, Qupperneq 21
I endurmenntun. Farskóli Austurlands sem er hluti af starfsemi verkmenntaskólans hefur umsjón með þessu námi og í bígerð er iðn- meistaranám sem er skipulagt í samvinnu við aðra framhaldsskóla. Á heimavistinni eru rúmgóð eins til tveggja manna herbergi og mötuneyti. Einnig er hægt að leigja rúmgóða tveggja herbergja íbúð. FÉLAGSLÍFIÐ Nemendaráð skóians skipuleggur félagsiífið, þorrablót, menningarferðir og aðrar smærri uppákomur. Hljómsveitir og annað biómlegt tónlistarlíf er innan skólans sem utan. Aðstaða til heilsuræktar og útivistar er fjölbreytt, stutt er í skíðaparadísina í Odds- skarði. Hægt er að stunda sund og gufuböð, vera í líkamsræktinni og stunda ýmsar íþróttir í stærsta íþróttahúsi á Austurlandi. Mikil áhersla er lögð á að nemendum líði vel og hafi góð tengsl við sína kennara. Námsráðgjöf, stuðningskennsla og umsjón með nemendum eru áhersluþættir í skólanum sem efla vitund nemenda fyrir námi og starfi. Skólinn er vaxandi stofnun og valkostur í samræmdu námsframboði austfirsku framhalds- skólanna. Aðsókn í skólann haustið 1997 er mjög góð og allar deildir að fyllast. Heimavistin sem hefur 60 rúmum á að skipa er um það bil að verða fullbókuð. Nemendafjöldinn við skólann er á bilinu 180- 200. Við skólann starfa tæplega tuttugu kennarar, húsvörður og ræstingarfólk auk fjármálastjóra og skólaritara.

x

Iðnneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.