Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1997, Blaðsíða 23

Iðnneminn - 01.10.1997, Blaðsíða 23
Að loknu sveinsprófi er hægt að stunda meistaranám sem veitir réttindi til að reka eigið fyrirtæki og að taka nema á samning eins og það heitir. Meistaranám tekur 2-5 annir. Æskilegt er talið að þeir sem hyggja á tækninám hvers konar(s.s. tæknifræði, verkfræði eða arkitektúr) hafi áður aflað sér verkþekkingar og þá er nám í grunndeild og/eða iðnnám kjörinn undirbúningur. Aðstaða til verklegs náms í Fjölbrautaskóla Suðurlands er mjög góð. Húsakynni eru nýleg og tækjakostur með því besta sem þekkist. Hússtjórnarbraut Hvað er lærtr Hússtjórnarbrautín skiptíst í bóklegt nám og verklegt og verklegi hlutinn í matreiðslusvið og fatagerðarsvið. Matreiðslusvið. I veitingatækni lærirðu að matreiða bæði nútímalega rétti og þjóðlega, heita rétti og kalda og færð þjálfún í þeim aðferðum sem notaðar eru við matreiðslu. Lögð er áhersla á hollustu og manneldis- markmið lögð til grundvallar í náminu. Bóklegt nám matreiðslusviðsins snýst um hlutverk næringarefnana og afleiðingar næringarskorts og ofeldis. Þú lærir að áætla orkuþörf og reikna út næringargildi máltíða. Fatagerðarsvið. Hér lærirðu að sníða eftir eigin máluni og hanna á sjálfa(n) þig, kymnast eigin litum og samsetningu þeirra, að þekkja hráefni , þræði, vefnað og prjón sundur, lærir að vinna á saumatækin sjálf og loks að saurna fot. Námstími. Nám á hússtjórnarbraut tekur tt'ær annir sé brautinni allri lokið. Einfalt er að velja einstaka áfanga eins og gert er ráð fyrir í lýsingunni að ofan. Að námi loknu. Námið er góður undirbúningur fyrir þá sem hyggja á nám í matvælagreinum eða matvæla- fræði. Kunnátta í fatagerð er góður undirbúningur undir framhaldsnám í fatasaumi og fatahönnun. Þá er námið ekki síst góður undurbúningur fyrir stofnun heimilis sem á fyrir okkur flestum að liggja. Lífið í skólanum er skemmtilegt og fjölbreytt þar sem nemendur koma af stóru svæði á Suðurlandi. Með föstum liðum í félagslífmu eru kvöldvökur, árshátíð, kátir dagar, leik- sýning, videokvöld, böll, o.f.l. Við skólann er einnig starfræktur öflugur kór sem hefúr getið sér góðs orðs bæði hér heima og erlendis. Sjáumst í FSU!

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.