Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1997, Blaðsíða 24

Iðnneminn - 01.10.1997, Blaðsíða 24
Nám við Garðyrkjuskóla ríkisins Nám við Garðyrkjuskólann er starfstengt nám á fimm námsbrautum. Bóknám og verklegar æfingar fara fram við skólann, en verknám fer fram úti í atvinnulífinu á verknámsstöðum, sem skólinn þarf að sam- þykkja fyrirfram og eru í samræmi við þá braut, sem nemandi hefiir valið að stunda nám á. Forkröfur: Gert er ráð fyrir að nemendur hafi lokið hluta afverknámi áður en þeir heíja bóknárn og hafi jafnframt lokið tveimur til fjórum önnum í framhaldsskóla. Auk íslensku, dönsku, ensku og stærðfræði er ætlast til að nemendur hafi lokið grunnáföngum í efnafræði, líffræði, bókfærslu, rekstrarhagfræði og töh'ufræði. Nám á öllum brautum telst starfsréttindanám og er sem slíkt lánshæft hjá LIN samkvæmt 20 ára reglunni. Námið: Nám á blómaskreytinga- og markaðsbraut tekur tvö ár með verknámi. Bóknámið er tvær annir (vorönn og haustönn) samtals 38 einingar, þar af eru 12 einingar blóma- skreytingar, þar sem stór hluti námsins eru verklegar æfingar. Verknámið fer fram í blóma- verslunum eða á öðrum stöðum, seni skólinn samþykkir, undir stjórn leiðbeinanda. Verknám á blómaskreytingabraut er 14 mánuðir án frídaga og leyfa og skiptist í 3ja mánaða ósérhæft verknám (reynslutími) og 11 mánaða sérhæft verknám (dagbókarskylt). Nám á garðplöntubraut, ylræktar- og úti- matjurtabraut og umhverfis- og náttúru- verndarbraut tekur þrjú ár með verknámi. Bóknámið er fjórar annir (tt'eir vetur) samtals 76 einingar. Verknámið fer fram á verk- námsstöðum sem skólinn samþykkir undir stjórn leiðbeinanda. Verknám á þessunt þremur brautum er 17 mánuðir án frídaga og leyfa og skiptist í 3ja mánaða ósérhæft verknám (reynslutími) og 14 rnánaða sérhæft verknám (dagbókarskylt). Nám á skrúðgarðyrkjubrautbraut til sveins- prófs tekur þrjú ár með verknámi, en skrúð- garðyrkja er lögfest iðngrein. Bóknámið er fjórar annir (t\æir vetur) samtals 76 einingar. Verknámið fer fram hjá skrúðgarðyrkju- meisturum, þar sem nemar eru á verknáms- samningum sem Iðnfræðsludeild mennta- málaráðuneytisins staðfestir. Verknám til ■ Hluti nf verklcgu kcnnslunni hjn nemendum á skrúðjjarðyrkjubrautfcrfrnm í skólanum. Héreru þnu Guðmundur ojj Jóhauna t vcrklcjjri kennslu í hcllnlöjjn hjá skrúðjjarðyrkjumcistaranum, Jóni Júliusi Elínssyni. " . ..

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.