Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1997, Blaðsíða 33

Iðnneminn - 01.10.1997, Blaðsíða 33
Félagsíbúðir iðnnema Sara Hcrmannsióttir Síðan 1991 hafa Félagsíbúðir iðnnema verið starfræktar og hafa þær dafnað vel allar götur síðan. Þrátt fyrir spár svartsýnismanna í upphafi hefur starfsemin vaxið hratt og borið ríkulegan ávöxt, iðnnemum til þæginda og kjarabótar. Nú er svo komið að í dag eiga og reka Félagsíbúðirnar 26 íbúðir og 32 einstaklings- og parherbergi. Uppbyggingin hefúr verið einskorðuð við miðbæinn hingað til en stefnt er á að færa út kvíarnar svo að sem flestír getí notið þeirra þæginda sem iðnnemasetur bjóða uppá. Fréttasnápur Iðnnemans lék fonlmi á að vita hvcrnig íbúarnir sjálfir upplifa félagsíbúðirnar og tók því hús á þremur íbúum, öllum í sitthvoru húsinu. Ég komst að því að við- mælendur mínir áttu ýmislegt sameiginlegt. Fyrir utan það að búa í sama kerfinu, þá höfðu þau öll komist að um leið og sótt var um. Kerfið virðist því vera skilvirkt að þ\'í leyti og framboðið í miðbænum svara eftirspurn. Sara Hermannsdóttir býr að Bergþórugötu 23 þar sem Félagsíbúðirnar eiga níu íbúðir. Hún býr í tveggja herbergja íbúð ásamt dóttur sinni Karen Akadóttur sem er fjögurra ára gömul. Aður en Sara flutti á Bergþórugötuna bjó hún í Bjarnaborginni en líkaði ekki umferðin við götuna og hljóðin sem henni fylgja. Sara er á fjórða ári í Hárgreiðslunámi og á því aðeins eitt ár eftír í sveinspróf. Sara fréttí fyrst af Félagsíbúðunum þegar vinkona hennar sagði henni frá þeim. Þegar kom að því að Sara þurfti að flytja ákvað hún að sækja um íbúð og fékk inni í Bjarnaborginni um hæl. Hún segir að þar hafi liðlegheit starfsmanns FIN komið henni tíl bjargar í húsnæðisvandræðunum og hefur hún verið ánægð með búsetu sína síðan þó að ýmislegt mætti betur fara. Heistu kostír við kerfið telur hún vera það öryggi sem búið er við, þ.e. að leigusalinn getur ekki hent þér út á gaddinn nema ærin ástæða komi þar tíl. Einnig eru Félagsíbúðirnar ódýrari en gengur og gerist úti á hinum ffjálsa markaði og þjónustan að sama skapi betri. Sara telur það mikinn kost að hafa aðgang að þvottahúsi og Icsaðstöðu svo ekki sé minnst á að tæki eins og ísskápur fylgir hverri íbúð. I’cgar Sara er innt eftir vanköntum á Félagsíbúðunum verður fátt um svör, hún viðurkennir þó að ganga mættí frá garðinum þannig að betra væri fyrir börn að athafna sig. Lilja Dögg Gylfadóttír er á þriðja ári í fataiðn við Iðnskólann í Reykjavík og býr í Bjarnaborginni ásamt Gylfa Steini, eins árs syni sínum. Lilja fluttí í tveggja herbergja íbúð í Bjarnaborginni í sumar eftír að hafa fengið upplýsingar um Félagsíbúðirnar í skólanum og í gegnum vinkonu sína sem bjó í félagsíbúð. Helstu kostir við íbúðirnar eru að mati Lilju hversu nálægt þær cru skólanum, einnig finnst henni felast öryggi í því að leigja hjá félagslegum íbúðum í staðinn fyrir á frjálsa markaðnum. Það er bæði ódýrara og betri aðstaða að mörgu leytí og má þar nefna sameiginlegt þvottahús. Lilja er ekki alveg sátt við stjórn íbúðanna og finnst að skrifstofan mætti vera skilvirkari þegar um lagfæringar á íbúðum er að ræða. Lilja telur að félags- íbúðirnar séu ódýrari en gengur og gerist og ekki er verra að vera með þinglýstan leigu- samning uppá vasann þannig að húsaleigu- bæturnar lækka leiguna enn frekar. Þegar minnst er á galla á íbúðunum þá kemur efst í hugann skortur á bílastæðum. Þar sem Bjarnaborgin er afar miðsvæðis þá getur reynst erfitt að stöðva verslunarglaða bæjarbúa þegar þeir leggja í stæði sem ætluð eru íbúum Bjarna- borgarinnar. Lilja segist þó ekki verða vör við mikinn umferðarnið þrátt fyrir nálægðina við eina aðal umferðargötu miðbæjarins. Á Laugarvegi 5 eru þrjár íbúðir í eigu Félagsíbúða iðnnema og eru þær allar ætlaðar fyrir pör. A efstu hæðinni búa þau Gunnar Andri Gunnarsson nemi í stálskipasmíði og Hólmfríður Anna Ólafsdóttir sálfræðinemi. Því miður var húsbóndinn á heimilinu ekki heima þar sem hann er að vinna við Sultartanga- virkjun, en Hólmfríður var fús tíl að spjalla lítíllega um veru sína á iðnncmasetri. Gunnar og Hólmfríður fluttu inn á Laugaveginn í sumar en þau höfðu áður sótt um íbúð en verið búin að fá aðra íbúð þegar svarið um iðnnemaíbúð loksins barst. Hólmfríði finnst það mikill galli að ekki skuli vera greint fyrr frá niðurstöðum úthlutunar, en oft er það ekki gert fyrr en í lok ágúst og þá orðið alltof seint að leita fyrir sér annarsstaðar. Hólmfríður lýsir einnig vonbrigðum sínum með verðið á íbúðunum og telur þær ekki vera ódýrari en á hinum almenna markaði. Að vísu er betri aðstaða á iðnnemasetrunum en Ieiguna tclur hún samt vera of háa. Félagsíbúðum iðnnema tíl hróss telur hún alla aðstöðu fyrir íbúana og góðum frágangi íbúðanna. Að lokum telur hún kostínn vera nálægðina við skólann og alla þjónustu í miðbænum.

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.